Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 07.10.1976, Qupperneq 23

Vikan - 07.10.1976, Qupperneq 23
heldur Nikolsdorf. Þar geta ein- göngu litlar vélar lent. Þess vegna tókum við aðra bifreið á leigu og ókum svo í loftinu hingað. Okkur rétt tókst að komast yfir Gross- glockner á meðan enn var sæmilega bjart. jín það var töluvert mistur og þetta var svo sannarlega ískyggileg ferð. Mark lét mér það eftir að aka yfir skarðið, en tók sjálfur við þegar neðar dró.” , .Sannkallaður riddari. ” ,,Já, það var hann,” sagði Jo og tók upp hanskann fyrir Bohn, ,,hann var riddaralegur. Hann vildi ekki að ég færi ein til Lienz og bauðst til þess að fara með mér.” Hún brosti allt i einu. „Aumingja Mark. Hann hafði ekki átt von á því, að vegurinn lægi í ótal bugðum og háir snjóskaflar á báða vegu. En þegar hann tók við stjóminni, var komið að mér að grípa fyrir andlitið og bæla niður stunurnar. Hann er áreiðanlega sá lélegasti bílstjóri, sem ég hef nokkru sinni ekið með. En samt komumst við hingað.” Hún brosti nú ekki lengur og dökk- blá augu hennar voru galopin og kvíðafull að sjá. Hún sagði lágri röddu. ,,Það elti okkur enginn út úr Salzburg. Grái Fíatinn var hvergi sjáanlegur. En það fyrsta sem ég sá, þegar við ókum hér inn á torgið var hvar maður stóð þarna við gamla róðhúsið handa við torgið. Það var Ludvik. Hann var þá kominn á undan okkur hingað.” Krieger hætti við að bita í sam- lokuna. ,,Og honum virtist enn sama hvort þið sæuð hann eða ekki?” „Nei. Um leið og hann kom auga ó bilinn okkar, hvarf hann. Hann var að minnsta kosti farinn, þegar ég hafði lagt bílnum og timi gafst til þess að líta í kringum sig. ” Svo að þeir eru þá líka búnir að breyta um aðferð, hugsaði Krieger og fékk sér stóran bita af samlok- unni. „Þetta var Ludvik,” sagði Jo ákveðin. „Égtrúi þér.” „En hvemig getur það átt sér stað. Hann kom til Salzburg ó eftir okkur.” , ,Og um leið og honum hafði verið sagt frá Lienz, þá hefur honum tekist að fá leigða litla flugvél.” Hversu mikið hafði Bohn reynt, hugsaði Krieger. „Þú átt við að einhver hafi sagt Ludvik það? En hver?” „Hverjir vissu um Lienz? Og hverjir vissu um Graz?” „Graz? Elti einhver Dave þangað?” „Já, tveir vinir Ludviks komu fljúgandi frá Vín til Graz. Og um leið og þeir uppgötvuðu að Dave og Irina væm farin, óku þeir hingað.” „Ég trúi því ekki,” sagði Jo. „Bíllinn þeirra stendur hér fyrir utan,” sagði Krieger og ýtti frá sér samlokunni. Hann fékk sér svolít- inn bjór og kveikti i pípunni sinni. ,, H vaða bíll er það? ’ ’ „Hvíti Fíatinn við hliðina á rauða Volvobílnum.” „Ég sá þá koma um það bil tuttugu minútum á undan þér. Þeir vom tveir saman og komu hingað inn, stóðu andartak í dymnum og skimuðu í kringum sig. Síðan fóm þeir aftur.” Jo stundi þungan. „Að hverjum vom þeir að leita? Dave?” „Ég býst ekki við að þeir hafi átt von á að sjá Dave og Irinu sitja hér niðri í matsalnum.” „En að hverjum vom þeir þá að leita?” „Einhverjum sem gæti gefið þeim upplýsingar um næsta skref okkar.” „Ég hef ekki sagt neinum frá Merano.” Hún forðaðist að minnast á Bohn. „ö, Walter, ég trúi þessu ekki. Hvað eigum við að gera?” „Við verðum að komast til botns íþessu.” „En hvemig?” „Við minnumst á Merano og sjóum til hvort þeir frétta af því.” „Það erof hættulegt.” „Hvemig eigum við annars að komast að því hvaðan þeir fá sínar upplýsingar?” „En hvað um Dave og Irinu? Getum við haldið þeim fyrir utan þetta?” Krieger brosti og horfði á kviða- fullt andlit hennar. „Já,” sagði hann bliðlega. „Við skemmst lítils- háttar í leikinn, það er allt og sumt. En láttu mig um þetta, Jo.” Hún kinkaði kolli og reyndi að brosa. En svo leit hún í óttina að anddyrinu. „0, Walter, viltu ekki vera svo vænn, að leyfa mér að aka með þér á morgun?” Krieger leit í sömu ótt. Mark Bohn stóð þá þar i dyrunum á mat- salnum eins og hann vissi ekki hvort hann ætti að koma eða fara. „Jú, því ekki það?” sagði Krieger. „Við leggjum af stað klukkan níu.” Hann veifaði í áttina að dyrunum og Bohn gekk yfir til þeirra. Jo tók handtösku sína og stóð upp áður en hann var kominn alla leið. Hún gekk framhjá honum án þess að lita á hann. „Er ekki Jo að velta sér einum of mikið upp úr þessu Mata Hari hlutverki sinu?” sagði Bohn glað- lega. „Égsagði henni að við ættum ekki að láta á því bera að við þekkt- umst, en hver skyldi svo sem fylgjast með okkur á þessum tíma sólarhrings? Og hvað ert þú að gera hér? Leiddist þér í Graz?” Hann settist við borðið á móti Krieger. „Ég vildi bara vera viss um að lagt yrði snemma af stað i fyrra- málið.” „Nú-já. Og hvert er ferðinni heitið?” „Merano.” „Merano? Þá höfum við Jo bæði haft rangt fyrir okkur. Við héldum að norður Italía hefði orðið fyrir valinu.” „Merano er í norður Italíu. Ertu búinn að gleyma friðarsamningun- um eftir fyrri heimsstyrjöldina?” Það var þá sem Italir höfðu fengið yfirráðarétt yfir Merano og Suður- Tyról. Bohn leyndi gremju sinni. „Auð- vitað ekki. Þú veist við hvað ég átti. Ég hélt að staðurinn væri .neira miðsvæðis eins og t.d. Róm. Merano er svo norðarlega.” „Já, en þægilegur bær og þar getum við öll slakað á í einn dag eða svo. Irinaerþreytt.” „Er þetta ekki hálfgert neyðar- brauð?” „Nei, vegurinn suður af Merano er ágætur. Hann liggur framhjá Cómóvatni.” „Til Mílanó?” Krieger benti honum á að tala lægra og horfði yfir að hinum mál- gefnu hollendingum. Framhald í næsta blaði. ^ferölækkun á eldavélum AEG Vegna sérstaklega hagstæðra innkaupa getum við nú boðið AEG eldavélar á mjög góðu verði. Þetta verð gildir aðeins á þessari sendingu, sem er í takmörkuðu magni. Notið þetta tækifæri og kaupið AEG eldavél strax. Komið í heimilistækjaverslunina Lágmúla 9. 0 BRÆÐURNIR ORMSSON % IÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 41. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.