Vikan


Vikan - 25.08.1977, Blaðsíða 46

Vikan - 25.08.1977, Blaðsíða 46
Manderson var áhyggjufullur. Skömmu eftir að dóttir hans hafði fengið umráðarétt yfir auðæfum sínum, fór hún í ferðalag með nokkrum vinum sínum. Þegar hún snéri heim, var hún eins og skuggi af sjálfri sér. Og nú átti hún að bera vitni í morðmáli. T OHN MANDERSON hafði með athygli og áhyggjum fylgst með þroska dóttur sinnar, breytingu frá bami til fullþroskaðr- ar konu. Honum fannst ekki langt siðan hún var litil stúlka, sem lék sér i garðinum og átti kanínur í búri. Nú var hún ung kona og lifandi eftirmynd móður sinnar heitinnar, sem var yndisleg kona. Lát hennar hafði verið mikil áfall fyrir hann og litlu dótturina. Þau höfðu aðeins átt tíu ár saman. Manderson vissi, að hann myndi aldrei ná sér fyllilega, en Josephine litla hafði náð sér fljótlega, svo var barnseðlinu fyriraðþakka. Auðvitað hafði Manderson ekki getað látið vera að dekra við dóttur sína, hann var vel stæður og auðvelt fyrir hann að uppfylla allar hennar óskir. Móðirin hafði í erföaskrá sinni ánafnað Josephine þó nokkrum auðæfum. Nú rann loksins upp sá dagur, að Josephine yrði myndug og fengi full yfirráð yfir eignum sínum. Það var haldin mikil afmælisveisla, og Josephine hafði sjálf sent út boðskortin. Eitt borðið svignaði undan afmælisgjöfunum, og fleiri streymdu að. Manderson þekkti ekki marga af gestunum, kunningjahópur dóttur- innar var stór og mislitur. Hún var í ýmiskonar klúbbum og umgekkst óliklegasta fólk. Hún var ung og falleg stúlka, sem eignaðist alls staðar vini. Þegar allir gestirnir voru saman komnir, gat Manderson ekki annað en undrað sig á því, hve afskaplega ólíkir þeir voru. “Suma kannaðist hann við og leist ágætlega á, en meiri hluti gestanna voru hreint ekki að hans skapi. — Ég er líklega að verða gamall, sagði hann við Wallis, lögfræðing fjölskyldunnar og einn af meðeig- endum sínum. — Mig grunaði ekki, að Josephine þekkti svona marga. helmingur gestanna er mér ógeð- felldur. Littu bara á, hvernig þeii dansa. Þessi maður þarna, sá með skeggið, hann líkist mest glæpa- manni. Og þessi kvenlegi peyi með hörgula hárið er hálf dauður af áfengisdrykkju. Hvar i ósköpunum nær Josephine í svona fólk? — 0, h vað, unga fólkið verður að fá að skemmta sér, sagði Wallis. — H uggaðu þig með því, að þú berð ekki ábyrgð á henni lengur, nú þegar hún er orðin 21 árs. En Manderson leit ekki þessum augum á málið. Æðsta ósk hans var, að Josephine gifti sig ungum, huggulegum manni, eignaðist börn, sem yrðu eins falleg og hún sjálf, og æli þau upp í guðsótta og góðum siðum. En hann var ekki alveg blindur fyrir því, að dóttur hans virtist falla betur við unga menn, sem voru spennandi og djarfir. Eins og t.d. Richard Covell. Hann var myndarlegur maður, en hann dans- aði þannig við dömurnar, að Manderson fannst það blátt áfram ósiðlegt. — Svona plebbar, hvíslaði hann milli samanbitinna tannanna. George Hewson, æskuvinur Jose- phine, var allt önnur manngerð, og hann tilbað hana á sinn hljóðláta hátt. Hann var rétti maðurinn handa Josephine. Bara að hún hefði vit á að opna augun og líta betur á hann, hugsaði Manderson. En það var greinilegt, að hún hafði annað í kollinum. George var góður strákur, æskuvinur hennar, og síðan ekki söguna meir. Það var Covell og hans 46 VIKAN 34. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.