Vikan - 21.07.1977, Qupperneq 21
Samstarfið við Færeyinga hefur
verið mjög ánægjulegt, og er
vonandi, að það verði svo í
framtíðinni. Ferjan kemur til
Seyðisfjarðar á hverjum laugar-
degi kl. 5-6 og fer þaöan aftur kl.
8. Verslanir eru opnar á þeim tíma,
sem ferjan er í höfn og önnur
þjónusta er til reiðu. Á laugar-
dögum er því heilmikið um að vera
í bænum, og oft er fjöldi aðkomu-
fólks milli 500 og 1000 manns.
Farfuglaheimilið á Seyðisfirði.
Hér sjáum við Friðþjóf Þórarinsson á bryggjunni á Seyðisfirði, en hann hefur í mörg ár flutt ferðafólk
yfir i Loðmundarfjörð.
VEÐURFARIÐ EINSDÆMI
Ekki er hægt að ferðast um
Austurland, án þess að koma við í
Hallormsstaðarskógi. Þar hefur
Skógrækt ríkisins miðstöð starf-
semi sinnar á Austurlandi, og er
skógurinn mikill og fallegur. Á
Hallormsstað er heimavistarskóli
og húsmæðraskóli, þar sem rekið
er hótel á sumrin. Þar eru 27 gisti-
herbergi með 2—4 rúmum hvert
og prýðileg veitingasala. Einnig er
hægt að fá þar svefnpokapláss,
sem hafa verið mjög vinsæl. Verð
á gistingu er sem hér segir:
Eins manns herbergi , kr. 2600.-
Tveggja manna herb. kr. 3300.-
Aukarúm í herb. kr. 700,-
Svefnpokapláss kr. 1000.-
Morgunverður kr. 680.r
Hótelstjóri er Vilborg Sigurðar-
dóttir, en hún er nýtekin við
stjórninni af Ásthildi Rafnar.
Húsakynni hótelsins eru mjög
skemmtileg, og það er rólegt og
afslappandi að dvelja þar.
I Hallormsstaðarskógi er margt
hægt að skoða. Tjaldstæði eru
aðeins á einum stað, í Atlavík, svo
að aðrir hlutar skógarins eru
ákaflega friðsælir. Merkir staðir,
sem vert er að skoða, eru t. d.:
Guttormslundur, en þar eru
fjörutíu ára gömul lerkitré, sem
eru mjög falleg og tignarleg. Eins
er Gróðrarstöðin sérstaklega at-
hyglisverð. i sumar mun Jón
Loftsson skógfræðingur skipu-
leggja svonefnda ratleiki um
skóginn, og verða þeir eflaust
mjög vinsælir. Annars eru greið-
færar götur um allan skóginn, og
er ákaflega gaman að ganga þar
um. Stundum kemur fyrir, að
hreindýr sjást þar, jafnvel alveg
heima við hótelið, en það eru þá
dýr, sem af einhverjum orsökum
hafa orðið eftir niðri í byggð,
þegar önnur hafa haldið til fjalla á
vorin.
Eftir viðdvöl í Hallormsstaðar-
skógi er tilvalið að aka áfram inn
Fljótsdalinn, sem er blómleg sveit,
en vegurinn liggur í hring, þ.e.
niður með Fljótinu að vestan til
Egilsstaða. Á þessari leið eru
nokkrir staðir, sem vert er að gefa
gaum að. Ranaskógur er t.d.
nokkru sunnar en Hallormsstaðar-
skógur og er ákaflega fallegur,
sérstaklega skógarbotninn. Á Val-
þjófsstað er merkileg kirkja, sem
er gaman að skoða, og svo er ekið
framhjá Skriðuklaustri, sem
Gunnar Gunnarsson skáld lét
byggja á sínum tíma. Þá má líka
nefna Hengifoss, sem er talinn
einn af fallegustu fossum á
landinu, en til þess að skoða hann
þarf að labba spölkorn frá
veginum.
Rétt er að geta þess, að
Ungmenna- og iþróttafélag Aust-
urlands er um þessar mundir að
gefa út bækling með staðarlýs-
ingu af Hallormsstað. i honum
er m.a. fjölþætt myndaefni og
yfirlitskort af staðnum, sem ættu
að koma ferðafólki að góðu gagni.
Sigurður Blöndal skógræktarstjóri
hefur tekið þennan bækling
saman. Einnig er nú hægt að fá
bæklinga um gönguleiðir á Aust-
urlandi, og eru þeir mjög gagnlegir
fyrir fólk, sem hefur áhuga á
löngum gönguferðum.
Sumarblíðan i Hallormsstaðar-
skógi er alveg einstök að sögn
þeirra, er þar hafa dvalið sumar-
langt. Þar bærist varla hár á höfði,
og þegar rignir, sem ekki gerist
oft, er aðeins um hlýtt sumar-
regn að ræða. Það er því engin
furða, að Hallormsstaður skuli
hafa verið með vinsælustu ferða-
i mannastöðum landsins á undan-
förnum árum og áratugum.
ÝMISLEGT ANNAÐ
Þetta, sem hér hefur verið um
fjallað, er aðeins lítill hluti af
ferðamannasvæði Austurlands.
Frá Egilsstöðum er einnig þægi-
legt að bregða sér í ferð niður á
firði, eins og það er kallað, en þá
erátt við Reyðarfjörð, Eskifjörð og
Norðfjörð. Þar er alls staðar boðið
upp á alla þá þjónustu, sem ferða-
fólk þarfnast. Það er alltaf gaman
að skreppa austur, og eins og
ísiendingar vita víst allir, þá skiptir
veðrið ekki svo litlu máli, ef ferða-
skapið á að vera í toppstandi.
, A.Á.S.
— Keyptirðu eitthvað hjá
Sölunefnd vamarliðseigna.
29. TBL.VIKAN 21