Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 4

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 4
Nú voru Shan og Chung gift. Fyrir utan var flugcldum skotið á loft til merkis um að vígslunni væri lokið, og nú mættu gestirnir fara að koma. Æðsti maður þorpsins hélt stutta tölu. Hann sagði frá því, hvernig þau tvö hefðu hist og dró sögu þeirra grófum dráttum. Gestirnir, sem drifið hafði að úr öllum áttum, settust nú við borðin, sem á hafði verið borið úti í garðin- um. En fyrst gengu þeir einn af öðrum að rauðdúkuðu borði, þar sem nokkrir alvarlegir gamlir menn sátu. Allir réttu fram lítinn rauðan böggul. Böggullinn var opnaður, og innihaldið, peningar, var talið og skráð í til þess gerða bók við hliðina á nafni gefanda. Þetta bók- hald er nauðsynlegt, því að þegar gesturinn sjálfur giftir sig, ber þiggjanda að gjalda gjöfina i sömu mynt. Peningunum er staflað i bunka, og annað slagið gerði pabbi Chungs sér ferð að borðinu til að fylgjast með þvi, hvernig staflarnir uxu. Reglan er nefnilega sú, að útgjöld- in, sem hann hefur orðið fyrir við veislugjöldin eru dregin frá gjöfun- um. Afganginn, ef einhver verður, fá brúðhjónin. Allir voru velkomnir, líka þeir, sem ekki var boðið. Að síðustu var gestfjöldinn orðinn rúmlega þrjú hundruð. En fjöldi borðanna var hinn sami. Á Formósu fer fjöldi borða í brúðkaupi eftir því, hversu vel stæð og mikils metin fjölskyldan er í samfélaeinu. Fjölskylda Chungs var í milli- stétt. Þess vegna var lagt á þrjátíu borð. Hefði þarna verið brúðkaup sonar ríkasta landeigandans í þorp- inu hefði verið lagt á um það bil hundrað borð. Loks var ræðunni lokið, og á meðan Chung gekk með flösku milli manna og hellti í glös, dró Shan sig í hlé inn í herbergið í fylgd vinkvenna sinna. Smátt og smátt tóku gestirnir nú að hverfa til síns heima — þeir þurftu að sinna vinnu sinni. Shan sat eftir í herberginu — alein — langt fram á kvöld. Þá var sest að snæðingi að nýju —- og nú fengu brúðhjónin að taka þátt í máltíðinni. Shan hafði skipt um kjól og raunar öll föt yst sem innst. Seinna um kvöldið skipti hún aftur um föt til þess að sýna fólkinú nýju fötin sín. Loks þegar langt var liðið á nóttu fengu Shan og Chung að ganga til hvílu. Ekki svo að skilja, að þeim væri nýlunda að sofa saman, því að mök utan hjónabands viðgangast á Formósu, þótt ekki fari það hátt. Næsta kvöld var röðin komin að •foreldrum brúðarinnar að halda veislu. Nú var boðið til miðdegis- verðar til heiðurs brúðgumanum, nánustu ættingum og vinum. Enn var Shan í nýjum fötum, og enn skipti hún um föt nokkrum tímum seinna. Nokkrum dögum seinna fluttu Shan og Chung í íbúð, sem skipa- smiðjan útvegaði þeim, Ibúði stórri blokk, sem er ætluð starfsfólki skipasmiðjunnar. Þar fengu þau tvö lítil herbergi, lítið eldhús og lítið baðherbergi. Á meðan Chung sýður saman skipsskrokka daglangt gerir Shan það sama og kynsystur hennar um allan hcim — hún þurrkar af, lítur á klukkuna og bíður þess, að maður hennar komi heim frá vinnu. Þau vilja eignast börn líkt og nýgift fólk í öðrum hlutum heims — nema kannski fleiri. En ef svo kann að fara, að þau verði leið hvort á öðru — eða ef önnur kínversk bylting verður — þá geta Shan og Chung skilið. Þau ganga bara á fund bæjar- fógetans og tilkynna honum, að þau vilji ekki vera gift lengur. Þarmeð eru þau skilin. Brúðkaup á Formósu er eins og það hefur verið um aldaraðir, en skilnaður gæti ekki orðið sneggri árið 2001... Sjtyctednsw "•tetianuÖ œanwdeaiw* dema#u*t* s non Nýju Ultralucent rakakremin henta sérlega vel íslenskum konum. 4 VIKAN 41. TBL. *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.