Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 5

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 5
KNAPATISKU Þeirri staðreynd verður vafa- laust ekki breytt, að hér á landi fjölgar þeim sífellt, sem yndi hafa af hestum og þeim íþróttum, sem þeim eru tengdir. En það er töluvert dýrt að eiga hest og allt dýrt, sem þeim heyrir til, þannig að þeir, sem eru að jafnaði félitlir, geta naumast leyft sér þetta sport. Hér hefur hestamennskan þró- ast rökfast frá því að það voru svo til einungis bændur, sem áttu slíka gripi hér áður fyrr, enda voru hestar þá að mestu notaðir til daglegra starfa. Með tilkomu vél- knúinna tækja urðu hestar að mestu óþarfir í sveit, enda ekki notaðir nema til útreiða. Þó að frátöldum göngum. Um líkt leyti fóru aðrir að eiga hesta til sports og gera nú í æ ríkari mæli. Nú er farið að bera á því, þótt í litlum mæli sé, að menn eru farnir að leggja meira í reiðtygi sín og jafnvel fatnað. Það er vel, því það ber um leið vott um stolt hesta- mannsins og virðingu fyrir gæð- ingi sínum, enda er hann jafnframt betur hirtur. i sjálfu sér er aðeins gott eitt um það að segja og ber vitni um viðleitni manna til snyrti- mennsku. En reiðtygi og annað til hestasportsins held ég að sé að miklu leyti innflutt og hafi því engin íslensk einkenni. Sama er að segja um fatnað hestamanna, þar sem sumir eru farnir að klæðast erlendum fatnaði. Er ekki kominn til þess tími, einmitt nú, að menn fari að leita Að vfsu samræmimi/li fatat, enlftið skemmtilegt. sér að alíslenskum reiðtygjum og fötum? Varla trúi ég því, að fornar venjur í reíðtygjum séu svo torfundnar, að ekki sé hægt að sníða íslensk reiðtygi samkvæmt þeim, eða jafnvel að smíða reið- tygi, sem kalla mætti með íslensku sniði eða lagi. Sama er að segja um fatnaðinn. Innfluttur fatnaður hestamanna ber þess sýnilega merki að vera aðfluttur. Hér á landi þarf örugglega öðruvísi fatn- að, sem mundi henta íslensku veðurfari betur, og ekki trúi ég því, að íslenskir fatahönnuðir láti það standa í sér að framleiða alíslenskan fatnað fyrir sport- hestamenn. Sennilega yrði ís- lenska lopapeysan ákjósanlegust, og sömuleiðis einhverskonar lopa- húfa, og í það mætti vel prjóna einhverskonar sérmerki eftir ástæðum. Á þessu sviði er áreið- anlega verkefni fyrir hönnuði eða framleiðendur slíks fatnaðar. karlsson. íturvaxinn gæðingur, sem gæti verið stolt hvers manns, en knap- inn er með útlendan hatt á höfði og í jakka, sem gæti verið keyptur á Mallorca. Varla viðeigandi fyrir íslenskan hestamann á íslenskum gæðingi. Hérsjájum við eitthvað i átt við það, sem ég á við. Fallegur hestur og fallegur knppi í íslenskri iopa- peysu. Hvernig væri að veita verðlaun fyrir vel snyrtan hest og fallega klæddan knapa? ■nei Fallegur hestur og talleg föt, — en við þau er lítið islenskt. 1. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.