Vikan


Vikan - 24.04.1980, Síða 14

Vikan - 24.04.1980, Síða 14
Ferðalög SÓLARLANDA- FERÐ ar A SEGLSKÚTU Það var eins og við hefðum þekkt þetta fólk ævilangt. Daginn eftir, sunnudag, var bærinn hins vegar alveg dauður. — Tveimur dögum siðar lögðum við af stað til Troon í gegnum Crinan Canal sem er 200 ára gamall skipa- skurður og geysifallegur. 1 Troon átti loks að setja upp stórsiglu og einnig var þar von á fimmta áhafnarmeðlimnum, Ásthildi, eiginkonu Elíasar. Eftir tveggja sólarhringa dvöl í Troon sigldum við svo til hinna gömlu víkingabyggða á Isle of Man. Við gistum í Port Erin en héldum snemma næsta morgun af stað til Port St. Mary sem er miðstöð sportsiglinga á eynni. Þar var okkur tekið tveimur höndum og boðið að gerast meðlimir í siglingaklúbbi höfuðstaðarins, Douglas. Um þessar mundir var heilmikið um að vera þar því hin árlega smábátakeppni stóð yfir, en hún er haldin til skiptis af hinum ýmsu þjóðarbrotum Skotlands. — Við ætluðum okkur að fara áfram til Belfast en enduðum vegna veðurs í Holyhead í Wales. Þaðan eru aðeins 50 mílur til Dublin, þvert yfir lrska hafið, og þangað komum við að morgni hins, 21. júli. Við vorum í 12 daga á Irlandi og enduðum á St. Ives en þar ætluðu 3 af áhöfninni að afmunstra sig. Þar sem höfnin í St. Ives þornar upp á fjörunni urðum við að liggja fyrir akkeri úti fyrir. Eftir tæpan sólarhring var gúmmí- bátnum okkar stolið og við urðum að leita til lögreglunnar eftir aðstoð. Og hjálpsemi þeirra var alveg einstök. Eftir að hafa boðið upp á te kom einn lögreglumannanna með gúmmibát sem hann hafði undir höndum og bauð okkur afnot af honum fram á næsta dag. Heimt úr helju — Nú vorum við bara tvö eftir á skút- unni, Gunnar og ég. Elías og konan hans höfðu farið af í Dublin, tveir irskir vinir okkar, sem höfðu siglt með okkur til St. Ives, fóru þar af ásamt Bárði. Við Menn rýndu fránum augum út í sortann og brá þar fyrir alls kyns hillingum, allt frá fjall- garði og niður í sjón- pípu á rússneskum kaf- báti. Andraix, Mallorca, en þar biður Bonný. Drykkjumenningin var svo lík þeirri íslensku að við efuðumst um að við værum komin til Skotlands. Gunnar biðum þarna í tvo daga eftir hentugri veðurspá. En þegar hún kom ekki gáfumst við upp og lögðum af stað áleiðis til Frakklands. Þann 8. ágúst hélst veðrið sæmilegt framan af en um sexleytið sagði skipperinn að ferðin legðist illa í sig og best væri að snúa við þó að ég sæi eiginlega ekkert að veðri. En hann fékk að ráða og við snerum við til Falmouth í Cornwall. Eftir aðeins klukkutíma siglingu byrjaði hann að bæta í vindinn þar til kominn var suð- vestan stormur með æðisgenginni rigningu. 1 ljósaskiptunum grilltum við í Lizzardvita og var ölduhæðin þá þvílík að við sáum hann aðeins annað slagið. Þegar við höfðum vitann þvert á okkur var veðurhamurinn, rigningin og myrkrið svo ofboðslegt að mjög erfitt reyndist að koma auga á baujurnar sem siglt er eftir inn í flóann. Við misstum alveg af fyrstu baujunni. Það var heldur ógnvekjandi þar sem við vissum að við vorum skammt undan landi og var eina ráðið að fylgjast vel með dýptar- mælinum. Okkur létti ósegjanlega þegar við sáum næstu bauju en þótti þó verra Kokkurinn og Öli skans um borð i Johanne Briihn. 14 Vikan 17. tbl,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.