Vikan


Vikan - 24.04.1980, Blaðsíða 11

Vikan - 24.04.1980, Blaðsíða 11
Fyrsti hluti FLUGMAÐ- URIIMN SEM SNERI AFTUR Þessi frásögn byggist á sönnum atburðum. Hún fjallar um flugslys og flugmenn er hverfa sporlaust — en birtast aftur fram- liðnir. honum. — Hérna, þú hressist ef þú drekkur þetta. En majórnum er ekki eins rótt og hann lætur. Hann veit allt of vel um hinar dularfullu gáfur Hendersons. Sjái hann til dæmis gamla hópmynd getur hann tafarlaust bent á þá sem látist hafa siðan myndin var tekin, jafnvel þó hann þekki fólkið ekki neitt. Var það bara draumur að hann hefði talað við Hinchcliffe? Klukkan 13.40 bárust síðustu fréttir af Endeavourí þessum heimi. Hinar komu úr öðrum heimi. Mennirnir koma sér saman um að minnast ekki neitt á þennan atburð. Þeir óttast að slikt veki bara aðhlátur. Tveimur dögum síðar, I5. mars 1928, hengir loftskeytamaður Barrabool skeyti á svörtu töfluna: Hinchcliffe flugstjóri hverfur ásamt milljónaerfingja á flugi yfir Atlantshafi. Henderson og Oldmeadows fölna er þeir sjá skeytið. Hafði Hinch birst gamla stríðsfélaga sinum, Henderson, á dauðastundu sinni? Það verður aldrei sannað. Og enginn veit með vissu hvar og hvenær Hinchcliffe og Elsie Mackay mættu örlögum sínum. Það eina sem fundist hefur af Endeavour er annað hjólið. Það fannst rekið á vesturströnd trlands ári seinna. Eiginkona Hinchcliffe, Emilie, biður enn eftir kraftaverki. En vonir hennar þverra þó dag frá degi á sama hátt og örvænting hennar vex. Hún á tvær dætur, sú eldri er fjögurra ára, sú yngri nokkurra mánaða. Og spariféðeráþrotum. Hún veit um 10.000 punda líftrygginguna sem Elsie Mackay lofaði manni hennar en þegar málið er rannsakað nánar kemur í Ijós að þó Elsie hafi beðið um trygginguna hefur faðir hennar stoppað afgreiðsluna til að draga úr eyðslusemi dóttur sinnar. Tryggingin er því ekki lögleg. Laugardagur 31. mars 1928. Nú eru rúmar tvær vikur liðnar frá hvarfi Endeavour. Á þessu kvöldi situr roskin kona, Beatrice Earl að nafni, ein i stofusinni. Hún er ekkja og sonur hennar féll i stríðinu. Siðan hefur hún reynt að komast í samband við hann með því að fara i andaglas. Hún situr einmitt við slíka iðju þetta kvöld og bíður eftir sambandi við son sinn. Mínútur líða og skyndilega fer glasið að hreyfast eftir borðinu eins og því sé stýrt ósýnilegum höndum. Fingur frúar- innar, sem hvíla á glasfætinum, hreyfast með. Glasið hreyfist hraðar og hraðar á bókstöfunum, konan skrifar niður. Þegar hún les skilaboðin bregður henni heldur betur í brún: Getið þér hjálpað drukknuðum manni? — Hver eruð þér? spyr gamla konan hátt.eins og sá ósýnilegi sem stjórnað hafði hendi hennar sé viðstaddur. Svarið kemur líka strax: Hinchcliffe. Ég drukknaði ásamt Elsie Mackay. Frú Earl hefur lesið i blöðunum um hvarf flugvélarinnar. — Hvernig bar slysið að höndum? spyr hún. Svar: . . . Þoka . . . stormur . . . vindhviður . . . skullum niður úr mikilli hæð. — Hvar? — Við strendur Hléborðaeyja . . . Segið konu minni að ég verði að tala við hana. Ég er fullur örvæntingar. Þar með slitnar sambandið. Glasið hreyfist ekki meir. Frú Earl er hikandi. Hún þekkir ekkju Hinchcliffes ekki neitt. Hún hefur ekki hugmynd um hvar hún býr. Og er ekki óviðeigandi