Vikan


Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 11

Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 11
Glögg (áfengt) 3 I rauðvín 3dl rúsínur 2 dl möndlur, afhýddar 7 heilar kardimommur 10 negulnaglar um 3 dl sykur Setjið krydd og sykur í pott og hellið rauðvíni yfir. Látiðstanda i þrjá til fjóra tima (ef til vill yfir nótt). Hitið upp i um 10 mínútur en látiðalls ekki sjóða. Borið fram í könnum eða glösum (sem þola hita). Dugir í um 18 glös. Jarðarberjabolla (óáfeng) I pakki frosin jarðarber safi úr 2 sítrónum safi úr 2 appelsinum 4 fl 7-Up. sódavatn eða hreint vatn að einum lílra. Berið fram með ísmolum. Dugir í 5-6 glös. Fljótlegt túnf isksalat Þetta salat er gott þegar gestir koma óvænt inn úr dyrunum og þig langar að bjóða þeim upp á eitthvað gott en timir ekki að eyða kvöldinu i eldhúsinu til að útbúa það. Finndu kexpakka í skápnum (helst Ritzostakexl og sjóddu tvö til þrjú egg fyrir hverja túnfiskdós sent þú átt. Kældu eggin þegar þau eru harðsoðin og brytjaðu með því að leggja þau þvers og kruss i eggjaskerann. Smábrytjaðu tún- fiskinn út í og settu 2 kúfaðar msk. af majónesi saman við ef þú ert með eina dós og 2-3 egg. Þá rétt loðir salatið saman en verður ekki löðrandi i majónesi. Kryddað með paprikudufti og e.t.v. smáhvitlauksdufti. í þetta salat má bæta öllu mögulegu, þóekki rækjum! ídýfa 1 dós ýmir 2 msk. blandaðar kryddjurtir (estragon. steinselja. timian. kerfill) 1 perlulaukur. smáttsaxaður 2 tsk. franskt sinnep Blandið öllu vel og vandlega sanian í skál. Kælið i kæliskáp i 1-2 klst. Borið fram með hráu grænmeti. Rækjur með kryddsósu 200 g rækjur 1/2 bolli majónes 2 msk. vökvi (vatn, mjólk. rjómi) 1 msk. söxuð steinselja (ef notuðer þurrkuðþá þarf um helmingi minnal 1 msk. graslaukur 1 msk. söxuðgúrka 1/2 tsk. sitrónusafi salatblöð Áramótasamkvæmið Áramótasamkvæmið Skiptið rækjunum yfir 6 salatblöð. Breiðið plast eða smjörpappir yfir og kælið. Blandið öllu öðru saman og kælið í kæliskáp í klukkustund. Hellið sósunni yfir rækjurnar þegar borið er fram. Borðað með ristuðu brauði. Fyllt f ranskbrauð 1 dós rjómaostur 1 túba ansjósupasta 1 msk. kapers.eða súr pikkles 2 msk. chilisósa (úr flöskul 1 tsk. saxaður laukur 1 tsk. Worchestershiresósa 3 skvettur Tabascosósa salt til bragðbætis 1/2 bolli smjör. viðstofuhita 1/2 bolli saxaðselleri 1 msk. brauðmylsna 1 langt franskbrauð(snittubrauðl Hrærið ostinn mjúkan. Bætið ansjósu- pasta, kapers, chilisósu, lauk. Worchestershire- og Tabascosósu og salti saman við. Hrærið smjörið mjúkt og setjið sellerí og brauðmylsnu saman við. Skerið brauðið eftir endilöngu, fjarlægið hluta af miðjunni. Smyrjið allan efri helminginn með smjörinu. Fyllið neðri helminginn með ost- blöndunni. Setjið efri helminginn yfir þann neðri, vefjið inn i plastþynnu og kælið vel. Sneiðið með beittum hníf í þunnar sneiðar þegar borið er fram. Heitt brauð 1 franskbrauð 1/2 bolli smjör 1 stórt hvítlauksrif. saxað I /4 bolli söxuð steinselja 1/2 tsk. þurrkað basilikum, oregano eða eitthvert annað jurtakrydd salt og nýmalaður pipar til bragðbætis. Hitiðofninn um 190° C (375° F). Skerið í brauðið með um það bil 4 cm millibili þannig að það hangi aðeins saman á botninum. Setjið kryddið saman við smjörið og smyrjið því í sárin. Vefjið álpappír utan um neðri hluta brauðsins, setjið í ofninn og hitið i 10 minútur. Skrautlegur partíréttur . sem klárast alltaf Kaupið hlaup i pakka (jelly), best er að nota jarðarberja- eða kirsuberjahlaup. Þó verður að játast að ananashlaup þykir oft á tíðum bragðbetra en það er ekki eins skrautlegt. Fylgið leiðbeining- unum á pakkanum út i ystu æsar, þær eru venjulega mjög einfaldar, duftið eða hlaupköggullinn íeyst upp í heitu vatni og köldu vatni bætt í. Skemmtilegast er að hella þessu í glæra skál. Þetta er látið stífna, helst í kæli. Þegar hlaupið er að byrja að stífna er brytjuðum ávöxtum bætt út í. Langskemmtilegast er að brytja ferska ávexti út i hlaupið, epli. appelsínur og banana, og jafnmikið af hverri tegund. Sumir afhýða eplin en það er ekki nauðsynlegt og rauði liturinn getur tekið