Vikan


Vikan - 24.04.1980, Qupperneq 21

Vikan - 24.04.1980, Qupperneq 21
hann svaraði því alltaf til að New York væri afar spennandi fyrir alla aldurs- flokka. Á sama tíma sat Jóhanna heima og reyndi að hafa áhuga á bílskúrnum sem Billy var að byggja úr kubbunum sínum: — Leiktu við mig, mamma. Og hún reyndi að berjast við löngunina tii að falla i svefn um fjögurleytið — eða fá sér i glas fyrir fimm. Samkvæmislíf þeirra var fólgið i þvi að kunningjahópurinn skiptist á kvöld- verðarboðum. Þau höfðu veður af Rauðsokkahreyfingunni, ræddu hlut verk kynjanna og um tíma tóku karl- mennirnir að sér uppvaskið. Ted hitti stundum gamla vini sína í hádeginu, Jóhanna sá aldrei sína. Hún komst í kynni við Amy, fyrrverandi kennslu- konu, á leikvellinum. Þær ræddu um börn. — Ted, mig langar til að fá mér vinnu. — Hvaðáttu við? — Ég er að verða vitlaus. Ég get ekki eytt öllum mínum stundum með tveggja ára barni. — Þú gætir einstaka sinnum fengið þér barnfóstru. — Ég hef engan áhuga á að eiga frí svosem tvisvar í viku. — Já, en elsku Jóhanna, ung börn þarfnast mæðra sinna. — Linda vinnur. Hún kemst út á meðal annarra, fær að vera manneskja. Og ég stend eftir með Billy og Jeremy og barnfóstruna Cleó sem getur varla beðið eftir að ég fari svo hún geti horft á sápu- óperur í sjónvarpinu. — Éylgist þú ekki með þeim? — Gerðu ekki grin að mér. — Allt I lagi. Hefurðu eitthvað ákveðið i huga? — Það sama og áður, býst ég við. — Og af því yrðirðu að borga barna- gæslu. Ég á við að við höfum ekki ráð á því að tapa á útivinnu þinni. — Við höfum þegar tapað. Á því hvernig mér líður. — Um hvað ertu að tala. Þú ert ótrú- leg móðir. Billy er alveg stórkostlegt barn. — Ég er að missa áhugann á Billy. Ég er hundleið á kubbum og leikjum ætluðum tveggja ára börnum. Þú ferð út og talar við fullorðna á meðan ég skríð um á gólfinu og byggi bilskúra. — Þú ert svei mér gleymin. Ég man ekki betur en þú hafir verið orðin hund- leið á gamla starfinu þínu. — Þá geri ég bara eitthvað annað. — Hvað? Hvað gætirðu gert sem borgaði sig fjárhagslega? — Eitthvað. Ég er inni í auglýsingum. — Þú varst ritari. Jóhanna. Það var núalltog sumt. — Ég var það ekki. Ég var aðstoðar.. . — Það var bara til að gera þig ánægðari. Þú varst bara ritari. — Þú ert viðbjóðslegur. — Þetta er bara sannleikurinn. Éyrir- gefðu. Og ég get ekki skilið hvernig upp- eldi tveggja ára barns er fórnandi fyrir ritarastarf. Þú ættir að vera upp úr því vaxin. — Ætti ég það? — Sérðu nú til. Þegar Billy eldist og fer að ganga i skóla milli níu og þrjú geturðu fengið þér vinnu hluta úr degi. — Þakka þér fyrir aðleyfa það. — Jóhanna, af hverju læturðu svona? — Vegna tveggja ára leiðinda. — Mér þætti gaman að vita hvernig aðrar mæður komast i gegnum þetta. — Sumargera þaðekki. Þær vinna. — Jæja. . . — Jæja hvað? — Leyfðu mér að hugsa málið. ÁVALLT í FARARBRODDI TEIKNIPENNA Rotring teiknipennar og teikniáhöld fást í þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. Tvöföld þétting í hettunni tryggir, aö eigin- leikar (Rotring Isograph) eru ávallt hinir sömu, jafnvel þótt hann hafi ekki verið notaður lengi. EÍ2 E o Viðurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennararog námsfólk. v®tring isograph® Allar nánari upplýsingar: PENNAVIÐGE RÐIN Inpólfsstræti 2, sími 13?71 17. tbl. Vikan 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.