Vikan


Vikan - 21.07.1977, Síða 50

Vikan - 21.07.1977, Síða 50
í rauninni var hann ómögulegur. Alltof feiminn. Hafði aldrei neitt til málanna að leggja. Og svo þreyt- andi. Væri hann einu sinni kominn inn í vinnustofuna manns, vissi hann aldrei, hvenær hann átti að fara, heldur sat lon og don, þangað til maður var nærri farinn að öskra og brann i skinninu af löngun til þess að henda einhverju þungu á eftir honum, eins og til dæmis skelplötuofninum. Það undarlega var, að hann var býsna áhugaverður við fyrstu sýn. Okkur kom saman um það. Kæmirðu inn á kaffihúsið að kvöldlagi sæirðu þar grannan, dökkhærðan pilt, klæddan blárri peysu og litlum gráum flannels- jakka utanyfir, sitjandi úti í horni með kaffiglas fyrir framan sig. Og einhvernveginn var það svo, að þessi bláa peysa og alltof erma- stuttur flannelsjakkinn, létu hann líkjast dreng, sem hefur ákveðið að strjúka að heiman og á sjóinn. Reyndar pilti, sem þegar hefur strokið og stendur skjótlega á fætur og sveiflar vasaklút. sem hann hefur bundið utan um náttskyrtuna sína og myndina af mömmu og fest á endann á göngustaf, gengur út i nóttina og drukknar..... Steypist jafnvel fram af bryggjubrúninni á leið til skips síns.. Hann Vafði svart. snöggklippt hár, grá og löng augnahár, fölar kinrar cg var með stút á munninum eins og hann væri ákveðinn í að fara ekki að gráta.... Hvernig gat nokkur staðist hann? Það skar í hjartað að horfa á hann. Og eins og þetta væri nú ekki nóg, hvernig hann gat svo roðnað.... í hvert sinn, sem þjónninn nálgaðist hann. varð hann eldrauður í framan — hann gæti hafa verið nýsloppinn úr fangelsi og þjóninum verið kunnugt um það..... SMÁSAGA EFTIR KATHERINE MANSFIELD Svíp- mynd Hjarta hans datt út um hliðarglugga vinnustofunnar og niður á svalirnar á húsinu andspænis, gróf sig niður í páskaliljupottinn undir hálfopnum blómknöppum og grænum sverðlaga blöðunum.... ,,Hver er hann, elskan? Veistu það?” ,,Já, hann heitir Ian French. Málari. Afskaplega flinkur, er sagt. Einhver tók upp á því að sýna honum móðurlega umhyggju. Hún spurði hann, hvað oft hann heyrði heiman að frá sér, hvort hann hefði nógu margar ábreiður í rúminu, hve mikla mjólk hann drykki á dag. En þegar hún ætlaði á vinnustofuna hans til að líta eftir sokkunum hans, hringdi hún og hringdi og þótt hún gæti svarið, að hún heyrði einhvern anda fyrir innan, kom enginn til dyra...Vonlaust.” Einhver önnur ákvað, að hann ætti að verða ástfanginn. Hún laðaði hann til sín, hallaði sér yfir hann, svo að hann gæti fundið töfrandi ilminn úr hári hennar, tók um handlegginn á honum og sagði honum, hvað lífið gæti verið undursamlegt, ef maður hefði bara kjarkinn og fór svo til vinnustofu Fékkst þú þér hans eitt kvöldið og hringdi og I -ingdi..Vonlaust. „Það sem vesalings drengurinn þarfnast,” sagði sú þriðja, ”er að vera rækilega rifinn upp úr slen- inu.” Og þau hófu ferð sína á kaffihús og kabaretta, dansleiki, á staði, þar sem maður drakk eitthvað, sem líktist apríkósusafa úr dós, en kostaði tuttugu og sjö skildinga flaskan og var kallað kampavín, á aðra staði, svo æsandi, að ekki er hægt að lýsa þvi með orðum, þar sem maður sat í ógnvekjandi rökkri, og alltaf hafði einhver verið skotinn þar nóttina áður. En hann snerti ekki svo mikið sem eitt hár á höfði hennar. Aðeins einu sinni varð hann mjög drukk- inn, en í stað þess að verða ástleitinn, sat hann þarna, stein- runninn, með tvp rauða díla í kinnunum og líktist, já, góða mín, einna helst dauðyflislegri veru úr einu þessara „rag-time” laga, sem þeir spiluðu: „Brotnu brúðunni.” En þegar hún fylgdi honum heim í vinnustofuna hans, var hann alveg búinn að ná sér og sagði „góða nótt” við hana úti á götu, rétt eins og þau hefðu fylgst að heim úr kirkju.... Vonlaust. Þær gáfust þvi upp á honum, en ekki fyrr en eftir guð veit hvað margar tilraunir, því að neisti vingjarnleikans verður seint slökktur hjá konum. Auðvitað héldu þær áfram að vera hreint töfrandi, buðu honum á sýningar sínar og töluðu við hann á kaffihúsinu, en lengra náði það ekki. Þegar maður leggur stund á list, hefur maður alls ekki tíma fyrir fólk, sem ekkert andsvar sýnir. Eða er það? „Og þar að auki held ég í rauninni, að þarna sé eitthvað óhreint í pokahorninu.... heldurðu það ekki? Þetta getur ekki verið eins saklaust og það lítur út fyrir að vera. Hvers vegna að vera að koma til Parísar, ef maður vill bara vera fifill i túni? Nei, ég er nú ekki tortryggin. En-”. Hann átti heima á efstu hæð dapurlegrar byggingar með útsýni yfir ána. I einu þessara húsa, sem eru svo rómantísk á regnkvöldum eða tunglskinsnóttum, þegar gluggahlerarnir eru fyrir og þung útihurðin er aftur og maður sér glitta i auglýsingu á skiltinu, „lítil íbúð til leigu nú þegar”, svo einmanalega, að engu tali tekur. Einu þessara húsa, þar sem lyktin er alveg órómantisk allan ársins hring og húsvörðurinn, sem er kona, á heima i glerbúri á neðstu hæð, sveipuð í óhreint sjal, hrærir í einhverju i skaftpotti og eys upp lostæti handa spikfeita, gamla hundinum, sem liggur makindalega á bænasessunni. Það var dásamlegt útsýni úr vinnustofunni þarna uppi á hana-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.