Vikan


Vikan - 24.04.1980, Qupperneq 15

Vikan - 24.04.1980, Qupperneq 15
Við vildum ekki leggja af stað þann 13. sem þar að auki var mánu- dagur. og þegar við komum að fyrstu innsiglingarbaujunni í L’Abervragh var skollið á myrkur og hreinasta illviðri. Þessi innsigling er mjög erfið, þar sem sker eru á báða bóga. Við vorum rétt lögö af stað inn i rennuna þegar hellirigning skall á þannig að við misstum sjónar af innsiglingarljósunum og okkur leið heldur illa þar til við náðum þeim inn aftur. Hefðum við ekki komið auga á Ijósin fljótlega hefðum við neyðst til að snúa við þar sem aðeins eru um 150 metrar á milli skerja í þessari erfiðu innsiglingu. En við komumst klakklaust í gegn, inn á öruggt lægi, og var það afskaplega notaleg tilfinning eftir allt sem á undan var gengið. — Daginn eftir sögðu fréttir frá því að Fastnetkeppnin hefði einmitt staðið yfir með þátttöku 360 skúta þegar þetta veður skall á. Og það hafði hræðilegar afleiðingar. Vitað var um 13 manns sem farist höfðu og enn var 7 manns saknað. Samtals fórst þarna 21 skúta, tugir skemmdust og enn voru nokkrar skútur ófundnar, þar á meðal skútan hans Edwards Heath. Ölduhæðin var sögð hafa náð 40 fetum. — Þetta var átakanleg nótt. Frá radíóinu bárust stöðug neyðarköll, Mayday, Mayday, og neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu. Allt sem flotið gat eða flogið var kallað á vettvang til aðstoðar, meira að segja Nimrodþotur. — Eftir þetta tókum við aldrei neitt mark á bresku veðurspánni. Það eina sem virtist mega treysta á í henni voru tilkynningar um að enginn is væri við suð austur lsland. Kokkurinn og Óli Skans í Brést — Við héldum frá L’Abervragh í blíðskaparveðri og áleiðis til Brest. Ferðin gekk eins og i sögu en því miður var það ekki svo með alla. Á leiðinni sigldum við fram hjá skútu sem hafði hvolft og var franska strandgæslan að leitaaðáhöfninni. — I Brest lögðumst við upp að dönskum báti, Johanne Bruhn, og tókst strax góð vinátta með okkur og áhöfninni, en það var danskur læknir, amerísk eiginkona hans og 11 ára sonur þeirra. Læknirinn hafði selt allar þeirra eigur i Danmörku til að kaupa fiskibát sem hann breytti svo i glæsilega lysti- snekkju og ætluðu hjónin að eyða næstu árum í að ferðast um heiminn á henni. Við slógum upp mikilli veislu um borð í Johanne Briihn þar sem við kenndum læknishjónunum ásamt frönskum vinum þeirra að dansa kokkinn og Óla Skans. Kristín Hátfdánardóttir við stýrifl 6 Bonný. Kletturinn reyndist vera stór, svört segl- skúta, ljóslaus og með dökk segl. Sannkallað draugaskip, líkt og Hollendingurinn fljúg- andi. að hún blikkaði ekki eins og gefið var upp á kortinu. Og jtegar við komum skyndilega auga á klett 30 gráður á stjórnborða fórum við að efast um að við værum á réttri leið. En eftir fáeinar mínútur, sem okkur virtust nú reyndar heil eilífð, sáum við að klettur þessi var á ferð. Hann reyndist sem sagt vera stór, svört seglskúta, ljóslaus og með dökk segl. Var engu likara en hér væri mættur sá hinn eini og sanni Hollendingurinn fljúgandi. Eftir að þetta dularfulla draugaskip var horfið sjónum okkar grilltum við í bauju númer þrjú og stuttu seinna innsiglingarvitann í Falmouth. Við lögðumst þar að morgni í legufæri í skútuhöfninni í hávaðaroki og vorum við örþreytt, blaut og hrakin. — Kvöldið eftir fórum við i skútu- klúbb staðarins og hittum þar þrjá franska siglingarpenn sem við höfðum kynnst i St. Ives. Þeir tóku qkkur eins og Bonný á þurni landi i Frakklandi. þeir hefðu heimt okkur úr helju þvi frést hafði af tveimur skútum sem sukku og fleirum sem löskuðust á þessum slóðum í þessum veðragangi. Hjátrúin bjargaði okkur — 11. ágúst spáði BBC góðu veðri og við ákváðum að leggja af stað næsta dag. En þegar við vöknuðum um morguninn var blinda þoka yfir öllu og þar sem strönd Brittaníu er afar skerjótt og ekkert lamb að leika sér við þótti okkur óráðlegt að leggja af stað. Um kvöldið spáði BBC suð-vestan hægum byr og að þoku mundi létta svo við gerðum aðra tilraun með Frakklands- ferð. Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva því að eins og allir vita eru sjómenn afar hjátrúarfullir og við vorum engin undantekning frá því. Svo við vildum alls ekki leggja af stað þann þrettánda sem þar að auki var mánudagur. Þvi lögðum við í ’ann klukkan 11 aðkvöldi hins 12. — Klukkan 14.00 þann 13. vorum við stödd 35 milur undan strönd Brittaníu- skaga i 5-6 vindstigum og enn spáðu Bretarnir blíðu. Fjórum tímum seinna byrjaði hann að hvessa og reif sig upp i storm. Við áttum eftir 10 sjómílur i land 17. tbl. Vikan 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.