Vikan


Vikan - 24.04.1980, Síða 10

Vikan - 24.04.1980, Síða 10
Sönn frásögn Trúirðu á drauga? Eða líf eftir dauðann? Trúirðu að sálir framliðinna geti komist í samband við okkur? Ég var ekki trúaður á slíkt. Ég áleit sögur af sálarrannsóknarstarfsemi helberan uppspuna. Að mínu áliti þjáðist fólk sem fæst við slíkt sjálft af geðrænum truflunum eða voru hinir mestu svikahrappar. Það jákvæðasta sem ég gat sagt um slíkt var að þetta væri óskhyggja fólks sem óttaðist dauðann. En svo fór ég að athuga svona sögur nánar. Ég rannsakaði söguna um aftur- gönguna af flugi 401 mánuðum saman og fann sannanir fyrir því að það er eitthvað til sem hægt er að kalla líf eftir dauðann, eitthvað sem ekki varð skýrt með hinum fullkomnu tölvum atómaldar. 1 ársbyrjun 1978 las ég eftirfarandi tilkynningu í bresku blaði: Rikiskassinn fær 3.75 milljónir punda að gjöf frá horfinni flugkonu. Þetta var arfur eftir fallega, unga konu sem dó fyrir hálfri öld. Hvers vegna hafði þetta mál tekið svo langan tima? Hvað bjó að baki? Ég tók að rannsaka 'málið og var skyndilega kominn á kaf i ævintýralega sögu sem gerðist árið 1928. Og hún hélt mér fjötruðum mánuðum saman. Hún fjallaði um fífldjarfa tilraun fyrr- verandi herflugmanns og fagurrar konu til að fljúga í fyrsta skipti þvert yfir Atlantshafið frá austri til vesturs. Hún fjallaði um belgískan milljónamæring sem hvarf á dularfullan hátt á flugi yfir Ermarsundi og slysið þegar risaloftskipið „R 101”fórst. En fyrst og fremst fjallaði hún um afturgöngu þeirra flugmanna sem fórust í þessum slysum. Eftirlifandi félagar fullyrtu að þeir hefðu birst sér, varað við nýjum slysum og gefið upplýsingar um orsakir dauða síns. Ég eyddi mánuðum í að skoða gömul skjöl og tala við þau vitni sem enn voru á llfi til að segja frá þessum hálfrar aldar gömlu atburðum. Og smátt og smátt skipti ég næstum því gegn vilja mínum um skoðun. Ég held að 91 árs gamall, blindur majór, Oliver G. Villiers, hafi komist best að orði um þær hræringar sem áttu sér stað í huga mér: — Það er til annað líf eftir dauðann, sagði hann þegar ég heimsótti hann á sveitabýli hans á köldu haustkvöldi 1978. — Við getum haft samband við framliðna. Þessi saga sannar það og þess vegna verðið þér að skrifa hana. Þannig getið þér gefið svo ótal mörgum nýja von. Og hér kemur sagan: Hún hefst 12. mars 1928 í bænum Grantham í Lincolnshire. Um klukkan fimm um morguninn gengur kona á fund sóknarprestsins og biður hann að taka sig til altaris. Konan er um þrítugt. Hún er í leður- Eineygði flugmaðurinn Raymond Hinchcliffe og fegurðardisin Elsie Mackay leggja af stafi i flug yfir Atlantshafið. Þau sáust aldrei framar á Iffi. Samt fékkst skýring á þvi hvernig slysið bar afi höndum. Hinchcliffe flutti sjálfur skilabofl um það — úr öfirum heimi. jakka, leðurbuxum og leðurstígvélum, um háls hennar hanga fluggleraugu. Hún heitir Elsie Mackay, þekkt kona i Englandi. Hún er vinsæl leikkona, þykir ein best klædda kona Jandsins og er þar að auki einn ríkasti erfingi landsins. Faðir hennar er Inchcape lávarður. Hann á stóra skipamiðlun og er marg- faldur milljónamæringur. Hún krýpur niður og presturinn blessar hana. Rúmum tveimur tímum síðar stígur Elsie Mackay upp í flugstjórnarklefa eins hreyfils vélar af gerðinni Stinson, 200 PS. Hún er tiu metra löng, hámarks- hraði 180 km á klukkustund. Á hliðinni má lesa nafnið: „Endeavour” sem þýðir á islensku „Viðleitni”. Klukkan er 07.15. Á eftir henni fer maður í flugmanns- búningi. Hann er rúmlega þrítugur og er með