Vikan


Vikan - 25.08.1977, Blaðsíða 40

Vikan - 25.08.1977, Blaðsíða 40
STJÖRMJSPA llnilurinn 2l.mjr\ 20. J iril Þú átt í vændum skemmtilega daga í góðum vinahópi. Þú ferð í ferðalag til staðar, sem þig hef- ur lengi langað til að koma á, en ekki orðið úr fyrr. Þó er hætt við að þú verðir fyrir vonbrigðum. kr. lihinii 22. júni 2.Vjú!í Þessi vika verður óvenju viðburarík og skemmtileg. Þú kynnist persónu, sem vekur hjá þér andúð í fyrstu, en mun síðar eiga eftir að reynast góður vinur þinn. \uiiin 2!.\L'pi. 2\»kl. Þú ert óvenju svart- sýnn þessa dagana, en í rauninni hefurðu enga ástæðu til þess. Láttu ekki skapið bitna á fjölskyld- unni, gerðu upp við þig, hvað það er sem veldur þessu hugar- angri. Viuiirt 21. ipriI 2l.m«ii F j árhagsörðugleik - ar steðja að þér um þessar mundir og þú ert heldur svartsýnn á tilveruna. Þetta mun þó aðeins vera tímabundið ástand, og með þrautseigju og elju ætti þér að takast þetta. Ttihurjrnir 22.mai 2l.júni Alvarlegt deilumál mun rísa upp milli þín og eins vinar þíns, og verðurðu að sætta þig við að bíða lægri hlut. Vertu ekki of staðfastur á skoðunum þínum, of mikil ákveðni gæti aðeins gert illt verra. I jmiiO 24. júli 24. .ai>ú«I I vændum eru mikl- ar breytingar til hins betra, hjá þeim, sem eru fæddir í ljóns- merkinu. Þér bjóð- ast óvænt tækifæri til að auka fjárhag þinn og skaltu ekki hugsa þig um tvisv- ar. Sporúilrckinn 24.okl. 2.4.nó%. Þér gefst kærkomið tækifæri til að jafna leiðindamál, sem kom upp milli þín og kunningja þinna ekki alls fyrir löngu. nú getur þú sýnt það svart á hvítu, hver hafði rétt fyrir sér. SicinCcilin 22.dcs. 20. jan. Ástamálin blómstra • hjá þeim, sem eru fæddir í fyrri hluta steingeitarmerkis- ins og allt virðist ætla að ganga þeim í haginn. — öllu steingeitarfólki er þó hætt við of mikilli eigingimi \alnshcrinn 2l.jan. I*>.fchi. Gamall maður kem- ur þér á óvart með einkennilegu uppá- tæki. Þú skalt láta sem það fái ekki á þig og reyna að vera ekki svona óskap- lega tilfinninga- næmur. Nú er kominn tími til að framkvæma hlut- ina. Láttu ekki áætl- anir þínar detta upp fyrir af einskærri leti. Hrintu málun- um í framkvæmd strax, að hika er sama og tapa. HogmaAurinn 24.nós. 2l.dcs. Á vinnustað kemur upp rigur milli þín og undirmanns þíns. Þú hefur öll tromp á hendi þér, svo þú skalt leita réttar þíns i þvi máli. Láttu ekki athugasemdir frá ó- vinveittum manni hafa áhrif á þig. liskarnir 20.íchr. 20.mars Heldur dauflegt er yfir umhverfi þínu þessa vikuna. Þú ert heldur eirðarlaus og finnst þér ofaukið á flestum stöðum. Hristu af þér þessa eymd, og líttu á björtu hliðar lífsins. 1. Kl. 7.55 kvöldið sem Fennan dó hafði hann hringt í miðstöð í Walliston og beðið um að láta vekja sig kl. 8.30 næsta morgun. 2. Fennan hafði lagað kakó handa sér stuttu áður en hann lést, en ekki drukkið það. 3. Svo virðist sem hann hefði skotið sig í forstofunni. Bréfið fannst hjá likinu. 4. Það var hálfgert ósamræmi í því, að hann skyldi vélrita síðasta bréf sitt, þar sem hann notaði sjaldan ritvél. Hitt var þó öllu furðulegra, að hann skyldi hafa haft fyrir því að fara ofan stigann til þess að skjóta sig. 5. Daginn sem hann lést póst- lagði hann bref til mín, en í þvi bað hann mig um að snæða með sér hádegisverð hjá Marlow næsta dag. 6. Seinna kom það einnig fram, að Fennan hafði beðið um eins dags frí miðvikudaginn 4. janúar. Það var ljóst, að hann hafði ekki minnst á þetta við konuna sína. 7. Rannsókn sýndi, að Fennan hafði vélritað sjálfsmorðsbréfið á sína eigin ritvél, en i því komu fram nokkur sérkenni, sem höfðu einnig fundist í nafnlausa bréfinu. Ná- kvæmari rannsókn sýndi hins vegar, að brefin tvö höfðu ekki verið vélrituð af sömu manneskjunni, þótt þau