Vikan


Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 5

Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 5
hendur Aröbum. Árið 1229 sigraði Jakob I. Márana og sameinaði eyjarnar ríki Aragóníukonungs. Við dauða hans urðu eyjarnar sjálfstætt ríki með eigin konunga og ríkti þá mikil gullöld á Mallorca. Pétur IV. af Aragon náði aftur völdum á eyjunum á 14. öld og við giftingu Ferdinands II. af Aragon og Isabellu af Kastilliu urðu eyjarnar endanlega hluti spánska ríkisins, en sérstök stjórn þeirra situr í Palma. Höfuðborgin Palma. Palma er höfuðborg baler- isku eyjanna. Hún er stað- sett við botn Palmaflóans, sem opnast mót suðvestri og liggur því í skjóli fyrir norðanvindum af hinum langa fjallgarði, sem teygir sig eftir allri strandlengj- unni frá suðvestri til norð- austurs. Þar sem ýmsar þjóðir hafa ráðið borginni má sjá margar minjar um dvöl þeirra þar. Til dæmis eru stefnur í byggingarlist mjög mismunandi. Mið- borgin er elsti hluti borgar- innar og var hún fyrr á öldum víggirt með borgar- múr, þar sem nú er aðal- gatan, en áður var árfar- vegur (Borne). Aðalverslun- arhverfin eru þar til beggja handa og má nefna götur eins og Jaime III, Jaime II, Jose Antonio, Plaza Rosario, Pla a Cort, Via Sindicato og Gull- göturnar svonefndu, Galle Colon og La Plateria. Ráð- húsið á Plaza Cort er í barrokkstíl frá 17. og 18. öld og í Calla de Serra eru arabísk böð, eitt af því fáa, sem til er frá tímum Araba. Nautaat fer fram í nauta- hringum í Palma á hverjum sunnudegi og hefst það oft- ast um kl. 5 e.h. og flóa- markaður (Mecado Baratillo) er á hverjum laugardegi í Palma, á götu er nefnist Avda Via Portu- gal. Margir athyglisverðir staðir eru á Mallorca og má sérstaklega geta Porto Cristo, þar sem hinir frægu Drekahellar eru og klaustr- ið í Valldemosa, þar sem tónskáldið Frederic Chopin og skáldkonan George Sand dvöldu veturinn 1838-39. Getraunin: Til þess að taka þátt í get- rauninni, er nauðsynlegt að verða sér úti um landakort af Evrópu, sem flestir hljóta að eiga einhvers staðar í fór- um sínum. Við ímyndum okkur, að við ferðumst eftir beinum línum til sólar- stranda, en höfum viðkomu á tveimur stöðum á leiðinni. Um er að ræða þrjár leiðir, mislangar, og spurningin er: Hver þessara þriggja leiða er styst? (Ágætt er að nota reglustiku til þess að mæla þetta út). 4. hluti getraunarinnar: Hver er stysta leiðin til Mallorca? A. Reykjavík — Dublin — Berlín — Mallorca. B. Reykjavík — Sofía — Aþena — Mallorca. C. Reykjavík — Osló — Túnis — Mallorca. --------------------X SUMARGETRAUN 4. HLUTI Stysta leiðin til Mallorca er: □A □B DC Nafn: Heimili:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.