Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 07.10.1976, Qupperneq 29

Vikan - 07.10.1976, Qupperneq 29
nei, en hún hélt áfram, áður en hann gæti nokkuð sagt: — Við getum ekki haldið svona áfram Jimmie, það veist þú. Hefur þú annars nokkurn tíma talað um skilnað við konuna þína? — Ætlar þú að byrja með þetta aftur? — Þú átt við, að mér komi þetta ekki við, sagði hún snöggt og hló stutt og óvænt, eins og hennar var vandi. Næsta dag fór Rósa að heim- sækja Jill, og Jimmie til Perlu. — Heyrðu Perla, það er kjána- legt af þér að falla vel við mig, allt kvenólk fær Ieiða á mér fyrr eða síðar. Hann sagði þetta hörkulega og samanbitinn. Hún teygði sig yfir borðið og tók í hönd hans. — Við skulum sjá, sagði hún. — Jæja, ég hef aðvarað þig, sagði hann. Þar með fann hann ekki lengur til ábyrgðar varðandi Perlu. Hann tók utan um hana, og þau fóru ut. En hann gekk og hugsaði um Rósu. Hún situr sjálfsagt og bíður núna. 0, hún hefur bara gott af því að vera ein. Síðar um kvöldið sagði Perla: — Eg elska þig Jimmie, gleymdu þvi ekki. Ef það er eitt- hvað,sem ég get gert fyrir þig, þá.. Hann fylgdi henni heim, og nú flytti hún sér inn. Hún grét. Perla elskar mig að minnsta kosti, hugsaði hann. Hann gekk hægt heim til Rósu. Stiginn upp í risið var dimmur og óendanlegur. Best að sofna, hugsaði hann — get ekki haldið svona áfram. Þegar hann kom inn var ljósið kveikt. Rósa sat við borðið og var ennþá I sunnudagafötunum. Hvað er nú? hugsaði hann. Eg er dauð- uppgefinn. — I þetta skipti ættir þú að reyna að halda þér uppi. Hann hafði aldrei heyrt Rósu jafn ruddalega. Hann slengdi sér í rúmið og sagði: — Jæja, vektu mig, ef það er eitthvað. Rósa sat við borðið og beið. Hún sat og hlustaði eftir fótataki I stig- anum. Hún hafði tekið ákvörðun daginn áður og skrifað bréf, sem byrjaði svona: „Kæra frú Pearson, ég skrifa yður vegna máls, sem .er mikil- vægt fyrir okkur báðar, og ég vona, að þér hafið ekkert á móti því. Nafn mitt er Rósa Jónsson, og maðurinn yðar hefur verið elsk- hugi minn í meira en tvö ár. Hann segir, að þér viljið ekki gefa eftir skilnað, kannski hafið þér ekkert á móti því, að við spjöllum um málið...“ Hún heyrði fótatak á gangin- um. Hún hafði oft hugleitt, hvernig kona Jimmies liti út. Var hún snotur, eins og Perla? En hún var stór og þrekin kona, traust og móðurleg. Hún blikkaði til Rósu og gaut augunum I átt að rúminu. — Eg sé, að fanginn sefur, sagði hún. Rósa brosti óörugg. — Þökk fyrir bréfið, sagði frú Pearson. Það var tími til kominn, að þú fengir að vita það. — Fengi að vita hvað? spurði Rósa snöggt. Jimmie rumskaði, opnaði augun og starði á þær. Hann rauk á fætur og bölvaði. — Eftir hverju ert þú að snuðra? sagði hann reiðilega við konu sína. — Rósa bað mig að koma, svaraði hún stillilega og settist. — Fáðu þér sæti Jimmie, þá getum við spjallað saman. Hann var dolfallinn. Setjast og ræða við tvær konur! En svo yppti hann öxlum, kveikti sér í vindl- ingi og settist. — Allt i lagi, sagði hann. Komum þessu frá. Hann horfði á Rósu, eins og hann gæti ekki skilið, hvernig hún gæti gert honum þetta. Hún sem segist elska mig.. jæja, jæja, sjáum hvað setur, hugsaði hann. — Sjáðu nú til Jimmie, sagði kona hans vingjarnlega, eins og hún talaði við barn. Þú hefur logið að þessari stúlku. Hún beið augnablik, horfði á Rósu og hélt áfram: — Nú færðu að heyra sannleik- ann. Við höfum verið gift í tíu ár, við eigum tvö börn. 1 upphafi leið okkur vel saman, en svo varð Jimmie leiður á mér, það er ekk- ert óvanalegt við það. Jimmie sat reykjandi og starði á borðið. Hún hélt áfram: — Ég man eftir einni stúlku fyrir nokkrum árum, sem... — Perlu? spurði Rósa. — Hver er það? spurði frú Pearson af áhuga. Hana hefi ég ekki heyrt um. — Það skiptir ekki máli, sagði Rósa. — Jæja, mér var nóg boðið og sagði, að hann yrði að velja milli okkar, en Jimmie getur aldrei ákveðið sig. — Nei, sagði Rósa og roðnaði. — Þið skemmtið ykkur aldeilis, sagði Jimmie fýlulega. — Það ert nú öllu heldur þú, sem hefur skemmt þér. — Það heldur þú. — Já, já, þú trúir bara á þína útgáfu á málunum. En nú tala ég við Rósu. Ég varð svo þreytt á þessu öllu, að ég þvingaði skilnað í gegn. Rósa rak upp stór augu. 5 HLUTI 41. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.