Vikan


Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 35

Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 35
Judd svimaði. Þetta var hans siðasta taekifæri. Allt hans eðli hrópaði á hann að gripa hendur DeMarco og draga þær frá hálsi sínum svo hann gæti andað. Þess í stað beitti hann öllum sínum vilja- krafti, rétti hendurnar aftur fyrir sig og fálmaði eftir pípulokanum. Hann fann, að hann var að missa meðvitund. og í því náði hann í lokann. Með síðustu kröftum örvæntaingarinnar snéri hann handfanginu, og hnykkti sér til, þannig að DeMarco var næstur opinu. Ofboðs- legur loftstraumur sogaði þá í átt til sin og reyndi að draga þá inn í hringiðu rörsins. Judd hékk á lokanum af öllum lifs og sáiar kröftum og barðist gegn org- tndi hvirfilstraumi loftsins. Hann fann fingur DeMarcos grafast i háls sinn, þegar hann dróst í átt að pípunni. DeMarco hefði getað bjargað lifi sínu, en i blindri ofsareiði neitaði hann að sleppa. Judd sá ekki andlit DeMarcos, en rödd hans var rödd sturlaðs dýrs, og eng- in orðaskil heyrðust fyrir orginu í vind- inum. Fingur Judds voru að missa takið á snerlinum. Hann myndi sogast inn í píp- una með DeMarco. Hann sendi frá sér stutta bæn, og fann í því hvernig DeMarco missti takið á hálsi hans. Sker- andi vein gall við, og siðan heyrðist ekk- ert nema niðurinn í sogpípunni. De- Marco var horfinn. Judd stóð kyrr, lamaður af þreytu, og beið eftir skotinu frá Vaccaro. Það kvað við andartaki siðar. Hann stóð þarna ringlaður, og furðaði sig á því, að Vaccaro hefði ekki hitt. Hann heyrði fleiri skot í gegnum sljóa kvalaþokuna, og hlaupandi fótatak og síðan nafn sitt hrópað. Og svo tók ein- hver utan um hann og rödd McGreavys sagði, „Heilög Guðsmóðir! Sjáið andlit- iðá honum!" Sterkar hendur greipu um handlegg hans og drógu hann frá hræðilegu orgi loftsins, sem togaði hann í átt til sin. Eitthvað vott rann niður andlit hans, og hann vissi ekki hvort það var blóð eða regn eða tár, og honum stóð á sama. Því var lokið. Hann neyddi sig til að opna annað bólgið augað, og i gegnum mjóa blóð- rauða rifu grillti hann í McGreavy. „Anne er í húsinu,” sagði Judd. „Kona DeMarco. Við verðum að fara þangað.” McGreavy horfði einkennilega á hann, og hreyfði sig ekki, og Judd skildi, að hann hafði ekki komið upp orði. Hann lyfti höfði sínu að eyra McGreavy og hvíslaði hægt og sundurlaust. „Anne DeMarco . . . Hún er . .. heima . .. hjálp.” McGreavy gekk að lögreglubilnum, tók upp talstöðina og gaf skipanir. Judd stóð óstyrkur á fótunum, og réri ennþá fram og aftur eftirhögg DeMarcos. Kaldur, nístandi vindurinn fór um lík- ama hans. Hann sá líkama liggja á jörð- inni fyrir framan sig, og vissi, að það var Rocky Vaccaro. Við höfum sigrað, hugsaði hann. Við höfum sigrað. Hann endurtók orðin hvað eftir annað í huganum. Og hann vissi, að þau voru einskis virði, jafnvel á meðan hann endurtók þau. Hvers konar sigur var þetta? Hann hafði hugsað um sjálfan sig eins og heiðvirða, siðmennt- aða mannlega veru — lækni, læknanda — og hann hafði breyst í villidýr, fullt drápslosta. Hann hafði sent sjúkan mann yfir í geðveiki og síðan myrt hann. Þetta var hræðileg byrði, sem hann yrði að búa við framvegis. Því jafnvel þótt hann gæti sagt við sjálfan sig, að þetta hefði verið sjálfsvöm, þá vissi hann — Guð hjálpi honum — að hann hafði not- ið þess að gera það. Og það gat hann aldrei fyrirgefið sjálfum sér. Hann var engu betri en DeMarco eða Vaccaro- bræðurnir eða neinn allra hinna. Sið- menning er þunnt, hættulega viðkvæmt lag. Þegar sú himna brestur, þá er mað- urinn aftur orðinn eitt með dýrunum og hrapar á ný niður í frumslím hyldýpis- ins, sem hann er svo hreykinn af að hafa skriðið upp úr. Judd var of þreyttur til að brjóta heil- ann um þetta lengur. Nú vildi hann að- eins fullvissa sig um það, að allt væri í lagi meðAnne. McGreavy stóð hjá honum, óvenju blíðleguri framkomu. „Það er lögreglubill á leiðinni til henn- ar, dr. Stevens. Ókei?” Judd kinkaði kolli þakklátur. McGreavy tók undir handlegg hans, og leiddi hann að bílnum. Hann hreyfði sig hægt og með erfiðismunum yfir hlað- ið. Hann tók eftir því, að það var hætt að rigna. Út við sjóndeildarhringinn hafði napur desembervindurinn sópað burt þungum þrumuskýjunum, og him- inninn var óðum að verða heiðari. í vestri birtist mjó Ijósrönd, þegar sólin ruddi sér braut. æ skærari og skærari. Jólin yrðu dásamleg. ENDIR. 29. TBL. VIKAN35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.