Vikan


Vikan - 24.04.1980, Side 46

Vikan - 24.04.1980, Side 46
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran SKÁLDVERK HANDAN DAUÐANS ÞaÐ var blátt áfram öngþveiti á 'bílastæðunum í stuttu hliðargötunni í Sao Paulo, útborg Sao Bernardo de Gampo í Brasilíu. En i aðalsalnum í tþróttaklúbbnum sátu 800 manns á bdkkjaröðum og fólkið beið þess með þolinmæði að röðin kæmi að þvi. Jafnóðum og rýmkaðist færði fólkið sig nær hljómsveitarpallinum i enda dans- salartns. Hver fyrir sig hélt á einni eða fleiri bókum og beið þess að ganga í röð fram fyrir langa borðið fyrir framan bekking, en það var stráð rauðum rósum.1^ En 'við mitt borðið sat rit- höfundurinn önnum kafinn viðaðskrifa nafnið sftt á bækurnar og heilsa aðdáendum sínum með handabandi og kyssa á hendur kvennanna um leið og hann rétti hverri konu fyrir sig tvær rósir og brostj hinu kunna brosi sínu til sjónvarpsvélanna og blaðaljós- myndaranna. Þessi athöfn var í tilefni þess að út voru að koma tvær síðustu bækur sér- kennilegasta rithöfundar í heimi. En hann hefur skrifað svo að segja látlaust síðan 1932, að gafnaði allt að þrem bókum á ári. En hundruðustu bók sína gaf hann út árið 1969. Þetta eru ljóð, barnabækur, sögulegar skáldsögur og nútímaverk og auk þess ritgerðir um vísindi, heimspe|ti og trúarbrögð. Samanlagt hafa verið seldar eftir þennan höfund um þrjár n^illjónir eintaka og er hann þannig einn/ af vinsælustu rithöfundum í bókmenntasögu Brasilíu. Þessi höfundur er dáður sem hetja milljóna manna í Brasilíu, jafnt ríkra sem fátækra. Nafn hans er jafnþekkt og nafn Peles, knattsp>jrnumannsins heims- fræga, og hins fræga aksturskappa Emersons Fittibaldis. Hann er heiðurs- borgari flestra borga i Brasilíu. Og er hann kom tvisvar fram í sjónvarpi 1970 var talið að um tvær milljónir manna hefðu setið við skjáinn heima hjá sér. En slíkt er óþekkt nema þegar sýndir eru þar í landi úrslitaleikir í heimsmeistara- keppni í knattspyrnu. En þrátt fyrir þessar óhemjulegu vinsælir og metsölu á bókum hans er Francisco Candido Xavier fátækur maður. Hann hefur aldrei fengið né farið fram á eyrisvirði fyrir það sem hann hefur skrifað; þvi Chico Xavier, eins og hann er kallaður, er spiritiskur miðill, sem er sérfræðingur i ósjálfráðri skrift eða psychographv eins og Brasilíumenn vilja heldur kalla það. Hann hefur þannig tekið við rit- verkum a.m.k. 500 mismunandi, látinna höfunda. Allar þessar bókmenntir hefur hann skrifað í transi og margt af þvi opinberlega i miðstöðvum spiritista í borgunum Pedro Leopoldo, þar sem hann bjó þangað til 1958, og Uberaba, þar sem hann nú býr í húsi, fátæklega búnu húsgögnum á ríkiseftirlaunum sínum, sem eru um 100 dollarar á mánuði. Chico er dáður og virtur af brasilískum spiritistum, sem hin mikla fyrirmynd mannanna, sem helgar allt sitt líf því einu að hjálpa þeint meðbræðrum og systrum, sem minnst bera úr býtum og erfiðast eiga. Með þessu framkvæmir hann í verki hugsjón höfundar þeirrar greinar spiritismans, sem iðkuð er í Brasiliu, Allans Kardeks, en hann hélt þvi fram, að spiritismi án góðverka væri nafniðeitt. Heimildarmaður minn, Guy Playfair, sem ég kynntist i Englandi horfði sjálfur á Chico á þessari bókakynningu í fjórar klukkustundir. Hann sagði mér svo frá: „Hægri hönd hans, sem hafði skrifað um fimm milljónir orða, var á stöðugri hreyfingu, ýmist að skrifa nafn hans á bækurnar eða taka í hönd aðdáenda. Um 2000 eintök voru seld þennan eina dag úr bókahillunum, sem komið hafði verið fyrir í anddyrinu. Venjulega hefði þetta fært höfundinum um 600 dollara í ritlaun. En eins og öllu öðru fé. sem fengist hefur fyrir bækur Chico i fjörutíu ár, yrði því brátt eytt í fatnað, mat og læknishjálp hinum fátæku til handa. Chico er heil velferðarstofnun sem samanstendur af einum manni. Röðin kom að mér. Chico heilsaði mér eins og honum væri kærara að hitta mig en nokkurn annan. Hann bað mig að bera ritstjóra Psychis News, miðlinum Maurice Barbanell, kveðju sína og að svo mæltu skrifaði hann á þrjár bækur, sem ég hafði keypt, gaf mér tvær rauðar rósir og kvaddi mig með hlýju handtaki. Þegar ég fór þaðan snemma um kvöldið biðu enn fjögur hundruð manns eftir þvi að röðin kæmi að þeim og enn fleiri voru að bætast i hópinn. En mér var sagt að ég gæti reitt mig á að Chico myndi ekki hreyfa sig úr sporunum fyrr en hver einasti maður hefði fengið áritun, handtak og rós til