Vikan


Vikan - 20.07.1978, Page 46

Vikan - 20.07.1978, Page 46
Hún fann, að hún hataði stúlkuna. — Settu stakkinn i þvottavélina, sagði hún. Stúlkan hlýddi, horfði útundan sér á Marie. — Þér hefur farið fram að ganga, sagði hún. „Farið fram að ganga”. Já, já, mikil ósköp. Það var gagn í æfingunum. En til hvers var það, þegar... Hún vissi, að enginn myndi elska hana framar, enginn myndi þrá líkama hennar og atlot. Líf hennar var búið. Enginn elskaði bæklaða konu. — Aiaiaiaiai. Nú öskruðu þeir, langt, langt i burtu. Krákurnar tóku sig á loft, og ein settist í opinn eldhúsgluggann. Óhug- urinn gagntók hana. Voðaskot Siminn hringdi, hún vissi, aðeitthvað hafði gerst, hún hélt niðri í sér and- anum. Hljómlaus rödd sagði eitthvað um voðaskot, bað hana að koma niður að tjörninni. Hún stóð • þarna með galopinn munninn. Hvaða tjörn? En hún náði ekki að spyrja manninn, hann var búinn að leggjaá. Svo fletti hún upp i simaskránni og hringdi til lögreglunnar. Voðaskot? Nei, þeir höfðu ekki fengið neina tilkynningu um slikt og ekki heldur hringt til hennar. Maðurinn var hálfhlæjandi, á morgun myndu þeir grinast og segja, að Marie væri ennþá hálf rugluð eftir sjúkrahúsvistina. — Voðaskot? spurði stúlkan. Hún stóð við hlið Marie, augu hennar voru angistarfull og horfðu spyrjandi á hana. — Ja, við tjörnina. — Við Vatnaliljutjörnina? — Ég geri ráð fyrir þvi, já. — Geir.æptistúlkan. — Sennilega. Stúlkan riðaði, hún tók nokkur haltr- andi skref eftir gólfinu. Hún hafði greinilega meitt sig, þegar hún datt af hjólinu. Hún líktist mest henni sjálfri, þegar hún haltraði svona. — Farðu i kápuna mína, sagði Marie. — stakkurinn þinn er blautur. Það er svalt úti. — Þakka þér fyrir, sagði slúlkan. — en vilt þúekki? — Þú veist... — Farðu í gráu kápuna með loðkraganum. sagði Marie. Marie stóð á tröppunum og sá kráku- hóp fljúga inn yfir engið, þær slóust i hóp með hinum fuglunum, biðu ... Svo sannarlega haltraði stúlkan. hljóp eins og padda. Loðkraginn var upp- brettur, kápan flaksaðist. Marie fannst hún minna á lítinn elg. þar sem hún hljóp inn á milli trjánna. Svo stóð Marie þarna og heyrði, að þeir öskruðu — þeir voru nálægt — sennilega við tjörnina. — Aiiiiii-iiiii-aiiiiii-iiii, hornið gall. og eitt augnablik stóð tíminn kyrr. Þarna skaust stúlkan inn á stiginn. — Aiiaiaiiiaiiiii. Bara eitt skot. Og svo — óhugnanleg kyrrð. í þögninni heyrði hún rödd Geirs langt í burtu: Marie . ..! Hún stóð, og hjartað barðist í brjósti hennar. hún nötraði og skalf. Svo sá hún glitta i rautt band milli trjánna. einhver kom hlaupandi eftir hjálp. Samtimis heyrðist vælið frá sirenunum niðri i byggðinni. og henni flaug ósjálfrátt i hug, að þeir hefðu ótrúlega fljótt frétt af slysinu. Daginn eftir frétti hún. að voðaskotin hefðu verið tvö — eitt við tjörnina — hjá öðrum veiðimannahópi — og svo það sem banaði heimilisaðstoðinni hennar. Maðurinn. sem gerði viðvart hið fyrsta sinni. hafði hringt i 25033 i staðinn fyrir 25022 og l'lutt boðin til rangrar konu. Endir. Umhverfis jöróina á30dögum meó einkaþjón ef þú óskar Og að sjálfsögðu býður þú með þér gesti á kostnað Dagblaðsins.Slík eru sigurlaunin í áskrifendaleiknum núna. Gistar verða nokkrar helstu stórborgir heims, þar sem dvalið verður á lúxushótelum og má þar nefna Royal Cliff Hotel í Bangkok, sem taliðer eittglæsilegasta hótel jarðarinnar. Ferðaskrifstofan Sunna sér um ferðina. Því fyrr sem þú gerist áskrifandi og þar með þátttakandi í áskrifendaleiknum, því fleiri möguleika hefur þú til að hreppa hnossið. Njóttu þeirrar eftirvæntingar og spennu sem fylgir því að vera með í áskrifendaleiknum okkar. BLAÐIB Áskrifendasími 27022 46 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.