Vikan


Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 31

Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 31
Hið hefðbundna Samlíf getur verið erfitt. Það sjáum við með því að líta á tölur hjónaband. um skilnaði. En ef það væri mögulegt, þá vildum við svo gjarna ----------------------finna einhverja leið, sem veitti öryggi, án þess að vera niður- drepandi, hlýju, án þess að vera yfirþyrmandi, frelsi, án þess að vera ábyrgðarlaus. Það er alltaf verið að reyna ný sambýlisform, sem bæði hafa sína kosti og galla. Við höfum til athugunar sett þau upp í skipulegt form, ef verið gæti, að einhverjir vildu velta þessu fyrir sér. Hér er enginn dómur felldur, aðeins reynt að benda á nokkur atriði til glöggvunar. 1. Öryggi. (maður veit, hvar „maður stendur”). 2. Samkennd. 3. Gagnkvæm framfærsluskylda, (hræðslan við atvinnuleysi verður minni). 4. Betri afkoma (ef annar aðilinn er þá ekki alger eyðslukló). 5. Sanngjörn skipti á eignum við skilnað og sami réttur yfir börnum. 1. Þvingun, (það er ekki hægt að gera margt, án leyfis frá hinum aðilanum). 2. Gagnkvæm eignartilfinning, (hann/hún má helst ekki gera neitt skemmtilegt, án þess að hinn sé líka með). 3. Eftirtektin fyrir hvort öðru dofnar (hann/hún er alltaf til staðar, svo af hverju ætti maður að vera að leggja of mikiðásig?). 4. Erfiðleikar við skilnað. (Hver á að fá hvað og hvers vegna?). Óvígð sambúð. 1. Persónufrelsi, (það er að minnsta kosti hægt að ímynda sér, að maður ráði yfir sér sjálfum). 2. Meiri tillitsemi. (þrátt fyrir allt, þá hefur maður ekki þetta tak á hinum aðilanum. sem hjónabandið getur gefið ). 3. Tilfinningin, að það sé af fúsum og frjálsum vilja, sem aðilarnir vilja vera saman, (ekki af efnahags- legum ástæðum eða hræðslu við skilnað). 4. Viðkomandi er efnahagslega sjálf- stæður. 1. Efnahagslegt óöryggi, ef annar aðilinn á ibúðina og hinn borgar matinn (annar leggur til innistæðu, hinnerneytandi). 2. Litil húsnæðistrygging fyrir annan aðilann, við dauða eða „skilnað.” 3. Faðirinn hefur takmarkaðan rétt yfir börnunum, ef til „skiln- aðar”kemur. 4. Arfleiðslan er ekki sjálfkrafa, nema um börn sé að ræða. Helgarsambönd 1. Samveran fær aukið gildi og unað, af þvi að hún er timabundin. 2. 4-5 daga í viku geta viðkomandi aðilar verið fríir og frjálsir, án þess að fá þessa hættulegu einmana- leikatilfinningu. 3. Ástvinurinn heldur áfram að vera spennandi og aðlaðandi. 1. Afbrýðisemi, (hvað er hann/hún að gera núna?) 2. Óöryggi. (hvað kemur þetta sambandtil með að standa lengi yfir?) 3. Hefur meiri fjárútlát i för með sér(2 ibúðir og stöðugar ferðir á milli.). 4. Það er ekki hægt að eignast börn. (Ef það gerist, þá hverfur jafnréttis- grundvöllurinn við það, að barnið elst upp hjá öðru foreldrinu. Ef barnið býr til skiptist hjá foreldrum, þá verður sambandið milli þeirra að vera mjög gott, ef barnið á ekki að verða rótlaust og vansælt.) 5. Hætt við, að vandamál verði látin danka óleyst (viðkomandi vilja ekki eyðileggja hinn stutta sam- verutíma með fjasi um vandamál). Sambýli í kommúnu 1. Þar eru fleiri fullorðnir, (ábyrgðar- tilfinningin dreifist, og minni líkur eru á því, að ákvarðanir séu teknar af einum aðila). 2. Meiri möguleikar eru fyrir hvern og einn að halda áfram að þroskast, (og geta þar með varðveitt að- dráttarafl sitt fyrir hinn aðilann). 3. Þar er léttara að skipta með sér húsverkum. 4. Fleiri um aðgæta barna, sem gerir það léttara fyrir foreldrana að komast að heiman og skemmtasér saman. 5. Ekki eins bindandi fyrir hvern og einn. 1. Það er sjaldan hægt að vera út af fyrir sig, eða einn með vini sinum/ vinkonusinni. 2. Veikari aðilanum getur fundist hann niðurbældur og lítils virði. 3. Afbrýðisemi — einnig yfir tilfinn- ingasambandi hins aðilans við aðra meðlimi kommúnunnar. Hvort með sér íbúð í stóru húsi eða búa í tveimur íbúðum hlið við hlið. 1. Viðkomandi eru saman, en búa samt sem áður aðskilið. 2. Það kemur ekki niður á sam- búðinni, þótt annar sé minni reglu manneskja en hinn. 3. Báðir aðilar geta innréttað sitt hús- næði eftir eigin smekk og þörfum. 4. Báðir aðilar geta fengið í heimsókn þá gesti, sem þeim sýnist. 5. Eignartilfinningin yfir hvort öðru verður minni. 6. Viðkomandi búa það nálægt hvort öðru, að ekki verður um meiri afbrýðisemi að ræða en gengur og gerist í venjulegu hjónabandi. 7. Hægt er að skipta með sér hús- verkum og barnauppeldi. 1. Kemur ver út efnahagslega (að þurfa að borga tvær íbúðir eða stærra hús en venjulegt er). 2. Veikari aðilinn getur fundið til óöryggis vegna slíks fyrirkomulags. 3. Annar aðilinn getur orðið ábyrgari gagnvart börnunum en hinn. 4. Afbrýðisemi, ef bömin taka annan aðilann fram yfir hinn. 5. Hætt er við þvi, að annar aðilinn noti sér hinn t.d. I sambandi við uppþvott, matartilbúning og hrein- gerningu á sameiginlegum iveru- stöðum. 29. TBL. VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.