Vikan


Vikan - 24.04.1980, Síða 62

Vikan - 24.04.1980, Síða 62
Pósturinn Sælgætissjúk í meira lagi Kæri Póstur! Ég þakka gott blað og vona að bréfið lendi ekki í tunnunni. Þannig er mál með vexti að ég er sjúk í sœlgæti. Um daginn prófaði ég að hætta að borða það í 3 daga en á þriðja degi var ég orðin svo sjúk að ég var farin að titra. Hvað get ég gert til þess að hætta þessum ávana? Svo er annað vandamál hjá mér, ég get nefnilega ómögu- lega fengið fullnægingu við samfarir. Hvað getur valdið þessu? Með þökk fyrir birtinguna. J.G. Sælgætisát er slæmur ávani og því albest að losna undan því fargi sem allra fyrst. En til þess að venja sig af sælgætisáti dugir ekki að reyna það í aðeins þrjá daga heldur verður þú að koma þér upp ákveðnu kerfi í því efni. í byrjun gætirðu sett þér að snerta ekkert í þá veru nema um helgar og reyna síðan að minnka það ennþá meira. Af sælgætisáti uppskerð þú einungis óhreina húð og auka- kíló á líkamann, en hvorugt þýkir til mikillar prýði á unglingum. Hvað síðara vandamálið snertir er líklega aðeins um það að ræða að ennþá ertu fremur ung að árum og átt bæði eftir að breytast og þroskast mikið frá því sem nú er. Einnig getur mótaðilinn spilað þar inn i og segja má að jafnaldrar þínir séu varla svo reynslumiklir á þessu sviði að þú getir ekki skrifað hluta vandamálsins á þeirra reikning líka. Símastaurakálfar og lærin eins og sandpappír Kæri Póstur og kæra Helga. Ég á við dálítið stórt vandamál að stríða. Þannig er mál með vexti að ég er með svo agalega Ijóta fætur. Kálfarnir á mér eru eins og sverustu símastaurar og lærin á mér eru líkust sandpappír ef maður kemur við þau. Svo eru þau öll þakin rauðum bólum og svo auðvitað allt of feit. Ökklarnir á mér eru rosalega sverir líka. Getur þú ekki gefið mér eitthvert gott ráð til þess að grenna lappirnar á mér? Ég er frekar grönn, að ég held, fyrir ofan lappirnar. Góði Póstur, gefðu mér nú gott ráð. Ég las í Vikunni um daginn bréf frá stelpu sem virtist hafa við sama vandamál að stríða og ég. En þú svaraðir henni því einu að hún ætti ekki að reyna að gera einhverjar töfraaðferðir við sig. Ein áhyggjufull. Pósturinn ítrekar það sem áður segir að töfraaðferðir eru yfir- leitt ekki árangursríkar og því best að halda sig fjarri allri vafasamri tilraunastarfsemi. Hins vegar skaltu leita læknis með bæði þessi vandamál. Ef húðin er mjög gróf er ekki ósennilegt að þú þurfir á einhverjum áburði að halda. Sumt exem lýsir sér svipað þessu og því albest fyrir þig að fá úrskurð húðsjúkdóma- læknis í þessu efni. Það er ófrávíkjanleg staðreynd að ekki eru allir eins, hvorki í útliti eða að skapferli. Þú verður þvi að gera þér grein fyrir að ekki er mögulegt að breyta vexti þínum gersamlega. Hins vegar eru möguleikar á því að breyta ýmsu og þú ættir að fara í leikfimi þar sem áhersla er lögð á að lagfæra líkamsvöxtinn og þar getur þú lagt aðaláherslu á læri og kálfa. Mig svimar í strætó Elsku Póstur! Ég fer alltaf, eða nærri því alltaf, í strætó heim úr skólanum og ég skil það ekki — ég fæ magaverk og höfuðverk og mig svimar í strætó. En þegar ég fer út úr vagninum þá lagast þetta allt saman. Gefðu mér ráð við þessu og ekki segja að þetta lagist með tímanum, því þetta hefur alltaf verið svona. Og þá kemur þetta gamla, hvað á ég að vera þung ef ég er 159 sm á hæð. P.S. Ég bið að heilsa öllum, sem vinna á Vikunni, sér- staklega Helgu. Ég vona að hún fái ekki þetta bréf, hún má eiga umslagið. Kveðja. Strætósjúklingur Ýmsar ástæður geta valdið þessari vanlíðan þinni, en líkleg- ast er aðfleiraen eitt komi til. Þú gætir verið með aðkenningu af gamla góða kvillanum, sem nefndur hefur verið bílveiki, og við þvi er frekar lítið að gera. Einnig getur þú verið blóðlítil og sjálfsagt fyrir þig að leita læknis til þess að komast að raun um, hvort það getur verið orsökin. Þú ert alls ekki ein um þetta og þeir eru ófáir, sérstaklega á unglingsárunum, sem finna fyrir vanlíðan sem þessari. í mörgum tilvikum hverfur þetta með aldrinum, en það er þó ekki algilt. Á þeim tima sem umferðarþunginn er mestur og flestir á leið að og frá heimili verður þungt loft í vögnunum og þrengsli og það getur líka átt sinn þátt í hvernig þér líður. Ef þú hins vegar finnur fyrir þessu á öllum tímum ættirðu að láta rannsaka, hvort blóðleysi er þarna ef til vill aðalorsök. Ef þú ert 159 á hæð er hæfilegt að vera frá 49 og upp í 53 kíló eftir þvi hvort þú ert fíngerð eða kraftalega byggð. Pcnnavinir Hjördis Larsen, Loavegen 5, 3900 Porsgrunn, Norge, er tæplega 16 ára gömul og hefur áhuga á að skrifast á við stelpur og stráka á sama aldri. Áhugamál hennar eru bréfaskriftir, bækur, popptónlist, íþróttir og margt fleira. Hun skrifar á ensku, norsku og þýsku. Ásdis Birna Pálsdóttir, Gilsbakka 24, 710 Seyðisfirði, óskar eftir pennavinum á aldrinum 10-12 ára, bæði strákum og stelpum. Hún er 10 ára. Áhugamál hennar eru margvísleg og hún óskar eftir að mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Hún svarar öllum bréfum. Þorbjörg Eðvarðsdóttir, Hólabraut 28, 545 Skagaströnd, A-Hún., óskar að skrifast á við stelpur á aldrinum 11-13 ára. Hún er sjálf tæplega 12 ára. Áhugamál hennar eru íþróttir, diskótek, föt og margt, margt fleira. vi-u. © Bvlls 62 Vikan X7< tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.