Vikan


Vikan - 24.04.1980, Side 37

Vikan - 24.04.1980, Side 37
Hér sjást skermveggir og ó þá er hœgt að hengja bæði hillur og skápa. Skápunum má breyta úr eyflublaðarekka í hengimöppu- kassa mefl þvi einu afl snúa þeim vifl. Hönnun: Pótur B. Lúthersson. SKRIFSTOFAN ER VINNUSTAÐUR Nýjar hugmyndir ryðja sér til rúms öegja má sem svo að skrifstofan sé heili hvers fyrirtækis. Þar eru ákvarð- anir teknar og þaðan er fyrirtækinu stjórnað. Nýlegar rannsóknir i Bandaríkjunum sýna fram á að um 50% allra vinnufærra manna þar í landi vinna daginn út og daginn inn við skrifborð eð púlt. Allt fram á þennan dag hefur skrifstofan þó verið svo rígbundin í formi að t.d. hefur verið ómögulegt að geyma pappira neins staðar nema í möppum. Fyrir bragðið er margt skrifstofufólk réttilega nefnt möppudýr, en með þeim nýju hugmyndum um skipulag skrifstofu- húsnæðis sem nú eru að ryðja sér til rúms má ætla að sú manngerð verði innan tiðar útdauð. Upp úr 1960 fær sú skoðun þyr undir báða vængi í Þýskalandi að skrif- stofa þurfi ekki og eigi ekki að vera byggð upp á 4 vegggjum með hurð sem hægt er að loka að sér heldur miklu frekar vinnumiðstöð — virkur vinnustaður. Er þá átt við að starfs- maðurinn hafi allt það sem hann þarf í seilingarfjarlægð og umhverfi hans sé hannað með það i huga. Færanlegir skermar helsti ókosturinn sem nefndur hefur verið í þessu sambandi er að þá þurfi skrifstofumaðurinn að vera inrtan um og nær öðry starfsfólki en áður og geti það valdið truflunum. En þá kemur til kflsta innanhússárkitektsins að leysa þau vandamál sem upp koma. Sem augljósa kosti hins nýja skipulags má nefna sparnað í lýsingu og hita. Talið er að sparnaður vegna lýsingar nemi allt að 25%. Annar kostur er nýting á vinnuplássi. Talið er að auka megi vinnusvæði hvers einstaklings um heil 100% með því einu að bæta 26% við það rými sem venjulega er talið að þurfi undir skrifstofuhúsnæði. Ef um nýbyggingu er að ræða sparast 20% í byggingarkostnaði sé þessari forskrift fylgt. Einnig má nefna að allar breytingar verða bæði auðveldari og ódýrari. Með nýja laginu er talið að það kosti 2-3000 krónur að breyta hverjum fermetra á móti 24.000 og upp í 120.000 þar sem um hefðbundið skrifstofuhúsnæði er að ræða. Slæm vinnuskilyrði Hér á landi hefur það verið lenska um árabil að álíta sem svo að engir atvinnusjúkdómar þrífist hér nema beir einir sem rekja má til eiturefna og annars þvílíks. Á meginlöndunum beggja vegna við okkur er aftur á móti starfandi fjöldi stofnana sem vinna að rannsóknum á þessu sviði og hafa komist að þvi að fjöldann allan af sjúkdómum, svo sem gigt, hálsríg. bakveiki svo eitthvað sé nefnt, megi rekja beint til þeirra vinnuskilyrða sem skrifstofufólki er gert að starfa við. Þvi skal slegið föstu hér að allur obbinn af islensku skrifstofufólki situr rangt í skrifborðsstól sínum, eða vissuð þið t.d. að bak slíks stóls á ekki að vera fjaðrandi eins og reyndin er með þá flesta? 1 fjölmörgum löndum hefur nú verið gerður staðall um hvernig skrif- borðsstóll skuli vera og er sú staðlaða framleiðsla nú sem óðast að koma á markaðinn. Segja má að nútímaskrif- borðsstóllinn sé meistaraverk, tækni- undur með vökvapumpum og gegnum- þræddum fjöðrum. Tilgangurinn með setningu staðla um þessi efni er að sjálfsögðu sá að fyrirbyggja atvinnu sjúkdóma og stuðla þar með að betri heilsu, líðan og afköstum starfsfólks. í stað 4 veggja komi færanlegir skermar sem umlyki viðkomandi starfs- mann og innan hringsins sé öllu sem til þarf komið skynsamlega fyrir. Einn 17. tbl. Vikan 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.