Vikan


Vikan - 24.04.1980, Blaðsíða 20

Vikan - 24.04.1980, Blaðsíða 20
Framhaldssaga — Jóhanna, mig langar svo til að gera það... — En mig langar ekkert til þess. Mig langar mest til að hafa herbergi út af fyrir mig. Þau reyndu að láta sem þetta væri gamanmál og fóru að sofa. Fólk hélt áfram að segja þeim að þetta lagaðist bráðum og reyndar gerði það það. Nú var Billy farinn að sofa allar nætur, hann var bæði fallegt og skemmtilegt barn. Áhyggjur Teds yfir þvi að barnið kynni að erfa útlit hans voru algjörlega ástæðulausar og raunar datt aldrei neinum í hug að halda þvi fram að hann líktist honum. Billy var með fíngert nef, stór, brún augu og slétt, hrafnsvart hár. Hann var yndislegur. Við; þessa breytingu á' lífi, þeirra fór vinlunum líka fækkarídi. Þáu á'ttu ekki lengur neitt sameiginlegt með éinhleyp- um, þeir hefðu eins getað tilheyrt ann- arri stjörnu. Fyrsta hjónabandsárið hafði Ted flust í íbúð Jóhönnu á 70. götu austur. íbúar hússins voru allt einhleyp- ingar ásamt fáeinum hórum sem höfðu eirihvern veginn villst þangað. Þau fluttu í íjölskylduhús i nágrenninu og nágrannarnir I íbúð 3-G niðri, Thelma og Charlie Spiegel, urðu bestu vinir þeirra. Þau áttu litla telpu sem var þremur mánuðum eldri en Billy og hét Kim. Charlie var tannlæknir. Þau ving- uðust líka við Marv, auglýsingasala hjá Newsweek, og konu hans, Lindu. Þau áttu Jeremy sem var tveimur mánuðum eldri. Öll foreldrar með fyrsta barn sem borðuðu t stundjrm saman og ræddu um magakrampa og vandann við að venja börnin á kopp. Eða þá að þau báru saman framfarir barna sinna af mikilli ákefð: Hver var farinn að standa upp, ganga, tala, pissa I kopp eða gera þarfir sinar á gólfið. Þetta var sameiginlegt áhugamál allra og þau héldu sig við það. Stundum átti þá einhver til að segja: — Heyrið mig nú, getum við ekki talað um eitthvað annað? Breytingin varð þó aldrei mikil: Uppeldi barna í New York, almennings- eða einkaskólar og einstaka sinnum bíómynd sem þau höfðu séð eða bók sem þau höfðu lesið. Það er að segja ef eitthvert þeirra hafði háft tíma til að lesa. Billy Kramer var nú 18 mánaða gamall og fólk nam staðar á götunni til að horfa á hann og hina fallegu móður hans. Ted fékk kauphækkun út á það eitt að vera orðinn faðir. Að minnsta kosti fann hann enga aðra ástæðu. Hann var orð- inn meðlimur í alþjóðaklúbbi feðra. Hann sótti fótboltaleiki með gömlum vinnufélaga sínum, Dan, sem var lög- fræðingur. Hann las ný tímarit og The Wall Street Journal vegna vinnu sinnar. Og hann hafði vinnu. Vinahópur Jóhönnu samanstóð af fáeinum konum sem stunduðu skemmtigarðana með börn sín og svo Thelmu. Og henni fannst það heldur fábrotin skemmtun miðað við Ted sem hvarf til vinnu sinnar á hverjum degi til að blanda geði við mannverur sem voru vissulega meira en 76 cm á hæð og kunnu auk þess að mynda heilar setningar. 1 heimi hennar var enginn sem hún gat gert að trúna^áéfini, ekki einu sinni Ted. Enginn til að trúa fyrir því leyndarmáli sem olli henni mestum áhyggjum. Hún reyndi einu sinni að fitja upp á þvi en konurnar vildu ekki hlusta á hana. — Ég elska barnið mitt, sagði hún ein- hverju sinni við Thelmu. — En þegar á allt er litið er þetta ósköp einhæft og leiðinlegt lif. — Auðvitað, sagði Thelma og Jó- hanna hélt að hún hefði fundið banda- mann. — En það er þó að vissu leyti líka spennandi, bætti hún svo við. Jóhönnu skorti viðræðufélaga. Kon- urnar sem hún þekkti voru annaðhvort miklu