skemmtilega undir litinn á hlaupinu. Auk þess er eplahýði mjög hollt. Borið fram þegar hlaupið er orðið vel stíft. Hægt er að hafa rjóma eða vanillu- ís með. Fljótleg gráðaostldýfa Út í eina dós af sýrðum rjóma er sett gráðaostkrydd (sem fæst t.d. í SS, Glæsi- bæ) eftir smekk. Úr verður gómsæt ídýfa fyrir þá sem kunna að meta gráðaost. iittala-glarskál frö Kristjöni Siggeirs- syni hf., Laugavegi 13 Reykjavik. Skálin kostar gkr. 51.320 (nýkr. 513). Glösin eru meö gylltu haldi og kosta gkr. 11.040 (nýkr. 110). Ausan hefur einnig gyllt handfang og kostar gkr. 20.555 (nýkr. 205,60). SAMKVÆMISLEIKIR Tuggu-kapp Notuðer grönn snúra. um l-l l/2 metri að lengd. Á miðja snúruna er bundinn lakkrisborði. Tveir þátttakendur eru látnir taka sér stöðu, sinn með hvorn enda i munninum. Stjórnandinn skipar „byrjið". og nú reynir á, hvor fljótari verður að tyggja sig áfram að lakkrísnum — án þess að nota hendurnar til hjálpar. Eggjaferð Af jafnri tölu þátttakenda — minnst 8. helst fleiri — eru valin tvö lið, sem setjast á stólaröð, hvort and- spænis öðru. — Hver keppandi heldur á matskeið i munninum (um skaftið) og hvort lið fær eitt egg til umráða. Eggin eiga að leggja af stað samtimis og ferðast eftir röðinni frá skeið til skeiðar. Það er stranglepa bannað að nota hendurnar. Leikurinn verður meira spennandi, ef manni láist að taka fram, að eggin séu harðsoðin. Peningurinn á nefinu Þátttakendur eru hver eftir annan látnir leggjast á bakið á gólfið. Litill peningur, t.d. tíeyringur. er lagður á nefbroddinn á þeim. Nú er vandinn sá að koma peningnum burt af nefinu, án þess að hrevfa höfuðið, án þess að blása og án þess að nota hendurnar. En andlitsgrettur alls konar eru leyfðar. og það eru einmitt þær, sem áhorfendurnir munu hafa gaman af. Hafi maður svo langa tungu, að hann geti sleikl á sér nefbroddinn. cr það auðvitað mikið hagræði. Skiptum sæti Þátttakendur sitja í hring, og stjórnandinn, sem stendur í miðju. spyr ein- hvern þeirra: „Hvernig líst þér á sessunautana?" Svar: „Þann til hægri (vinslri) líst mér ekki á." Stjórnandinn spyr: „Hvern gætir þú hugsað þér i staðinn?” Sá aðspurði nefnir einhvern i hringnum, og hann á að skipta um sæti við sessu- nautinn. Máske tekst það ekki. þvi sá, sem stendur i hringnum, á að reyna að ná i annaðhvort sætið. Sá. sem sætislaus verður. á aðspyrja næst o.s.frv. Samlíkingaleikur Helst ekki færri en 10-12 þátttakendur, gjarnan fleiri. Best er að fólkið þekkist vel og eigi sameiginlega ættingja, vini eða kunningja. Einn þátttakandinn fer út, og hinir koma sér saman um einhverja persónu, sem þau þekkja öll. einkum er mikilsvert aðsá, sem úti er. þekki viðkomandi vel. Sá. sem valinn er, má gjarnan vera einn af þátttakendunum. „Útimaðurinn" kemur nú inn og spyr hvem af öðrum: „Hvaða lag minnir X þig á?" „Hvers konar hund fær X þig til að hugsa um?” „Hvaða húsgagn kemur þér i hug, þegar þú sérð X?" „Við hvaða tré viltu helst líkja X?" o.s.frv. X er siðan líkt við dýr. blóm. skip, fræga menn. áhöld, drykkjarföng og hvað sem heiti hefur. Af svörunum á spyrjandinn að ráða hvern hinir hafa i huga. Þegar hann hefur komist að þvi, fer annar út og ný persóna er tiltekin. Leikurinn er skemmtilegur, ef svörin hafa að geyma samlíkingu í rétta átt, án þess að benda of náið til viðkomandi persónu. Hraðtal Þessi leikur er fólginn í því, að þátttakendur segi á einni mínútu sem allra flesl orð, sem byrja á sama bókstaf. Fari þetta munnlega fram, er rétt að skipta um staf við hvern keppanda. Noti menn blýant og pappír geta allir haft sama stafinn. , Eigi aðeins að þylja samhengislaus orð, er vandinn ekki mikill. En sé þess krafist, að einhver meining sé i þeim, verður leikurinn bæði erfiðari og skemmti- legri, til dæmis: „Brauð Bernhöfts bakara bæta bjargarleysi barnanna." „Bráðum birtist Bjarni bátamaður."0.s.frv. Þegar gefin eru stig fyrir samhangandi orð, má haga þvi þannig: eitt orð: l stig. tvöorðísamhengi: l + 2 = 3 stig, þrjú orð: l + 2 + 3 = 6 stig, 4orð: I + 2 + 3 + 4 = lOstigo.s.frv. 10 Vikan 52. tbl. 52. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.