Vikan


Vikan - 25.08.1977, Blaðsíða 41

Vikan - 25.08.1977, Blaðsíða 41
viðtalið við frú Fennan. Þá var það, sem hún brotnaði saman, og játaði að hafa verið sendiboði mannsins síns, en Frey hafði ráðið hann til njósnastarfa fyrir fimm árum síðan. öfús hafði hún látið hafa sig út i þetta, sumpart af tryggð við eiginmann sinn og sumpart til þess að vemda hann gegn eigin væru- kærð og grunnhyggni i sambandi við njósnimar. Frey hafði séð okkur Fennan eiga tal saman í skemmti- garðinu. Sjálfsagt hefur hann gert ráð fyrir því, að ég væri enn starfandi í öryggisþjónustunni og komist að þeirri niðurstöðu, að annaðhvort hefði grunur fallið á Fennan eða þá að hann væri tvöfaldur njósnari. Hann fyrirskip- aði Mundt að ryðja Fennan úr vegi, en konan hans var neydd til þess að þegja vegna sinnar eigin þátttöku i njósnunum. Hún hafði meira að segja vélritað texta sjálfsmorðs- bréfsins á ritvél Fennans fyrir ofan eiginhandarundirskrift hans. Aðferðin, sem hún notaði við að koma gögnum til Mundts, er mikilvæg. Hún setti athugasemdir og afrit af skjölum í fiðlukassa, sem hún fór með í leikhúsið. Mundt hefði með sér svipaðan kassa, en í honum voru peningar og fyrirmæli. Þau skildu bæði eftir fiðlukassa sína eftir í fatageymslunni, en skiptust siðan á geymslumiðum. Þegar Mundt lét ekki sjá sig i leikhúsinu þetta umrædda kvöld, fór frú Fennan eftir fyrirfram gefnum skipunum og póstlagði geymslumiðann á heimilisfangt í Highgate. Hún yfirgaf leikhúsið snemma, svo að hún næði að póstleggja hann fyrir siðustu bréf- hirðingu í Weybridge. Seinna þetta sama kvöld heimtaði Mundt að fá fiðlukassann, en þá sagði hún honum, hvað hún gerði. Mundt vildi endilega sækja kassann þetta sama kvöld, vegna þess að hann kærði sig ekki um að þurfa að fara aðra ferð til Weybridge. Þegar ég átti viðtal við frú Fennan næsta morgun kom ein spuming (varðandi símhringinguna kl. 8.30) mjög úr jafnvægi, og varð til þess að hún hringdi í Mundt. Þetta er skýringin á árásinni, sem gerð var á mig seinna þennan sama dag. Frú Fennan lét mér i té heimilis- fangið og símanúmerið, sem hún hringdi í, þegar hún þurfti að ná sambandi við Mundt, en þann mann þekkti hún undir nafninu Freitag. Síminn var skráður á nafn flug- manns hjá Lufteuropa, en hjá honum átti Mundt griðarstað og fékk raunar oft að gista. Flumaður- inn (liklega sendiboði austur- býsku leyniþjónustunnar) hefur ekki sést hér í þessu landi siðan 5. janúar. Þetta era i stuttu máli upp- lýsingamar, sem frú Fennan gaf mér, en þær leiddu svo sem ekki til neins. Njósnarinn var dauður og morðingjar hans horfnir. Nú var einungis eftir að kanna hinar skaðvænlegu afleiðingar þessara njósna. Það var leitað til utanrikis- ráðuneytisins og herra Felix Tav- erner var falið að kanna það í skýrslum utanrikisráðuneytisins, hvaða upplýsingar kynnu að hafa lekið út. Þetta fól í sér að gera lista yfir öll þau mál, sem Fennan hafði haft aðgang að siðan Frey réði hann til njósnastarfanna. Það merkilega var, að þetta leiddi í ljós að það var engin föst regla fyrir því, hvers konar mál hann fékk að láni úr skjalageymslum utanríkisráðu- neytisins. Fennan hafði ekki fengið nein leynileg mál, nema þau sem snertu starf hans beint. Á siðustu sex mánuðunum hafði hann ekki haft mjög greiðan aðgang að leyni- skjölunum, en samt hafði hann ekki tekið nein þeirra heim með sér. Þau mál, sem hann hafði með sér á þessu tímabili vora afskaplega lítilvæg. Þetta var- mjög einkennilegt með tilliti til þess að Fennan var njósnari. Hitt er á hinn bóginn hugsanlegt, að hann hafi verið farinn að guggna og að hann hafi einmitt boðið mér til hádegisverðar, vegna þess að hann vildi leggja fram játningu. Með þetta í huga þá er einnig hugsanlegt, að hann hafi sjálfur skrifað nafnlausa bréfið í því skyni að draga að sér athygli deildarinnar. Tvö önnur atriði ber að nefna á HÁTÚNI4 A REYKJAVÍK SÍMI26266 Fljót og örugg þjónusta Stærsta og fullkomnasta steypustöö landsins, 15 steypubílar og þrautreyndir starfsmenn eru trygging húsbyggjenda fyrir góöri þjónustu. Fljót afgreiösla og stuttur steyputími er raunhæfasti sparnaöur allra steypukaupenda. VALLÁ f STEYPUSTÖDIN ARTÚNSHÖFDA SlMI85833 34. TBL. VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.