Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1976, Blaðsíða 37

Vikan - 23.09.1976, Blaðsíða 37
Kartöflusalatið verður bæði hollt og gott ef við blöndum rifnum, hráum gulrótum, smáttbritjuðu sellery, púrrusneiðum saman við kartöfl- urnar og hellum svo uppáhalds- salatsósunni okkar yfir. Lítil breyting — mikill munur Frúin ætlaði til Akureyrar í áætlunarvagni, til að heimsækja nokkra ættingja og dveljast þar um tíma. Helgi, rnanstu hvenær vagninn legguraf stað, spurði hún. Svarið kom um hæl: Eftir 16 tíma 22 minútur og 12 sekúndur. • 1 GAMALT NÝTT Straumlínu-sundhettur hafa leyst blómasundhetturnar af hólmi. 02 GAMALT NÝTT Nú kveðjum við klossuöu, þungu skóna og fögnum léttum, Ijósum skóm. 03 GAMALT NÝTT Armbandsúr með stórri skífu og með breiðum ólum þykja mun þægilegri, og auðveldara er að fylgjast meðtímanum. Gömlu úrin eru frekar notuð að kvöldinu. Djúpsteiktur Camembert- ostur JFyrir 4-6) 2 camembertostar. Deig: 1 dl hveiti, 1 egg, 3/4 dl hvítvín eða mjólk, örlítið salt. Fínt rasp og 1 egg til að velta ostinum upp úr. Matarolía til að steikja úr. Osturinn verður að vera dálítið stífur og best að taka hann ekki úr kæli, fyrr en á að nota hann. Deigið hrært saman og látið standa svolítið. Osturinn skorinn í mátuleg stykki ca. 6 úr hvorum osti. Dífið stykkjunum í deigið, síðan í egg og að lokum í rasp. Svona geta stykkin beðið tilbúin góða stund. Rétt áður en á að borða þau er olían hituð vel. Látið 3—4 stk. í einu ofan í og látið sjóða, þar til þau eru orðin Ijósbrún. Takið varlega uppúr og látið á smjörpappír. Borið fram með t.d. kirsuberjum, valhnetu- kjörnum, vínberjum eða marmel- aði. Líka er gott að bera jarðar- berjasultu og ristað brauð með. Nú drekka þeir sjálfir kampavínið Franski útflutningurinn á kampavíni féll árið 1975 úr 44,2 millj. flöskur niður í 28,1 millj. flöskur, og er þá miðað við metárið 1973. En í staöinn sló heimamarkaöurinn öll fyrri met með 94 millj. flöskur. England, sem hefir í um 200 ár verið stærsti kaupandi kampavíns frá Frakklandi, er nú í þriðja sæti með um 3 millj. flöskur. En árið 1973 létu bretar tappana fjúka úr 10,3 millj. flöskum af kampavíni. Aftur á móti hefir olíuríkið Nigeria frá árinu 1974 þrefaldað innflutning sinn á kampavíni. spakmæli. „Herramaður er sá, sem er reiðubúinn aö vernda konuna gegn öllu — nema sjálfum sér", sagði Hemingway. 39. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.