Vikan


Vikan - 27.04.1978, Blaðsíða 4

Vikan - 27.04.1978, Blaðsíða 4
Þeir, sem hafa áhuga á fornmunum, láta ekki hjá líða að bregða sér á uppboð hjá Christie's (á myndinni) eða Sotheby's. Fornmunaverslanir er einnig að finna t.d. á Kings Road. Þeim, sem vilja borga meira fyrir fínni fatnað, má e.t.v. benda á Yves St. Laurent Rive Gauche, 113og73 New Bond Street, Zandra Rhodes, 14A Grafton Street Chic of Hamp- stead, 100 Heath Street, og Luci- enne Phillips, 89 Knightsbridge, sem selur módelfatnað hannaðan af Jean Muir, Bill Gibb o.fl. Skóbúðir eru á hverju horni, og það sést fljótlega á útstillingunum, hvers er að vænta innan dyra í stíl og verði. HMV, 363 Oxford Street, er stærsta hljómplötuverslun í Evrópu með plötuúrval á þremur hæðum og segulbandsspólur og kassettur á einni hæð. Þarna er hægt að fá næst- um hvað sem er í músíkinni, en mörgum kann að finnast verslunin lítt aðlaðandi. Þó hefur verið reynt að lifga upp á popp- og rokkdeildina, og vonandi verður hresst upp á fleiri deildir. Foyles, 119 Charing Cross Road, er slík bókabúð, að þar fæst flest, sem á prent hefur komist, svo það ætti ekki að þurfa að leita annað, ef menn eru í bókahugleiðingum. Ég nefndi áðan leikfangaverslun- ina James Galt, en sé verið að hugsa um frekari leikfangakaup, er Ham- leys, 200 Regent Street rétti staður- inn. Þar má með sanni segja, að fáist leikföng af öllum gerðum. Þau eru á sex hæðum, svo það er eins gott að ætla sér rúman tíma. Sumir hafa gaman af að líta á matvöru, sem óneitanlega fæst í meira úrvali í heimsborginni en hér heima á Fróni, og það er freistand’ að koma heim með eitthvað af spennandi krukkum og dósum. Þeirra er rétt að leita t.d. í Harrods, Knightsbridge, og Fortnum and Mason, 181 Piccadilly, þar sem kjól- klæddur maður er viðskiptavinum til leiðsagnar. Báðar þessar verslan- ir selja nokkuð dýrar vörur, svo að ef menn vilja spara, borgar sig kannski betur að líta inn í Selfridges, Oxford Street, sem selur þó nokkurt úrval af matvöru. Margt fleira mætti að sjálfsögðu nefna fólki til leiðbeiningar um verslun í London. En einhvers staðar verður að setja punkt. Til þess að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning, skal það skýrt tekið fram, að ég hef engan áhuga á að stuðla að innkaupaæði íslendinga í London. Þar er svo margt annað skemmtilegra hægt að gera. En ef þetta greinarkorn getur auðveldað einhverjum að átta sig og stytta honum þann tíma, sem hann þarf að eyða í búðaráp í London, þá er til- ganginum náð. K.H. Frá KPS, stærstu heimilistækjaverksmiðju Noregs bjóðum við stórglæsuegt úrval eldavéla, gufugleypa, kæliskápa og uppþvottavéla á mjög hagstæðu verði. Góðir greiðsluskilmálar. Tískulitir: Karrygulur, Avocado grænn, Inka rauður, hvítur og það allra nviasta: svartur! EINAR FARESTVEIT Bergstaðastræti 10 A. Sími16995. Sendiö úrklippuna til okkar og við póstieggjum bækling strax. & CO. HF. Nafn________ Heimilisfang — ...en okkur vantar hús strax í nótt! 'áiscfm Zzzzzzzz. .grrrrrrrrrr. .Zzzzzz. — Þú hefur smakkað á kökun- um hennar mömmu, reykt vindlana hans pabba og horft á sjónvarpið okkar — Hvað viltu fleira? 4 VIKAN 17. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.