Vikan


Vikan - 24.04.1980, Blaðsíða 63

Vikan - 24.04.1980, Blaðsíða 63
Sigurborg Sævarsdóttir, Illugagötu 46, 900 Vestmannaeyjum, óskar eftir penna- vinum, stelpum og strákum á aldrinum 14-15 ára. Áhugamál hennar eru marg- visleg og hún svarar öllum bréfum. Þóra Jónsdóttir, Stillholti 14, 300 Akranesi, hefur áhuga á að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál hennar eru íþróttir og margt fleira. Heiöu Hallsdöttur, Vesturgötu 133, 300 Akranesi, langar til að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál: íþróttir og margt fleira. Sigrún Jónsdóttir, Bogabraut 14, 545 Skagaströnd, A-Hún., hefur áhuga á að komast i bréfasamband við stelpur og stráka á aldrinum 14-16 ára. Hún er sjálf 14 ára. Áhugamál hennar eru margvísleg og hún svarar öllum bréfum. IVlarit Kostöl, Landbrukskurset, 4850 Aamli, Norge, er 17 ára gömul norsk stúlka sem hefur áhuga á að eignast islenska pennavini. stráka og stelpur á sama aldri. Áhugamál hennar eru allt sem viðvikur landbúnaði, frímerki. handavinna. gamlir dansar. bréfaskriftir og fleira. Hún skrifar bæði á norsku og ensku. Guðný Hólmfríöur Axelsdóttir, Litlu- Brekku, Höfðaströnd, 566 Hofsósi, hefur áhuga á að eignast pennavini sem fæddir eru á árunum 1965-1967. Hún er sjálf fædd árið 1967. Æskilegt er að mynd fylgi fyrsta bréfi. Guórún Olga Baldvinsdóttir, Þúfum, Öslandshlíð, 566 Hofsósi, hefur áhuga á að eignast pennavini á aldrinum 15-17 ára. Hún er sjálf 17 ára. Hún óskar eftir að mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Bjarni Björn Sigurðsson, 632 Dcvon Road, Comp. Hill, P.A. 17011, USA.er islenskur 16 ára gamall strákur búsettur i Ameríku. Hann hefur áhuga á að skrifast á við stúlkur á aldrinum 14-16 ára. Hann skilur islensku en skrifar hana ekki. Áhugamál hans eru íþróttir. Ijósmyndun ogfleira. Karl Þorsteinsson, box 7002, Reykjavík, óskar eftir pennavinum á aldrinunt 17- 70 ára. Svarar öllum bréfum. I Guðrún Gunnsteinsdóttir og Unnur | Pálína Guðmundsdóttir, 524 Norðurfirði, Strandasýslu. Við erum liérna tvær og okkur langar að skrifast á við 13-16 ára stráka. Erum sjálfar 14 og erum alveg æðislegar Bæ, bæ. og skrifið okkur nú. piltar Kristín Benediktsdóttir, Hvalnesi, Austur-Skaftafellssýslu, 781 Hornafirði, óskar eftir að skrifast á við krakka á öllum aldri, er sjálf 15 ára. Svarar öllum bréfum. Björg Linberg Kunólfsdóttir, Brúarlandi, Deildardal, 566 Hofsósi, óskar eftir að eignast pennavini á aldrinum 15-17 ára. Hún er sjálf 17 ára. Hún biður um að mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Lovísa Guðnadóttir, Silfurbraut 2, 780 Höfn, Hornafirði, hefur áhuga á að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára. Áhugamál hennar eru diskótónlist, iþróttir, plaköt, dans og margt fleira. Hún svarar öllum bréfum. Margrét Ásgeirsdóttir, Heiðargerði 9, 108 Reykjavlk, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 13-15 ára. Áhugamál eru t.d. hestar. diskó. bækur, frimerki og margt fleira. Kennararnir klára setningarnar fyrir mig! Halló Póstur! Við erum nýbyrjuð að kaupa Vikuna og mér finnst hún ágæt. Mér finnst Pósturinn sérstaklega góður og er oft að pæla í hlutum, sem fólk spyr um. Ég vona að þú svarir þessu bréfi