Vikan


Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 46

Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 46
Hún fann, að hún hataði stúlkuna. — Settu stakkinn i þvottavélina, sagði hún. Stúlkan hlýddi, horfði útundan sér á Marie. — Þér hefur farið fram að ganga, sagði hún. „Farið fram að ganga”. Já, já, mikil ósköp. Það var gagn í æfingunum. En til hvers var það, þegar... Hún vissi, að enginn myndi elska hana framar, enginn myndi þrá líkama hennar og atlot. Líf hennar var búið. Enginn elskaði bæklaða konu. — Aiaiaiaiai. Nú öskruðu þeir, langt, langt i burtu. Krákurnar tóku sig á loft, og ein settist í opinn eldhúsgluggann. Óhug- urinn gagntók hana. Voðaskot Siminn hringdi, hún vissi, aðeitthvað hafði gerst, hún hélt niðri í sér and- anum. Hljómlaus rödd sagði eitthvað um voðaskot, bað hana að koma niður að tjörninni. Hún stóð • þarna með galopinn munninn. Hvaða tjörn? En hún náði ekki að spyrja manninn, hann var búinn að leggjaá. Svo fletti hún upp i simaskránni og hringdi til lögreglunnar. Voðaskot? Nei, þeir höfðu ekki fengið neina tilkynningu um slikt og ekki heldur hringt til hennar. Maðurinn var hálfhlæjandi, á morgun myndu þeir grinast og segja, að Marie væri ennþá hálf rugluð eftir sjúkrahúsvistina. — Voðaskot? spurði stúlkan. Hún stóð við hlið Marie, augu hennar voru angistarfull og horfðu spyrjandi á hana. — Ja, við tjörnina. — Við Vatnaliljutjörnina? — Ég geri ráð fyrir þvi, já. — Geir.æptistúlkan. — Sennilega. Stúlkan riðaði, hún tók nokkur haltr- andi skref eftir gólfinu. Hún hafði greinilega meitt sig, þegar hún datt af hjólinu. Hún líktist mest henni sjálfri, þegar hún haltraði svona. — Farðu i kápuna mína, sagði Marie. — stakkurinn þinn er blautur. Það er svalt úti. — Þakka þér fyrir, sagði slúlkan. — en vilt þúekki? — Þú veist... — Farðu í gráu kápuna með loðkraganum. sagði Marie. Marie stóð á tröppunum og sá kráku- hóp fljúga inn yfir engið, þær slóust i hóp með hinum fuglunum, biðu ... Svo sannarlega haltraði stúlkan. hljóp eins og padda. Loðkraginn var upp- brettur, kápan flaksaðist. Marie fannst hún minna á lítinn elg. þar sem hún hljóp inn á milli trjánna. Svo stóð Marie þarna og heyrði, að þeir öskruðu — þeir voru nálægt — sennilega við tjörnina. — Aiiiiii-iiiii-aiiiiii-iiii, hornið gall. og eitt augnablik stóð tíminn kyrr. Þarna skaust stúlkan inn á stiginn. — Aiiaiaiiiaiiiii. Bara eitt skot. Og svo — óhugnanleg kyrrð. í þögninni heyrði hún rödd Geirs langt í burtu: Marie . ..! Hún stóð, og hjartað barðist í brjósti hennar. hún nötraði og skalf. Svo sá hún glitta i rautt band milli trjánna. einhver kom hlaupandi eftir hjálp. Samtimis heyrðist vælið frá sirenunum niðri i byggðinni. og henni flaug ósjálfrátt i hug, að þeir hefðu ótrúlega fljótt frétt af slysinu. Daginn eftir frétti hún. að voðaskotin hefðu verið tvö — eitt við tjörnina — hjá öðrum veiðimannahópi — og svo það sem banaði heimilisaðstoðinni hennar. Maðurinn. sem gerði viðvart hið fyrsta sinni. hafði hringt i 25033 i staðinn fyrir 25022 og l'lutt boðin til rangrar konu. Endir. Umhverfis jöróina á30dögum meó einkaþjón ef þú óskar Og að sjálfsögðu býður þú með þér gesti á kostnað Dagblaðsins.Slík eru sigurlaunin í áskrifendaleiknum núna. Gistar verða nokkrar helstu stórborgir heims, þar sem dvalið verður á lúxushótelum og má þar nefna Royal Cliff Hotel í Bangkok, sem taliðer eittglæsilegasta hótel jarðarinnar. Ferðaskrifstofan Sunna sér um ferðina. Því fyrr sem þú gerist áskrifandi og þar með þátttakandi í áskrifendaleiknum, því fleiri möguleika hefur þú til að hreppa hnossið. Njóttu þeirrar eftirvæntingar og spennu sem fylgir því að vera með í áskrifendaleiknum okkar. BLAÐIB Áskrifendasími 27022 46 VIKAN 29. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.