Vikan


Vikan - 24.07.1980, Page 21

Vikan - 24.07.1980, Page 21
vægi en leyfði henni öðru hverju að ná knettinum. Einu sinni hrasaði hún i grasinu og fcll við. .,Þú gerðir þetta viljandi." æpti Anna. „Óhapp." „Varaðu þig. óþokkil" Hún spyrnti knettinum yfir mig og i áttina að mönnum sem sátu að snæðingi í afgirtum hluta garðsins. Ég hljóp á eftir honum en nam staðar. Einn mannanna hafði tekið upp knöttinn og hélt honum að mér. „Átt þú hann. strákur?" „Já." sagði ég. Þeir voru þrír. Fremur ungir og þrek- vaxnir. Allir klæddust þeir brúnum skyrtum, víðum brúnum buxum og svörtum stigvélum stormsveitarmanna. Allir báru þeir hakakrossmerkið. svartan kross á hvítum grunni á rauðu arm bandi. Ég leit framan í þá. Þetta voru venjulegir Berlinarbúar eins og sjá mátti sitja að bjórdrykkju á sunnudögum. Það var bara búningurinn. Ég vissi hverjir þetta voru. hvaða álit þeir höfðu á okkur og hvað þeir gerðtt okkur. Fyrir ári hafði ég lent i áflogum við nokkra þeirra úti á götu. Ég fékk glóðarauga en mér tókst að lemja einn þeirra niður áður en ég tók til fótanna. yfir girðingar og um húsasund. tii að sleppa frá þeini. „Á hvað ertu að horfa. drengur?" spurði sá sem hélt á knettinum. „Ekkert." Anna var nokkra metra fyrir aftan mig. Þegar hún sá þá hörfaði hún. Mig langaði að segja við hana: „Ekki sýna þeim að þú sért hrædd því þeir vita ekki að við erum gyðingar.” Hún var föl og hélt áfram að hörfa. Hún virtist gera sér betri grein fyrir þvi en ég að þetta voru óvinir okkar. að ekkert sem við segðum eða gerðum gæti bjargað okkur undan þessu blinda, ástæðulausa hatri. En þessa stundina virtist mönnunum santa um okkur. Knettinum var spyrnt lil mín. Ég skallaði hann i fallegan hoga og sendi hann síðan til Önnu. Ég þóltist Itafa sloppið naumlega en vissi ekki frá hverju. Við Anna staðnæmdumst undir lár viðartré. Við litum aftur á stormsveitar mennina þrjá. „Brúðkaupsveislan er úti." sagði hún „Nei. nei.” svaraði ég. „Þeir skipta okkur engu." Við heyrðum okkar fólk og Helms fjölskylduna syngja handan limgerðis ins. „Komdu i leik." sagði ég. „Ég verð i marki og þú reynir að gera mark hjá mér." „Nei. ég vil ekki leika knattspyrnu og ég vil ekki heldur syngja." Hún hljóp burt. Ég fleygði boltanum laust á eftir henni og hæfði hana i sitjandann. Antta. sem auðvelt var að æsa upp. hefði undir venjulegum kringumstæðum snúið við og revnt að Fólk hló. Pabbi sagði að afi ætlaði að láta skrá sig i herinn aftur. Helms-hjónin og Hans voru þögul. Miiller bjóst til að hvísla einhverju i eyra Helms en sá sig um hönd. Inga reyndi að fjörga veislugesti. „Eigum við ekki að syngja? Hvað viljið þiðsyngja?” Hún benti harmonikuleikaranum að dýrin sem ég hafði mesta ánægju af eða að ganga allan daginn þar til mig verkjaði í fæturna, heldur var gleðilegt að vera með þeim Karli. Hún hafði ekki hlotið mikla menntun — hún hafði verslunar próf — og hún var ekki málóð eða hávær. Hún var einfaldlega lifandi. unni lífinu og lífsgleði hennar smitaði út frá sér. Hann hóf leik sinn. Karl lagði hand legginn utan um Ingu. sem lagði hand- legginn utan um föður minn og síðan koll af kolli. Þótt Helms-fjölskyldan tæki undir með okkur hélt hún sig í hæfilegri fjarlægð. Gamla lagið leið út i sunrar- hlýjuna. Móses frændi hnippti í ntig þegar ég Dorf-fjölskyldan, Erik og Marta og böm þeirra tvö, ö útisamkomu i Ber- lín. koma til okkar. Brátt fékk hún fólk til að rísa á fætur og mynda hring. Inga hafði hæfileika til að konia hlutunum i verk, hafa áhrif á fólk. ekki með vonskunni eða með því að þykjast eitthvert skass. heldur með fjöri sínu. Hún virtist njóta hverrar stundar ævi sinnar og hún hafði lag á að flytja þessa lifsnautn til annarra. Einu sinni var hún heilan dag með okkur Önnu í dýra- garðinum. Ég man að það voru ekki „Kunnið þið L.orelei?" spurði mamma. Harmonikuleikarinn laut höfði. „Afsakið frú, Heine . . „Er Heine bannaður?” spurði mamma og gætti vantrúnaðar i röddinni. „Tónlistardeild flokksins úrskurðar „Hættið nú alveg.” sagði mamma. „Leikið það,” sagði Inga. Hún kyssti hljóðfæraleikarann á ennið. „Leikið það fyrir brúðina. Mér finnst það svo skemmtilegt.” átti leið hjá honum. „Heldur hcfði ég viljað heyra Rúsinur og möndlur. " Ég vissi ekki við hvað hann átti. Hann var góður og einlægur maður en hann var öðruvisi. Mamma sagði að pólskir gyðingar væru öðruvísi (alls ekki i niðr andi merkingu). „Mér leiðist að syngja." sagði Anna. „Sjáðu hvaðég fann." Hún var rneð litinn knött og kastaði honum i höfuð mér. Ég elti hana og við tókum að sparka knettinum á flötinni að baki veitingahússins. Ég lék á hana. hljóp fram úr henni. kom henni úr jafn 30. tbl. Vikan XI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.