svartan lepp yfir vinstra auganu: Flugstjórinn, Raymond Hinchcliffe. Hann var herflugmaður í heims- styrjöldinni fyrri og síðar flugmaður hjá KLM. Hann er kvæntur og á tvö börn. Hann missti vinstra augað í loftárás. — Er allt tilbúið? spyr Elsie. Hinchcliffe kinkar kolli og setur i gang. Flugvélin tekst á loft og hverfur i þung- búin skýin. Klukkan er 8.35. Fífldjörf tilraun er hafin: Þau ætla að fljúga í fyrsta sinn í sögunni þvert yfir Atlantshafið frá austri til vesturs. Astæður Hinchcliffe til þess arna voru fé og frami. Og Elsie, milljóna- erfinginn, vildi sýna heiminum að hún væri ekki bara fordekruð dóttir auðugs föður. Hún hafði sjálf lokið flugprófi og lagði fram allt það fé sem þurfti til ferðarinnar og greiddi Hinchcliffe 80 pund í mánaðarlaun. Þar að auki hafði hún •Höfundur þessarar frásagnar, John G. Fuller, er þekktur fyrir bækur sinar um dular- fullaatburði. lofað að liftryggja hann fyrir 10.000 pund sem þá var mikil upphæð. Faðir hennar, Inchcape lávarður, vissi ekkert um þessar áætlanir. Hann hefði áreiðanlega gert allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir þær. Endeavour lagði upp í ferð sína á þessum marsmorgni án nokkurra sendi- tækja. Því er ekki hægt að rekja ferðir hennar nema að því leyti sem aðrir urðu sjónarvottar að. Ríkið erffir 3,75 milljónir punda eftir konu sem hvarf spor- laust. 11.30: Eins hreyfils flugvél sést á flugi yfir Waterford og stefnir í vestur. Þetta er í 420 km fjarlægð frá Grantham. 13.30: Vitavörður á suðurodda Irlands tekur eftir flugvél sem flýgur hátt í vestur. 13.40: Franska vöruflutningaskipið Rouissilion tilkynnir flugvél yfir hafinu sem stefnir í vestur. Þetta eru síðustu lífsmerkin frá Endeavour. Það næsta sem fréttist af Hinchcliffe og Elsie Mackay er svo ótrúlegt að það þarf mikla og nákvæma rannsókn svo að hægt sé að taka það nokkurn veginn trúanlegt. Heima í Englandi bíður Emilie Hinchcliffe fregna af manni sínum. Konunglegi flugherinn hefur beðið öll skip á Atlantshafi að hafa gát á flug- vélinni. En engar fréttir berast. Veðurfregnir af þeim slóðum þar sem búast má við Endeavour eru ekki uppörvandi: Mikil lægð, lágskýjað, hvassviðri og haglél. 12. mars 1928. Dagurinn líður án þess að frekar fréttist af vélinni. Nú eru næstum því 18 klukkustundir síðan Endeavour lagði af stað. Á þessum tíma er eitt af skipum Inchcape lávarðar, Barrabool, á siglingu suður af Kanaríeyjum. Um borð eru tveir fyrrverandi flugmenn Konunglega flughersins, Henderson ofursti og Oldmeadows majór. Báðir eru góðir vinir Hinchcliffes. Þeir hafa þó ekki hitt hann lengi og vita ekkert um Atlantshafsflug hans. Um tvöleytið aðfaranótt 13. mars liggur Oldmeadows sofandi i klefa sinum þegar hurðin er skyndilega rifin upp á gátt og ljós kveikt. Oldmeadows hrekkur skelfingu lostinn upp. Við rúmið hans stendur Henderson náfölur. — Það hefur dálítið undarlegt komið fyrir, stamar hann. — Hvað er að? — Manstu ekki eftir Hinch? — Jú, auðvitað. Hvað með hann? — Þér finnst það auðvitað ótrúlegt en fyrir andartaki stóð hann ljóslifandi í klefanum hjá mér. Hann var í flugmannsbúningi með lappann fyrir auganu en að öðru leyti afar torkenni- legur. — Hendy, x kallaði hann örvæntingarfullur. — Hvað á ég að gera? Ég er með konu um borð og við erum glötuð. Glötuð, heyrir þú það? ... En áður en ég gæti svarað nokkru hvarf hann... Oldmeadows hristi höfuðið. — Þetta er bara martröð, Hendy, sagði hann og hellti viskíi 1 glas handa IO Vikan 17. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.