þolinmóðari en hún eða þá að þær neituðu að viðurkenna staðreyndir. Hún bryddaði upp á þessu við móður sína í simtali: — Varstu aldrei leið? — Nei, ég var aldrei leið á þér. Þú varst aldrei til neinna vandræða. Var þá eitthvað að henni? Kvöld nokkurt hlustaði hún á langa sögu Teds um vandræði hans með einn af vinnu- félögunum og hvernig það þjakaði hann. Hún gaf þau svör sem hann bjóst við af henni: — Þú mátt ekki láta þetta angra þig. Og svo reyndi hún að segja honum frá þvi sem angraði hana. — Það var ekki af því að henni þætti ekki vænt um Billy, hann var svo skemmtilegur og fallegur, en dagarnir voru svo einhæfir. — Það er hundleiðinlegt að vera móðir, Ted. En enginn vill viðurkenna það. — Já, það er vist þannig. Að minnsta kosti fyrstu árin. En hann er yndislegur, finnst þér ekki? Hann langaði ekki til að heyra neitt frekar um þetta. Hann sneri sér upp í horn og fór að sofa. ÞRIÐJI KAFLI Hún varð að lifa með þessu leyndar- máli sínu. Og það varð stöðugt erfiðara. Hápunktur sumarsins var þegar Billy lærði að gera í koppinn sinn: — Húrra, Billy, sagði hún og klappaði saman lóf- unum, Ted og Billy klöppuðu líka. Það var ætlast til að foreldrar sýndu börnum sínum jákvæða hvatningu. — Gera dúdú, sagði barnið nokkrum dögum seinna og fór á koppinn sinn af sjálfsdáðum. Og þegar Ted hringdi skömmu siðar til að segja frá því að honum hefði tekist að ná alveg sérstak- lega góðum samningi um sölu á mánaðarlegri heilsiðuauglýsingu hafði Jóhanna lika góðar fréttir að færa: — Hann sagði gera dúdú og fór sjálfur á koppinn. Samt var þetta hvorki hennar eigin persónulegi sigur né hennar „dúdú”. Billy var tveggja ára. Móðir Jó- hönnu mundi hafa sagt um hann að hann væri aldrei til vandræða. Hann átti stundum til að vera þrjóskur og seinn I svifum. En persónuleiki hans þroskaðist óðum. Hann var ekki lengur frumstæð vera sem stákk matnum sínum I eyrun heldur nokkurn veginn siðfáguð mann- eskja sem hægt var að fara með á kín- verskan matsölustað á sunnudögum. Hún leyfði honum að fylgjast með Sesamistræti í sjónvarpinu. Hann sat fyrir framan það án þess að skilja full- komlega hvað þar fór fram en það veitti henni klukkustundar frelsi. Ted hafði náð fullum blóma. Sem ungur maður hafði hann verið óákveð- inn og leitandi. 39 ára gamall var hann orðinn að dugmiklum auglýsingasala. Tekjur hans á síðasta ári höfðu náð 24.000 dollurum. Þetta voru kannski ekki neinar sérstakar tekjur á New York mælikvarða en meira en hann hafði nokkru sinni búist við. Hann var á upp- leið. Hann lagði hart að sér við að fylgjast með öllum nýjungum og yfir- maður hans, auglýsingastjórinn, kallaði hann „aðalmanninn sinn”. Hann kom aldrei við á þeim börum sem auglýsinga- fólk kom saman á til að fá sér drykk að lokinni vinnu og hann klæmdist aldrei við skrifstofustúlkurnar. Hann var fjöl- skyldumaður. Heima átti hann bráðfall- ega konu og bráðfallegt barn. Helgarnar voru henni auðveldari. Þau hjálpuðust að við að versla eða Ted fór út með Billy svo hún gæti farið ein eða einfaldlega slappað af. Stundum spurðu vinnufélagamir Ted hvernig honum fyndist að ala upp barn í New York og Ferskleiki cinkcnnir kwlitwkin frá Á /'S, Norc^i. bú fwrd oll hcimilista-kin i sötnu /‘Itvsilcf’u tizkulituniini frii suinti frutnlciöantlu. fi£ ITJkrsi — Tryggur heimilisvinur. M EFÍ EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10 A Sími 16995. M Vlkaa 17. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.