Vikan


Vikan - 21.07.1977, Page 65

Vikan - 21.07.1977, Page 65
t 'd hjartans. rnahálfu konungsríki ugliðsforingjann sinn ,,Aumingja Margrét," var við- kvæðiðfyrirtuttugu árum. ,,Aum- ingja Margrét," er líka sagt í dga. Fallega og lífsglaða prinsessan — „yndislega Rósa" — er nú bitur miðaldra kona. Og drottningin iðrast afskipta sinna. „Skyldur," hefur líklega verið eitt af fyrstu orðunum, sem Margrét Rósa heyrði sem barn. Hún heyrði þetta orð oft, var sínkt og heilagt minn á skyldur sínar við föðurlandið. Skylduræknin olli því, að hún yfirgaf manninn, sem hún elskaði. Margir grétu, þegar þeir lásu yfirlýsingu Margrétar 31. október 1955: ,,Ég /ýsi því hér yfir, að ég hefi ákveðið að giftast ekki Peter Townsend, flugliðsforingja." Þessi yfirlýsing, um að hún setti boð kirkjunnar, skyldur og holl- ustu við krúnuna, ofar eigin óskum, var framkomin vegna þrýstings frá Elísabetu drottningu og manni hennar Filip prins. Og drottningin iðrast... Rithöfundurinn Róbert Lacey hefur nýverið sent frá sér vinsæla bók og að því að talið er áreiðan- lega. Bókin heitir „Majesty," og þar segir: — Ef Elísabet gæti horfið aftur I tímann, myndi hún leyfa systur sinni að giftast Townsend. Drottningin hefur viðurkennt það fyrir sínum nánustu, að það hafi verið mistök að banna giftinguna, en það leiddi til óhamingju fyrir Margréti. Hún giftist Snowdon lávarði, og var hjónaband þeirra óhamingjusamt. Ástæðan fyrir því, að drottn- ingin samþykkti skilnað þeirra Margrétar og Snowdons, var ekki samband Margrétar og hins 28 ára gamla Roddy Llewellyn, heldur sálarástand hennar. Hún var niðurbrotin og varð að fara I meðferð hjá sálfræðingi. Opinber- lega var heilsufarsástand prins- essunnar leyndarmál, skrifar Lacey. „Dóttirmín, Margrét prinsessa, á ekki að telja sig bundna, þegar hún velur þann mann, sem hún óskar að giftast. Hún á að fá að hlýða rödd hjartans." Þetta sagði Georg VI konungur opinberlega. En þá grunaði hann ekki, að dóttir hans yrði ástfangin af einum liðsmanna hans í hernum — fráskildum manni og ótigin- bornum. Haustið 1943 óskaði Georg kóngur eftir því að gera flughetjur úr breska hernum að lífvörðum við hirðina. Þetta var mikill heiður. Meðal flugmannanna, sem sér- stakt frægðarorð fór af, var Peter Townsend flugliðsforingi. í mars 1944 hlaut Townsend útnefninguna. Hann var þrítugur — Margrét prinsessa var fjórtán ára. Hlutverk hans var meðal annars að fylgjast með heimilishaldi í Buckingham höllinni og vera tengiliður milli þjónustufólksins og konungsfjölskyldunnar, afla upp- lýsinga um fólk, sem óskaði eftir áheyrn, skipuleggja kurteisisheim- heimsóknir konungsfjölskyldunn- ar og fylgja prinsessunum Elísa- betu og Margréti í leikhús, veislur eða annað, sem þær kusu að fara. Vinir Townsend efuðust um, að hann kynni við sig við hirðina. Það var ólíklegt, að hinn hugrakki flugmaður gæti haldið það út að vera konungsþjónn og barnfóstra prinsessanna.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.