Vikan


Vikan - 27.04.1978, Qupperneq 4

Vikan - 27.04.1978, Qupperneq 4
Þeir, sem hafa áhuga á fornmunum, láta ekki hjá líða að bregða sér á uppboð hjá Christie's (á myndinni) eða Sotheby's. Fornmunaverslanir er einnig að finna t.d. á Kings Road. Þeim, sem vilja borga meira fyrir fínni fatnað, má e.t.v. benda á Yves St. Laurent Rive Gauche, 113og73 New Bond Street, Zandra Rhodes, 14A Grafton Street Chic of Hamp- stead, 100 Heath Street, og Luci- enne Phillips, 89 Knightsbridge, sem selur módelfatnað hannaðan af Jean Muir, Bill Gibb o.fl. Skóbúðir eru á hverju horni, og það sést fljótlega á útstillingunum, hvers er að vænta innan dyra í stíl og verði. HMV, 363 Oxford Street, er stærsta hljómplötuverslun í Evrópu með plötuúrval á þremur hæðum og segulbandsspólur og kassettur á einni hæð. Þarna er hægt að fá næst- um hvað sem er í músíkinni, en mörgum kann að finnast verslunin lítt aðlaðandi. Þó hefur verið reynt að lifga upp á popp- og rokkdeildina, og vonandi verður hresst upp á fleiri deildir. Foyles, 119 Charing Cross Road, er slík bókabúð, að þar fæst flest, sem á prent hefur komist, svo það ætti ekki að þurfa að leita annað, ef menn eru í bókahugleiðingum. Ég nefndi áðan leikfangaverslun- ina James Galt, en sé verið að hugsa um frekari leikfangakaup, er Ham- leys, 200 Regent Street rétti staður- inn. Þar má með sanni segja, að fáist leikföng af öllum gerðum. Þau eru á sex hæðum, svo það er eins gott að ætla sér rúman tíma. Sumir hafa gaman af að líta á matvöru, sem óneitanlega fæst í meira úrvali í heimsborginni en hér heima á Fróni, og það er freistand’ að koma heim með eitthvað af spennandi krukkum og dósum. Þeirra er rétt að leita t.d. í Harrods, Knightsbridge, og Fortnum and Mason, 181 Piccadilly, þar sem kjól- klæddur maður er viðskiptavinum til leiðsagnar. Báðar þessar verslan- ir selja nokkuð dýrar vörur, svo að ef menn vilja spara, borgar sig kannski betur að líta inn í Selfridges, Oxford Street, sem selur þó nokkurt úrval af matvöru. Margt fleira mætti að sjálfsögðu nefna fólki til leiðbeiningar um verslun í London. En einhvers staðar verður að setja punkt. Til þess að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning, skal það skýrt tekið fram, að ég hef engan áhuga á að stuðla að innkaupaæði íslendinga í London. Þar er svo margt annað skemmtilegra hægt að gera. En ef þetta greinarkorn getur auðveldað einhverjum að átta sig og stytta honum þann tíma, sem hann þarf að eyða í búðaráp í London, þá er til- ganginum náð. K.H. Frá KPS, stærstu heimilistækjaverksmiðju Noregs bjóðum við stórglæsuegt úrval eldavéla, gufugleypa, kæliskápa og uppþvottavéla á mjög hagstæðu verði. Góðir greiðsluskilmálar. Tískulitir: Karrygulur, Avocado grænn, Inka rauður, hvítur og það allra nviasta: svartur! EINAR FARESTVEIT Bergstaðastræti 10 A. Sími16995. Sendiö úrklippuna til okkar og við póstieggjum bækling strax. & CO. HF. Nafn________ Heimilisfang — ...en okkur vantar hús strax í nótt! 'áiscfm Zzzzzzzz. .grrrrrrrrrr. .Zzzzzz. — Þú hefur smakkað á kökun- um hennar mömmu, reykt vindlana hans pabba og horft á sjónvarpið okkar — Hvað viltu fleira? 4 VIKAN 17. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.