hafi verið skrifuð á sömu ritvélina. Frú Fennan hafði verið í leikhús- inu kvöldið, sem eiginmaður hennar lést. Hún var beðin um að gefa skýringu á símahringingunni kl. 8.30, en hún hafði ranglega sagst hafa beðið um að láta hringja í sig. Konan á miðstöð var viss um, að frá Fennan hafði ekki beðið um að láta vekja sig. Frú Fennan hélt því fram, að eiginmaður hennar hefði verið taugaóstyrkur og þunglyndur eftir viðtalið við hann og að það væri skýringin á sjálfsmorðinu. Eftir að hafa verið í heimsókn hjá frú Fennan eftirmiðdaginn þann 4. janúar, fór ég heim til mín í Kensington. Ég þóttist sjá manni bregða fyrir inni í húsinu og hringdi bjöllunni. Maður opnaði dymar, en seinna hefur komið í ljós, að hann var starfsmaður Austur- þýsku leyniþjónustunnar. Hann bauð mér inn fyrir, en ég hafnaði boðinu og snéri aftur að bílnum mínum. Á leiðinni lagði ég á minnið númerin á fáeinum bifreiðum, sem hafði verið lagt i götunni. Þetta sama kvöld heimsótti ég litla bílageymslu í Battersea til þess að spyrjast fyrir um einn af þessum bílum, en hann var skráður á nafn eiganda þessarar bilageymslu. 0- kunnur maður réðst á mig og ég var laminn til óbóta. Þremur vikum seinna fannst eigandinn sjálfur, Adam Scarr, drukknaður í Thames nálægt Battersea Bridge. Hann hafði verið undir áhrifum áfengis er hann drukknaði. Likið bar þess engin merki að ofbeldi hefði verið að beitt, en það var vitað að maðurinn hafði verið vínhneigður í meira lagi. Það kom fram að Scarr hafði undanfarin fjögur ár veitt ónafn- greindum útlendingi afnot af bíl og hafði þegið fyrir það állálitlegar upphæðir. Þetta fyrirkomulag var á haft til þess að leyna því, hver maðurinn var, og það jafnvel fyrir Scarr sjálfum. Hann þekkti við- skiptavin sinn eingöngu undir gælunafninu Blondie, og gat ekki haft samband við hann öðruvísi en í gegnum síma. Simanúmerið er mikilvægt, en það var hjá austur- þýsku Stáliðjunefndinni. Könnuð hafði verið fjarvistar- sönnum frú Fennan kvöldið, sem morðið hafði verið framið, og mikil- vægar upplýsingar kom fram í þvi sambandi. 1. Frú Fennan var vön að fara í Weybridgeleikhúsið tvisvar í mán- uði, fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. (Takið vel eftir, að viðskiptavinur Adam Scarr hafði einmitt sótt bílinn fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar.) 2. Hún hafði ávallt fiðlukassa meðferðis og skildi hann eftir í fata- geymslunni. 3. Þegar hún fór í leikhúsið sat hún ævinlega við hliðina á sama manninum, en útlitið á honum kom heim og saman við lýsinguna á manninum, sem réðst á mig og var viðskiptavinur Scarrs. Einn af starfsmönnum leikhússins hélt meira að segja, að hann væri eigin- maður frú Fennan. Hann hafði einnig fiðlukassa meðferðis og skildi hann líka eftir í fatageymslunni. 4. Kvöldið, sem morðið var framið, hafði frú Fennan yfirgefið leikhúsið snemma þ.e.a.s. eftir að það kom í ljós, að vinur hennar myndi ekki mæta. Fiðlukassanum gleymdi hún hins vegar. Seint þetta sama kvöld hringdi hún i leikhúsið og spurði, hvort sækja mætti fiðlukassann undireins. Hún hafði týnt geymslumiðanum. Vinur frú Fennan sótti fiðlukassann. Á þessu stigi málsins kom í ljós, að þessi náungi var starfsmaður Austur-þýsku Stáliðjunefndarinnar og hann hét Mundt. Aðalmaðurinn í nefndinni var herra Dieter Frey, samstarfsmaður okkar í striðinu. Hann bjó yfir mjög víðtækri reynslu. Eftir stríðið hafði hann ráðið sig í þjónustu ríkisins á sovéska yfirráðasvæði Þýskalands. Það er vert að geta þess, að Frey hafði starfað með mér í óvina- svæðum í striðinu, og það hafði þá sýnt sig, að hann var mjög liðtækur og hugmyndaríkur njósnari. Ég ákvað nú að eiga þriðja 40 VIKAN 34. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.