minia, jafnvel þótt jtað tæki hann alla nóttina.” Chico Xavier fæddist 2. apríl 1910 í bænum Pedro Leopoldo í miðrikinu Minas Gerais í Brasilíu, en það er álíka stórt og Frakkland. Hann var einn af níu systkinum og misstu þau móður sína þegar Chico var fimm ára gamall. Guðmóðir hans tók hann í fóstur. Þetta sama ár fékk hann fyrstu reynslu sina sem miðill með því að hann sá móður sina líkamnast fyrir framan sig eftir lát hennar. Og þegar hann tók að ganga í barnaskólann var hann orðinn því alvanur að heyra raddir og verða var viðanda í návist sinni. Dag nokkurn var nemendum sagt að skrifa ritgerð um sögu Brasilíu, sem ætlunin var að færi í samkeppni sem ríkið hafði stofnað til. Chico litli var að byrja á þessu og var að velta því fyrir sér hvað hann ætti að skrifa. En þá sá hann mann við hlið sér, sem virtist lesa honum fyrir: „Brasilíu, sem Pedro Alvarez Cabral uppgötvaði, má líkja við dýrmætasta gimstein í heimi, sem brátt átti aðfesta í krúnu Portúgals..." Chico skrifaði það sem hann heyrði og hlaut lof fyrir ritgerðina i sam- keppninni, kennslukonu sinni og bekkjarsystkinum til stórfurðu. Ekki dró það úr undrun þeirra þegar hann hélt því fram að hann hefði fengið rit- gerðina eins og hún lagði sig frá anda. Nú var skorað á hann að leika þetta aftur og féllst Chico á að reyna það. Áskorandinn, sem var bekkjarbróðir hans, átti sjálfur að ákveða ritgerðar- efnið. En meðan hann var að hugsa sig um stakk einhver upp á því að ritgerðin fjallaði um sand. Allir skellihlógu að svo vitlausu ritgerðarefni, nema Chico sem gekk upp að töflunni, tók krít og byrjaði strax að skrifa: „Synir mínir, sköpunin lætur ekki að sér hæða. Sandkorn er næstum ekkert, samt birtist það eins og örlítið stirni, sem endurspeglar sól Guðs.” Þá þagnaði bekkurinn en kennslukonan harðbannaði hvers konar frekara tal um raddir frá ósýnilegum verum þaðan i frá. En þar eð þetta var gæðakona tók hún Chico afsiðis eftir kennslustund og sagði honurn að biðja um leiðsögn að venjulegum kaþólskum hætti. Chico lauk barnaskólanámi sinu þrettán ára gamall. En árið 1932 var það tæpast talin nægileg undirbúnings- menntun fyrir pilt sem átti eftir að verða afkastamesti rithöfundur þjóðarinnar. Hann var reyndar enn í skóla þegar hann byrjaði að vinna fyrir sér. Fyrst ellefu ára i vefnaðarverksmiðju og þar var hann i fjögur ár. Síðar vann hann sem aðstoðarsveinn í eldhúsi og búðar- maður og að lokum fékk hann lága stöðu i einni deild landbúnaðar- ráðuneytisins. Og þar starfaði hann frá 1933 og þangað til hann hætti sökum aldurs 1961. Fast miðilsstarf byrjaði hann árið 1927. Ein systir hans virtist hafa orðið geðveik og var mjög illa haldin. Hug- lækningamiðill i nágrenninu skoðaði hana og komst að þeirri niðurstöðu að hér væri um andsetni að ræða og læknaði hana þegar í stað. Þetta hafði svo djúp áhrif á Xavier-fjölskylduna að hún varpaði kaþólskunni fyrir borð og þau gerðust öll spiritistar. Kona lækningamiðilsins, Carmen Perácio, varð svo hrifin af lækningunni á systur Chicos að hún ákvað að stofna lítinn spiritisma-hring. Það stóð ekki á Chico að vera með því hann hafði orðið mjög djúpt snortinn af lækningu systur sinnar. Þann 8. júlí sama ár skrifaði hann dálitið ósjálfrátt. Frú Perácio heyrði rödd sem sagði henni að fá Chico blað og blýant og það gerði hún. Það sem hann skrifaði var svo andleg leiðsögn á seytján blaðsiðum. Á öðrum fundi skömmu síðar sá frú Perácio í sýn mann í prestsklæðum sem var umvafinn geislandi bliki og hann sagði henni aftur að fá Chico blöð og blýant. Chico, sem þá var seytján ára gamall, skrifaði svo nákvæmar leiðbeiningar um meðferð á systur sinni, sem svo nýlega virtist hafa verið læknuð af hættulegum geðsjúkdónti. Þessi andi kynnti sig fyrir frú Perácio sem „Emmanuel” og kvaðst vera vinur Chicos í andaheimi þótt það yrði ekki fyrr en árið 1931 sem Chicosjálfur varð var við þennan aðalstjórnanda sinn, sem hefur fylgt honum alla tíð siðan. Á öðrum af fyrri fundum í Pedro- Leopoldo-hringnum sá frú Perácio í sýn það sem hún lýsti sem bókaregni sem félli allt i kringum höfuð Chicos. Túlkaði hún þetta sem merki köllunar, sem hann ætti að fylgja. Það er því óhætt að segja að bók- menntastarfinu hafi bókstaflega verið þröngvað upp á Chico. Síðan 1927 hefur hann eytt að meðaltali fimm klukkustundum á degi hverjum í beinu 46 Vikan 17. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.