Vikan


Vikan - 20.07.1978, Side 5

Vikan - 20.07.1978, Side 5
hendur Aröbum. Árið 1229 sigraði Jakob I. Márana og sameinaði eyjarnar ríki Aragóníukonungs. Við dauða hans urðu eyjarnar sjálfstætt ríki með eigin konunga og ríkti þá mikil gullöld á Mallorca. Pétur IV. af Aragon náði aftur völdum á eyjunum á 14. öld og við giftingu Ferdinands II. af Aragon og Isabellu af Kastilliu urðu eyjarnar endanlega hluti spánska ríkisins, en sérstök stjórn þeirra situr í Palma. Höfuðborgin Palma. Palma er höfuðborg baler- isku eyjanna. Hún er stað- sett við botn Palmaflóans, sem opnast mót suðvestri og liggur því í skjóli fyrir norðanvindum af hinum langa fjallgarði, sem teygir sig eftir allri strandlengj- unni frá suðvestri til norð- austurs. Þar sem ýmsar þjóðir hafa ráðið borginni má sjá margar minjar um dvöl þeirra þar. Til dæmis eru stefnur í byggingarlist mjög mismunandi. Mið- borgin er elsti hluti borgar- innar og var hún fyrr á öldum víggirt með borgar- múr, þar sem nú er aðal- gatan, en áður var árfar- vegur (Borne). Aðalverslun- arhverfin eru þar til beggja handa og má nefna götur eins og Jaime III, Jaime II, Jose Antonio, Plaza Rosario, Pla a Cort, Via Sindicato og Gull- göturnar svonefndu, Galle Colon og La Plateria. Ráð- húsið á Plaza Cort er í barrokkstíl frá 17. og 18. öld og í Calla de Serra eru arabísk böð, eitt af því fáa, sem til er frá tímum Araba. Nautaat fer fram í nauta- hringum í Palma á hverjum sunnudegi og hefst það oft- ast um kl. 5 e.h. og flóa- markaður (Mecado Baratillo) er á hverjum laugardegi í Palma, á götu er nefnist Avda Via Portu- gal. Margir athyglisverðir staðir eru á Mallorca og má sérstaklega geta Porto Cristo, þar sem hinir frægu Drekahellar eru og klaustr- ið í Valldemosa, þar sem tónskáldið Frederic Chopin og skáldkonan George Sand dvöldu veturinn 1838-39. Getraunin: Til þess að taka þátt í get- rauninni, er nauðsynlegt að verða sér úti um landakort af Evrópu, sem flestir hljóta að eiga einhvers staðar í fór- um sínum. Við ímyndum okkur, að við ferðumst eftir beinum línum til sólar- stranda, en höfum viðkomu á tveimur stöðum á leiðinni. Um er að ræða þrjár leiðir, mislangar, og spurningin er: Hver þessara þriggja leiða er styst? (Ágætt er að nota reglustiku til þess að mæla þetta út). 4. hluti getraunarinnar: Hver er stysta leiðin til Mallorca? A. Reykjavík — Dublin — Berlín — Mallorca. B. Reykjavík — Sofía — Aþena — Mallorca. C. Reykjavík — Osló — Túnis — Mallorca. --------------------X SUMARGETRAUN 4. HLUTI Stysta leiðin til Mallorca er: □A □B DC Nafn: Heimili:

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.