Vikan


Vikan - 24.04.1980, Page 43

Vikan - 24.04.1980, Page 43
Með titrandi röddu hélt hún áfram: „Jafnvel eftir daginn á morgun, pabbi, jafnvel eftir brúðkaupsdaginn minn, þá mun alltaf vera sérstakur staður fyrir þig i hjarta mínu, sama hvar ég er og sama hvaðég geri.” Eins og alltaf áður tók hún þéttar um háls hans. Og hann var feginn þvi að hún grúfði andlit sitt I bringu hans þvi augu hans voru orðin vot. Jeth andvarpaði og sló pípunni sinni við stein. Honum líkaði ekki rammt bragðið. En hann vissi að það var ekki af tóbakinu. Einmanaleikinn kom yfir hann þegar hann minntist brúðkaupsins. Það hafði tekist stórvel — alveg eins og hann hafði fyrir löngu dreymt um, þegar hann lagði Barböru I rúmið hennar. Honum hafði alltaf þótt það skemmtilegt. Hann hafði lesið fyrir hana eða talað við hana. Aldrei leið það kvöld að þau spjölluðu ekki svolitið saman áður en hann slökkti Ijósið. Hann hafði notið þess að lesa fyrir hana ævintýri. Og brúðkaupið i dag hafði verið eins og raunverulegt ævintýri. En, hugsaði hann með sér, jafnvel ævintýrum hlaut að Ijúka. Hjarta hans tók skyndilegan kipp þeg- ar hann sá bifreiðina sem ók hægt út úr þorpinu. Steven sæti við stýrið og Barbara við hlið hans, Ijómandi I brottfararfötunum. Að öllum líkindum lægi Tryggur í aftur- sætinu. Þau ætluðu ekki að fara strax i brúðkaupsferðina. Þau ætluðu i íbúðina hans Stevens í borginni. Seinna, þegar álagið minnkaði i starfi hans, þá færu þau eitthvað i sólina. Nú jæja. Jeth andvarpaði. Ekki var hægt að skipa unga fólkinu fyrir, það hafði sínar eigin hugmyndir. Jeth hugsaði með sér hvernig það yrði að snúa aftur heim i húsið tóntt og ekki einu sinni hundurinn til þess að fagna tíonum. Það var önnur ástæða fyrir því að hann var hérna núna. Hann gat ekki hugsað sér að vera á staðnum, þegar hlutirnir hans Tryggs voru bornir út. En hann duldi hugsanir sínar. Tryggur var jú hundurinn hennar Barböru og i dag var brúðkaupsdagurinn hennar. Hann stóð upp. Bifreiðin var næstum beint fyrir neðan hann. I daufu sól- skininu gat hann glögglega séð Steven við stýrið. Barböru við hlið hans og stóra, svarta hundinn í aftursætinu. Jeth lyfti upp hendinni og veifaði. Hann bjóst við að Barbara myndi veifa á móti en horfa síðan beint áfram. Hve oft hafði hann ekki sagt henni að lifið væri ekki til þess að líta aftur, heldur horfa fram á við. Þetta höfðu verið siðustu orð hans til hennar síðasta kvöldið áður en hún fór til annars nianns. Hann undraðist þegar bíllinn stansaði. Jeth hnyklaði brýrnar. Höfðu þau gleymt einhverju? En þá opnaði Barbara dymar og steig út. Síðan opnaði hún afturdyrnar og sneri baki í hæðina um leið. I fyrstu hreyfði Tryggur sig ekki. En svo, þegar Barbara sagði eitthvað við hann, settist hann hægt og varlega upp. þefaði og sperrti eyrun. Hún færði sig til hliðar og Tryggur stökkútúrbílnum. Barbara settist á hækjur sínar við hlið hundsins síns og lagði handleggina utan um háls hans. Svo stóð hún upp og benti upp þangað sem Jeth beið. „Farðu!" heyrði Jeth að hún sagði. Hundurinn hikaði og leit spyrjandi á húsmóður sína. „Farðu, Tryggur!” sagði Barbara aftur og nú meira skipandi. Hundurinn skildi hana. Með stuttum nákvæmum skrefum hljóp hann upp eftir kunnugum stígnum og gelti einu sinni i fagnaðar- eða kveðjuskyni. Gamli hundurinn nuddaði sér upp við læri Jeths. Jeth leit niður þar sem dóttir hans brosti til hans. Hún lyfti hendinni og Jeth veifaði á móti. Barbara fór aftur inn í bilinn og settist við hlið eiginmanns síns. Dyrnar lokuðust. Þau óku I burtu, úr augsýn, hvorugt þeirra leit við. Tryggur ýlfraði svolítið. Jeth fitlaði við hárin á hálsi hundsins. Tryggur hreyfði sig ekki, ekki fyrr en Jeth leit I brún góðleg augun. Vindurinn skrjáfaði I grasinu. Það voru vist ennþá hérar á al- menningnum. „Komdu, karlinn,” sagði Jeth. „Við skulum fara heim.” Tryggur dillaði skottinu. Þeir héldu niður á við, maður og hundur í nánu sambandi. Jeth Channon fann ekki til einmanakennar. Hann vissi að hve langt sem dóttir hans færi þá væri hún ailtaf meðhonum. Alltaf. ENDIR. 17. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.