að setja sig í samband við syrgjandi ekkju vegna svo dularfullra skilaboða? Og hvernig getur frú Earl sannað að hér sé ekki um skynvillu að ræða? Hún ákveður aðgleyma þessu. Ellefu dögum seinna, eða 11. apríl, getur hún samt ekki stillt sig um að fara aftur í andaglas. Og skilaboðin láta ekki á sér standa: Hinchcliffe. Segið konu minni að ég verði að tala við hana. — Hvar finn ég konu yðar? spyr frú Earl. — Purley. Og ef ekki þar snúið yður þá til Drummonds, High Street, Croydon. Athugið hvort þetta passar ekki hjá mér.Gamla konan hugsar ráð sitt. Croydon er stærsti flugvöllurinn í London og Purley í nágrenni við hann. Þetta virðist nokkuð rökrétt. Hún flettir upp í símaskránni og finnur þar lögfræðiskrifstofu undir nafninu Drummonds á High Street nr. 4. Rithöfundurinn Con- an Doyle fékk mikinn áhuga á að lyfta hulunni af þessum leyndardómi. Og nú hikar Beatrice Earl ekki lengur. Hún skrifar Emilie Hinchcliffe bréf, sendir það til lögfræðiskrifstofunn- ar með ósk um að hún komi því til réttra aðila. Hún skrifar: Ég geri ráð fyrir að þér séuð eiginkona Hinchcliffes flugstjóra. Ég fékk skilaboð frá honum fyrir skömmu. Hann segir að flugvélin hafi hrapað nálægt Hléborða- eyjum. Hann vill komast í samband við yður. Frú Earl sendir gömlum vini sinum afrit af þessu bréfi: Lækninum og rithöf- undinum Arthur Conan Doyle, föður hinnar fráegu 'skáldsögupersónu Sherlocks Holmes. Conan Doyle er orðinn 67 ára gamall og er á kafi í sálarrannsóknum. Hann er alveg viss um að hægt sé að ná sambandi við framliðna með aðstoð Dularfullur farþegi á Barrabool? Það er afturganga Ray- monds Hinchcliffes. miðils, ósýnilegrar skriftar eða anda- glass. Hann fær strax áhuga á málinu. En það blundar líka leynilögreglumaður í Conan Doyle, hann vill kanna hvað geti verið hæft í staðsetningunni Hléborðaeyjar. Þær eru i Karabíska hafinu. Endeavour hafði alls ekki nægjanlegt eldsneyti til að komast svo langt. Var þetta þá eftir allt saman eitthvert svindl? En Conan Doyle hugsar málið nánar og dettur í hug að frú Earl hafi misskilið Hinchcliffe. Átti hann kannski bara við einhverjar eyjar sem hann hafði séð hlémegin við sig? Hann athugar landa- kortið og sér að samkvæmt því sem best er vitað um stefnu flugvélarinnar getur Hinchcliffe hafa séð Asoreyjar á hléborða er slysið skeði. Og þangað hefði hann átt að geta náð hvað eldsneyti snertir. Doyle ákveður að rannsaka málið nánar. Og sér til aðstoðar velur hann einn þekktasta og áreiðanlegasta miðil Englands. Miðillinn heitir Eileen Garret, aðlaðandi kona um þrítugt. Hún rekur testofu í hjarta Lundúna. Meðal fastra viðskiptavina hennar eru allir helstu listamenn iá þessum tíma: George Bernard Shaw, James Joyce, D. H. Lawrence, Aldoux Huxley og H. G. Wells. Einnig er sálfræðingurinn Carl Jung tiður gestur á testofunni hennar. Conan Doyle biður Eileen Garret um miðilsfund þann 18. apríl og biður Beatrice Earl að vera viðstadda. Þau ætla að reyna að komast í samband við Hinchcliffe flugstjóra. Og á þessum degi, 18. apríl 1928, gerast undarlegir og ótrúlegir hlutir sem enginn fær skýringu á fyrr en hálfri öld seinna. Framh. i ncesta blaði. 17. tbl. Vikan 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.