Vikan


Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 40

Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 40
þínum og hlauptu svo út í garð og tíndu baunir í matinn” „Ég var að hugsa um að fara til Port Ellen með hádegisferjunni og taka á móti Fionu og Emmu, þegar þær koma með rútunni,” sagði Isabel. „Þá verðum við heldur betur að vera snarar í snúningum, ef þú átt að ná bátnum,” sagði frú Cameron. Angus þaut fram og aftur, og skyrtan hans var komin upp úr buxunum. Isabel hitaði kaffið og hljóp út, til að setja dýnuna úr vöggunni út í sólina. Rétt þegar allt stóð sem hæst opnuð- ust dyrnar, og Torquil kom inn. Hann stóð sem bergnuminn og starði undrandi í kringum sig. Frú Cameron og Angus sungu hástöfum. Isabel var úfin, en siðustu kökurnar voru komnar úr ofninum, og undirbúningnum fyrir hádegismatinn miðaði vel áfram. i BIFREIÐAEIGENDUR Verzlun vor býður úrval af bílaútvörpum og stereo segulböndum Einnig fylgihluti, festingar, loftnet og hátalara. Verkstæðið sér um ísetningar á tækjum, svo og alla þjónustu. áTÍDMI? Einholti 2 Reykjavik Sími 23220 40 VIKAN 29. TBL. Það sfansa flestir i Staöarskála. /mAkfm Hrútafirði — Simi 95-1150 Sumarsem vetur! Heppilegur áningastaður Verið velkomin „Hvað í ðsköpunum gengur hér á?” spurði Torquil og var brugðið. Frú Cameron leit á hann með algjöru skeytingarleysi. „Hmm? Æ, það er bara það, að systir Isabel er að koma með ungann sinn í kvöld og ætlar að vera hjá henni um tíma, og hún kom hingað til að fá hitt og þetta lánað og var svo elskuleg að hjálpa mér við baksturinn. Síðar hlóð Torquil vöggunni, rúmfötunum, barnadisknum og könn- unni, skeiðinni, hálfum laxi úr frystikist- unni, grænmetisfötu úr garðinum, Angusi og Isabel í bílinn sinn og ók þessu öllu til kofa Isabel. „Ég skal sækja þig og hinar dömurnar niður að ferju í kvöld, ef þú vilt,” sagði hann. „Ég veit, að James MacKenzie hefur nóg að gera með hótelgestina sína.” „Ef þú ert alveg viss um, að það sé þérekki til trafala ... ” „Alveg viss. Það er það hreint ekki,” svaraði Torquil og brosti ljúfmannlegu og alvarlegu brosi sínu. Þegar Isabel gekk nokkru síðar hröðum skrefum í átt til hafnarinnar. nam póstbíllinn staðar við hlið hennar. Dyrnar opnuðust, og pósturinn sagði: „Á leiðinni niður að ferju? Hoppaðu uppi. Ég skal aka þér þangað, ef þú vilt.” Isabel bar kennsl á Fergie, sem hún hafði hitt á dansleiknum. Hún settist inn i bílinn við hlið hans. „Er þetta leyfilegt?” spurði hún. „Nú jæja, það ætti að vera i lagi, á meðan þú lofar að stinga ekki af með póstpokana eða stinga notuðu tyggi- gúmmí i hanskahólfið. Ég leyfði amerískri stúlku að sitja í i fyrra, og hún skildi eftir tyggjóið sitt. Ég límdi frímerki á hana og sendi hana til Bir- mingham. í bögglapósti,” bætti hann við. „Hún er sjálfsagt enn á einhverri skrifstofu fyrir óskilapóst.” Isabel hló við, og snéri sér til að horfa á hann. Hún kunni vel við kringluleitt og góðlegt andlit hans og úfinn hár- brúskinn, sem virtist þá og þegar ætla að ýta húfunni alveg af höfði hans. Hann leit á hana og glotti. „Já, ég veit að ég er fallegur!” sagði hann. „Ég hef sömu áhrif á allar konur. Skiptir ekki máli,”bætti hann huggandi við. „Það kostar ekkert að horfa. Gleddu bara augu þín” Isabel var skemmt yfir þessarri ósvífni. í því fóru þau framhjá litlu niður- níddu koti, sem stóð nokkurn spöl frá veginum. „Þarna er hið sívinsæla draugahús okkar,” tilkynnti Fergie. „Hefurðu áhuga á dulspeki eða svoleiðis? Við getum sest þarna inn og beðið eftir draugum, ef þú hefur það,” Hann sperrti lokkandi brýrnar til hennar. „Æ, ég veit varla,” sagði Isabel hlæjandi. „Það er sjálfsagt dragsúgur þarna. En kastalinn — ég þori að veðja, að þar er reimt.” Glaðlegt bros Fergie hvarf skyndilga. Framhald I næsta blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.