mínu fjótt og það eins vel og þú svarar mörgum bréfum. Mitt vandamál er að ég stama. Ég hef alltaf stamað en það háði mér ekkert í grunnskólanum. Allir krakkarnir þekktu mig og vissu að ég myndi klára setningarnar, þó það tæki lengri tíma. Og þá var ég ekkert stressaður og stamaði miklu minna. Eins var það með kennarana. Þeir meira að segja tóku mig í taltíma og þá lagaðist þetta mikið. En núna er ég byrjaður I fjölbraut og þá fór alll að versna. Krakk- arnir horfa á mig og eru alltaf eitthvað að hvíslast og pískra þegar ég er að tala. Og kennararnir nenna ekki að bíða eftir því að ég klári setningarnar heldur klára þær fyrir mig, spyrja svo næsta mann og ég er kannski ennþá í stressi í miðri setningu þegar þriðji maður er spurður. Einnst þér þetta ekki alvegferlegt? Eg er auðvitað alveg í hassi út af þessu öllu saman og held mig úti í horni st'o það tali nú örugglega enginn við mig. En mér finnst það leiðinlegt. Ég er nefnilega ekki svoleiðis strákur sem vill vera einn. Mér finnst gaman að vera með skemmtilegu fólki og hafa það gaman. Og ég get sungið án þess að stama! Og mér hefur alltaf þótt gaman I partíum. Hvað get éggert í málinu? Égget ekki talað við hvern einasta mann I mörg þúsund manna skóla, ha? Og útskýrt fyrir þeim hvað ég er taugastrekktur út af þessu? Ég vona að þú getir hjálpað mér. Kannski stamar þú líka og veist hvernig manni líður! Með þökk fyrir hjálpina. E‘nn svekktur. Að vísu stamar Pósturinn ekki en getur þó auðveldlega gert sér í hugarlund hvernig þér líður og finnst þú svo sannar- lega ekki öfundsverður. En það er engin ástæða til þess að gefast upp og fyrst og fremst skaltu varast að láta þetta hafa of mikil áhrif á þig. Þetta eldist sennilega af þér mjög fljótlega og þegar þú ert farinn að samlagast nýja skólanum betur fer allt i sitt gamla horf. Varastu samt að draga þig um of i hlé og það er alls engin ástæða til þess að þú hangir úti í horni í eigin aumingjaskap. Það er að sjálfsögðu hinn mesti dónaskapur af kennurum að ljúka fyrir þig setningum og jafnvel að gefa sér ekki tíma til að leyfa þér að ná þér á strik, en þú getur treyst því að þetta er einungis þeirra aðferð við að reyna að hjálpa þér — en heldur misheppnuð! Gættu þess umfram allt að láta þetta ekki vinna þér tjón (meira en orðið er) og stofnaðu til kynna við nýju krakk- ana. Þú skalt tala um þessi vandræði þín í léttum tóni og gera jafnvel ofurlítið grín að sjálfum þér. Þá máttu vera viss um að þú bæði hjálpar félögum þínum til að taka vandann léttum tökum og losar sjálfan þig við alls kyns óþarfar vangaveltur. Gerðu skólafélögunum ljósa grein fyrir að þér þyki það ekki óþægilegt þótt þau tali um þetta við þig eða svo þú heyrir og þá máttu vera viss um að stamið verður þér auðveldara viðfangs. Enn er sá kostur að leita læknishjálpar og þú átt þar um margar leiðir að velja. Hins vegar ættir þú að geta læknað þig mun betur sjálfur og ekki sakar þar sú reynsla og þekking sem þú hefur hlotið í sambandi við fyrri talkennslu. Reyndu umfram allt að forðast að hugsa um þetta sem óleysanlegt vandamál því það gerir þér einungis erfiðara fyrir í framtíðinni. 17. tbl. Víkan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.