Vikan


Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 24

Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 24
íslenskuferðafólki iKaupmannahöfn leiðbeint ímat: lO.grt Froskalœri, Gazpacho oí Stórkostlegt ævintýri er að fá sér Miðjarðarhafsrétti á veit- ingastofunni Papas í Kaup- mannahöfn. Froskalœrin, kol- krabbarnir og köld súpan flytja með sér andrúmsloft frá Ítalíu, Frakklandi og Spáni. Þar á ofan gerir högun veitingahússins í hverjum kjallaranum inn af öðrum sitt til að ná upp léttri og skemmtilegri stemmningu. Dyrnar snúa út að Kolatorg- inu nyrst í gamla latínuhverfmu. Við gengum niður tröppur og komum í þétt setinn kjallara. Þaðan var okkur vísað um göng og upp og niður tröppur innst inn ífmmta kjallarann, þar sem voru einu tveir auðu stólarnir í öllu veitingahúsinu. ALLT FULLT AF ÚTSKOTUM OGRANGÖLUM Papas er einmitt í kjöllurum fmm húsa frá átjándu öld. Dyr hafa verið höggnar á veggina milli húsanna, og tröppurnar stafa af því, að kjallararnir eru ekki allir í sömu hæð. Þarna var allt fullt af útskotum og rang- ölum. Kertaljós á veggjum og borðum mögnuðu andrúms- loftið. Aðaleigandi Papas er danski arkitektinn Anders Dyrup, og er þetta annað veitingahúsið hans. Hið fyrra er Ristorante Italiano í Fiolstræde 2, sem hann opnaði árið 1971. Sú matstofa er hreinnar íalskrar ættar. Papas er hins vegar almennrar Rivieru- ættar. Innréttingarnar á Papas minna á Marseilles á frönsku Rivierunni og Genova á hinni ítölsku. Maturinn minnir einnig á þessar borgir, en hefur líka þætti frá hinum spánska hluta Rivierunnar. Upphafega átti veitingahúsið líka að heita Café Mediterrano. EINSMETRA LANGIR MATSEÐLAR Gaman var að bera saman Papas og St. Gertruds Kloster, sem áður hefur verið lýst í þessum greinafokki. Bæði veit- ingahúsin hafa frábæran mat á boðstólum. Bæði eru þau í kjöll- urum frá gömlum tíma, þar sem sérstök áhersla hefur verið lögð á að búa til matarstemningu. Klaustrið erfágaður staður og dýr, sem Danir mundu kalla „smart." Papas er hins vegar hrár og ódýr, væntanlega „ægte” á máli Dana. Viðskipta- vinirnir voru líka ólíkir. í klaustri Geirþrúðar var mest af vel klæddu fólki á miðjum aldri. A Papas var hins vegar mest af ungu fólki, lítt formlega klœddu. Við fengum matseðlana um það bil eins metra langa og rýndum í þá í hálfrökkrinu. Valið var erftt, því að þar var margt að sjá óvenjulegt, sem okkur langaði til að prófa. FROSKALÆRIERU FRÁBÆR M ANNA- MATUR Annar forrétturinn, sem við völdum, var Gazpacho An- daluz. Þetta er fræg, spönsk súpa, sem jafnan er borin fram ísköld. Hún er byggð á söxuðum tómötum, olífuolíu og hvítlauk. Venjulega er líka í henni gúrka, svartar olífur, hrár laukur, rauður pipar, ýmislegt annað kryddogegg. IGISSOR GULLRA55 Dlf B/LL KA/ANAGU l FRANK FLETCUER Ég vaknaði um miðnætti og sofnaði ekki 1 en um þrjú. Og ekki heyrði ég hana gelta þá. Jæja, Hún hefur þá ekki byrjað fyr þjófarnir voru farnir. 24VIKAN 29. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.