Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1976, Blaðsíða 23

Vikan - 23.09.1976, Blaðsíða 23
,,í kvöld, þegar þú varst í burtu,” sagði hún, ,,lét Jiri ein- hvern hringja í mig.” ,,Ég veit það. Og ef ég hefði verið við, hefðu þeir hætt við simtalið og reynt aftur seinna. Aftur og aftur, þangað til þeir hefðu hitt á þig eina.” „Vissirðu það?” Þarna var stór munur á David og Jiri. Ef Jiri hefði vitað um svona simtal, hefði hann beðið eins og David þangað til hún bryddaði upp á því sjálf. En hann hefði aldrei játað, að hann hefði vitað það allan tímann. Hann hefði leynt því til þess að geta notað það gegn henni seinna. „Þeir eru útsmognir þessir þorp- arar. Fyrirgefðu, en ég er allur á nálum þessa stundina. Fjandinn hirði það, að ég láti reka mig á flótta. Þeir ógnuðu þér auðvitað.” „Nei, þeir voru mjög vingjarn- legir.” „Haaa?” Hann var næstum því kominn út af vegirium, en rétti bílinn af og ljósin lýstu aftur auðan, myrkan veginn. „Og þess vegna varstu hrædd?” Hún var þá ekki eins mikill einfeldningur og hann hafði haldið, þegar hann var sem lengst niðri. „Já, að sumu leyti. En fyrst og fremst vegna þess, hversu auðveld- lega þeim tókst að hafa upp á okkur. Og við sem fórum svo gætilega.” „Þeir ætluðust til að þú drægir einmitt þessa áiyktun. Mundu það, að Jiri var sérfræðingur í áróðri, áður en hann var færður yfir í rusla- deildina. Og hvað er áróður? Það er að fá einhvem á sitt band.” „Þeim tókst næstum þvi að sannfæra mig.” Hún rétti höndina út í myrkrið og snerti handlegg hans sem snöggvast. „Þeir kváðust hafa áhyggjur vegna mín. Þess vegna myndu þeir veita mér eftirför, svo að ég gæti verið örugg um mig.” „örugg fyrir hverjum, ef ég má spyrja?” „Krieger. Þú ert aðeins peð, segja þeir, og einnig Jo. Krieger er sá, sem ekki er treystandi.” „Treystandi fyrir hverju?” „Að koma mér heilu og höldnu á áfangastað. Hann vill ekki að ég komist á fund föður mins og fái honum skilaboð Jiris.” Andartak leit David af veginum og starði undrandi á hana. Hann hugsaði um vegabréfið hennar og það hvernig henni hafði tekist að flýja. Hvergi i Tékkóslóvakíu mættu henni nokkur einustu vand- ræði. „Gerðuð þið Jiri Hrádek samning ykkar í milli?” „Ekki samning,” sagði hún fljótt. „Aðeins samkomulag. Hann gaf mér eftir skilnað og útvegaði mér vegabréfið. Og hann lofaði að leyna flótta mínum eins lengi og unnt væri. Ég átti i staðinn að biðja föður minn að snúa aftur til Tékkóslóvakiu. Það var allt og sumt.” „Áttirðu ekki að telja föður þinn á að snúa aftur?” „Nei, aðeins biðja hann um það. Þú verður að trúa mér David.” Framhald í næsta blaði. Nýjasta nýtt frá París Simca 1100 LX Nýjasta nýtt frá París SIMCA 1100 LX Þetta er nýjasta gerðin af hinum vinsælu Simca 1100 bílum frá Chrysler France. Allur frágangur er samkvæmt nýjustu frönsku tískunni. Simca 1100 GLS og Simca 1100 LE til afgreiðslu strax. Hafið samband við okkur. Sími 84366 - 84491 Ifökull hf. ÁRMÚLA 36,REYKJAVÍK 39. TBL. V/IKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.