Vikan


Vikan - 24.04.1980, Side 41

Vikan - 24.04.1980, Side 41
Smásaga Jeth Channon gekk einsamall upp á haeðina i svalri vorsólinni. Hann náði uppáhalds staðnum sinum og settist niður. Klukkur sóknarkirkjunnar voru nú hættarað hringja. Það voru liðnir nokkrir klukkutímar síðan brúðkaup dóttur hans fór fram, samt ómaði fagnaðarhljómur þessara klukkna í höfði hans og gladdi hann og hryggði í senn. Hann horfði á veginn mílufjórðung fyrir neðan sig. Brátt myndu Barbara og eiginmaður hennar „fara i burtu”. Fljótlega æki billinn þeirra frá litla húsinu þar sem Jeth og dóttir hans höfðu átt heima í öll þessi ár, aðeins þau tvö — auk hundsins Tryggs, auðvitað. Jeth fann að einmanaleikinn stakk hann eins og hnifur milli rifjanna þegar hann hugsaði um stóra Labrador- blendinginn. Honum þótti vænt um hundinn, hann var svo tryggur og viðfelldinn — og áreiðanlegur. Tryggur fór sér miklu hægar núna en áður. Jafnvel sjónin var ekki eins góð og þegar hann var vanur að elta héra á almenningnum hinum megin við hæðina. En trygglyndið var enn óskert. Jeth hafði komið með hann heim sem hvolp frá dýraskýli bæjarins......... hamingjan sanna voru virkilega liðin tuttugu ár frá þeim degi um níestu páska? Hann hristi höfuðið hægt. Hann hafði sett litla svarta hvoipinn með hvíta colliehringinn og góðlátlegu augun i frakkavasa sinn. Barbara var aðeins átta ára þá og var í teboði hjá ömmu sinni. Eins og vanalega hafði hún hlaupið áköf af stað á móti Jeth og æpt af ánægju þegar hann lyfti henni hátt upp fyrir höfuðsér. Siðan hafði hún vafið handleggjunum úm háls hans, sem varð alltaf til þess að honum vöknaði um augun. Barbara mundi ekkert eftir móður sinni, faðir hennar var ekkill og hann hafði alltaf notið tvöfaldrar ástar hennar. Og þá tók hún eftir litla hrædda hvolpinum, sem kúrði í frakkavasa föður hennar... Jeth hristi höfuðið til þess að bægja minningunni frá. Hann sór að vera ekki tneð neina eftirsjá í dag. Þetta var dagur Barböru og Stevens. Steven var ágætur úngur maður og hann var Barböru trúr. Eftir öll þessi ár var Jeth viss um að hann gaf Barböru réttum manni. Það var eins og hann væri að gefa hluta af sjálfum sér en hann hafði gert það með ánægju. Brúðkaupið hafði veriðánægju- legt og sólin skein á hamingjusöm brúð- hjónin. Presturinn sem hafði skírt Barböru gifti hana núna. Litla sveitakirkjan hafði Þýtt' Emi! órn Kristjánsson verið troðfull. En hjartnæmasta stundin hafði verið í brúðkaupsveislunni. Þegar þau höfðu skorið þriggja hæða brúðkaupstertuna hélt Barbara ræðu. Hún kom óvænt og óundirbúin. Það hafði orðið grafarþiögn á auga- bragði í sal gistihússins. Hún stóð stolt í mjallhvítum, gólfsíðum brúðarkjólnum með slörið aftur á bak. Grannir fingur hennar fitluðu óstyrkir við fresíuvöndinn. Rödd hennar titraði. Það vissu allir i þorpinu um hin sterku tengsl milli Jethro Channon og dóttur hans. En þegar Barbara hafði haldið snjalla og tilfinningaríka ræðu, fulla þakklætis tii hins dásamlega og óeigin- gjarna föður, þá var ekki eitt einasta auga þurrt í veislunni. Jafnvel Jeth hafði fundið hvernig augu hans fylltust tárum. Hann var fullur af stolti og ánægju — en líka einmanakennd. Það yrði ekki aðeins Barbara og Steven sem færu eftir veisluna — Tryggur færi líka. Það var það eina rétta, sagði Jeth við sjálfan sig. Hann hafði keypt hundinn fyrir Barböru. Á þeim löngu liðnu dögum hafði hún verið svolítið einmana krakki. Hún var einkabarn. Og einkafor- eldri var einmanalegt foreldri. En hann og Barbara höfðu átt svo dásamleg ár saman... Hann hafði ekki kvænst í annað sinn. Auðvitað hafði fólk verið að reyna að para hann saman við einhverjar í gegnum árin. Jafnvel tengdamóðir hans sagði að hann ætti að finna sér félaga þegar árin færðust yfir. Ekki svo að Jeth væri svo gamall. Hann hafði gengið seint i hjónaband, kominn á fimmtugsaldur, og Clara hafði verið „öfugu megin við þrítugt" eins og hún var vön að segja í gríni. En grínið varð að beiskri alvöru. Meðgöngutíminn var henni erfiður og barnsburðurinn kostaði hana lífið. Fyrstu vikurnar eftir dauða konu sinnar var Jeth haldinn gremju i garð þessa krefjandi litla anga, sem minnti hann svo sárt á glataða hamingju. En hann hafði aldrei orðið bitur. Fljótt og óhjákvæmilega hafði Bar- bara litla unnið hjarta hans algjörlega. Þegar hún var orðin nógu gömul til þess að skilja það fór hann að segja henni frá móður hennar. Og hún var vön að hlusta af áhuga. En það kom að því að Jeth sá hvernig landið lá. Barbara þurfti ekki eins mikið á móður að halda og hann óttaðist. Þegar hann skildi að hann var Barböru allt. hætti hann að dvelja i fortíðinni. Þá frétti hann að í bænum var hópur heimilislausra hvolpa. Hann hafði gefið henni Trygg og vonað að henni þætti vænt um hann og hún myndi bera umhyggju fyrir honum. Hún gerði það. í staðinn hafði hund- urinn elskað hana þegar hann var full- vaxinn. Þau höfðu orðið óaðskiljanleg. Flesta daga höfðu þau gengið upp á þessa hæð. Og alltaf þegar Jeth gat gekk hann meðþeim. Jeth hafði verið heppinn með vinnu. Sem auglýsingateiknari vann hann I LEIT AÐ LIFGJAFA Lesendur ath. Af óviðráðanlegum orsökum verður birting 10. hluta fram haldssögunnar í leit að líf gjafa að bíða þar til i næstu VIKU. Við biðjum okkar agætu lesendur velvirðingar a því. Ritstj 1J. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.