Vikan


Vikan - 24.04.1980, Síða 39

Vikan - 24.04.1980, Síða 39
Smásaga Smásaga eftir Emil Örn Kristjánsson IMei, þetta gat ekki verið. Hrólfur var máttvana af hræðslu. Aldrei hafði hann séð jafnstóra flugu. Hún var á stærð við kú. Þetta var líklega býfluga. Hún ætlaði örugglega að fara með hann eins og fíflana og sjúga úr honum vökvann. Þetta gat ekki verið satt. Svona var að hlaupa uridan skyldunni. Hann átti að vera heima og lesa fyrir próf, en það er ekki svo gott að sitja inni þegar sólin skín og fuglarnir syngja. Þetta átti nú ekki að verða nema smá labbitúr. Æi, hann vildi ekki deyja, hann var svo ungur og tækifærin brostu við honum. En nú horfði hann framan i dauða sinn. Risastór býflugan starði á hann margbrotnum augum og blóð- þorstinn lýsti sér úr þeim. Þvílíkur dauðdagi, að láta blóðþyrsta flugu sjúga úr séralla vessa. Hvernig ætli dauða hans yrði svo tekið? Myndi einhver skrifa minningar- grein? Hver ætli það yrði þá? Hvernig yrði Linu við? Vissulega yrði lífið henni auðveldara núna. Hún vann ekki fyrir háum launum í bankanum og núna þyrfti hún ekki að sjá fyrir honum meðan hann væri i námi. En hann vildi ekki deyja, og hann var viss um að þrátt fyrir allt myndi Lína sjá eftir honum. Hún yrði þá líka að rýma íbúðina á hjónagörðunum. Hvað var flugan annars að hugsa, ætlaði hún ekki að drepa hann? Hann ætlaði að reyna að hlaupa í burtu. Svona já, snúa sér hægt við og taka svo til fótanna. Æi nei, hún var komin fram fyrir hann. Hann sneri við og hljóp aftur til baka. Ah, hún var aftur komin fram fyrir hann. Hann sá að reiðin og æsingurinn brunnu úr augum hennar. Alveg eins og augunum hennar mömmu þegar hún fann vínflöskuna i herberginu hans. Hún myndi örugglega drepa hann á hinn hroðalegasta hátt. Svo það var þá svona að standa frammi fyrir dauða sinum. Hann hafði alltaf ímyndað sér að hann myndi andast i rúminu. Þannig dóu víst flestir, var það ekki? Af hverju þurfti hann að lenda í þessu? Af hverju þurfti hann að vera hérna í dag? Ef einhver kæmi nú, þá litu málin allt öðruvisi út. Ef tveir væru á móti flugunni. þá yrði áreiðanlega enginn gluggarúðunni væru í raun svona ógeðs- legar. Hvað hafði hann annars drepið margar flugur um ævina? Þær voru fjöldamargar. Hann hafði stundum leikið sér að því að kremja þær undir þumalfingrinum. Hann strengdi þess heit að gera slíkt aldrei framar ef hann kæmist úr þessum háska. Hrólf langaði mest til þess að gráta. Hann var alls ekki undir dauðann búinn. Bara að hann hefði hagað sér betur í lifinu. Verið svolítið tillitssamari. En það breytti vist engu héðan af. Mikið ferlega var hann hræddur. Hann hafði aldrei verið svona hræddur. Ekki einu sinni þegar hann var lítill og datt i Mývatn. En þá voru mamma og pabbi líka nálægt og hann var viss um að þau myndu bjarga honum. vandi að ráða við hana. Hann leit í kringum sig, án þess þó að lita af flugunni. Hann sá engan. Það voru víst ekki margir á ferli í Öskjuhlíðinni á þessum tíma dags. Hann þorði ekki að hrópa. Hann var viss um að ef hann opnaði munninn myndi flugan ráðast á hann aðbragði. Nú hlaut að koma að því. Á morgun yrði svo lýst eftir honum og það tæki leitarflokkana ekki langan tíma að finna líkið. Hvernig ætli líkið af honum yrði annars útleikið? Kannski sæi litið á honum, kannski væri búið að sjúga úr honum allan vökva og kannski fyndist líkið alls ekki! Hrólf hryllti við tilhugsuninni. Það yrði jafnvel leitað að honum dögum saman án þess að tangur né tetur fyndist. Honum varð allt í einu mikið í mun að fólk vissi úr hverju hann hefði dáið. Alla vega varð líkið að finnast. Hvað ætlaði flugan annars að gera við hann? Ætlaði hún að éta hann eða sjúga blóð hans, eða ætlaði hún aðeins að svala drápsfýsn sinni? Þetta var hræðilegt, hann vissi ekki einu sinni sjálfur hver yrði dánarorsökin. Hrólfur fann að hann var sveittur. Hann var reyndar gegnvotur af svita. Aldrei hafði hann imyndað sér að maður gæti svitnað svona mikið. Líkaminn fer víst allur úr jafnvægi við miklar geðshræringar. Það var hræðilegt að biða svona. Flugan virtist ekkert vera að flýta sér. Hún suðaði bara þarna fyrir framan hann eins og kafloðin þyrla. Hún var ógeðsleg. Hann hafði aldrei gert sér í hugarlund að flugurnar á Hrólfur teygði nú úr sér. Hann var algjörlega laus við hræðslu og hann var ákveðinn í að deyja eins og hetja, þó að enginn yrði til frásagnar. „Komdu þá og dreptu mig,” hrópaði hann, „þótt þú misþyrmir líkama mínum þá getur þú aldrei, hræðilega skepna, tortímt sál minni!” Hann lokaði augunum og beið eftir banahögginu. „Bizzzzzzz. . . . ” Nú hlaut það að vera að koma. Hrólfur opnaði augun svolítið. Flugan flaug letilega suður eftir Öskjuhlíðinni. Hún var orðin leið á að virða þennan furðufugl fyrir sér. Hvað tæki annars við eftir dauðann. Hann hafði aldrei íhugað það neitt að ráði. Hann var að vísu fermdur og svo höfðu þau Lína verið gefin saman í kirkju. En hann hafði aldrei hugsað neitt ]út i þýðingu þessara athafna. Ætli jarðarförin hefði eitthvað að segja? Hvað sem athöfninni leið þá var hann viss um að það tæki eitthvað við eftir dauðann. Eitthvað betra. Hann færi á einhvern betri stað. Allt í einu var hann svo óttalaus. Þó hann ætti eftir að sakna allra hérna megin, þá var hann viss um að allt færi vel. Hann fann það svo greinilega að hann var í öruggum höndum. Það var eins og hann fylltist einhverri nota- kennd. Það var ekki til neins að bíða með þetta lengur. illu var best aflokið. Þetta yrði bara eins og að fara til tannlæknis. Þegar maður er búinn að kveljast smá- stund i stólnuin gengur maður eins og nýr maður út. 17. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.