Vikan


Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 9

Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 9
Áramótasamkvæmið Um áramót er til siðs að vinir og ættingjar safnist saman til hátíðahalda. Þá er gaman að bjóða upp á góðan mat og drykk. Hér fara á eftir nokkrar uppskriftir að púnsi eða bollum svokölluðum, svo og samkvæmisréttir. Drykkirnir eru bæði heitir og kaldir, óáfengir og áfengir. Allt efni til lögunarinnar ætti að fást í stærri kjörbúðum landsins. Einnig má benda á að í versluninni Jurtinni við Lækjartorg í Reykjavík fæst mjög mikið úrval af kryddi, þar á meðal allt sem notað er í þessar uppskriftir. Drykkirnir eru einfaldir í lögun. Athugið að ef óskað er sterkara krydd- bragðs er ágætt að láta kryddið standa í leginum yfir nótt í potti með hlemmi. Þar sem fyrirskipað er að drykkinn eigi að kæla í nokkrar klukkustundir fyrir fram- reiðslu er það alveg nauðsynlegt til að allt blandist vel og hið æskilega bragð náist. Púns eða bollur er borið fram í stórum skálum eða jafnvel fallegum pottum og ausið í glös og könnur. Hellið yfir ísmola í púnsskál. bætið engi- feröli saman við. Ef vill má setja ananas- og appelstnusneiðar i púnsið þegar borið er fram. Um 7 lítrar, ætti að duga í a.m.k. 35 glös. Brúðkaupsbolla 10 flöskur af kampavini 3/4 bolli koniak 3/4 bolli gult Chartreuse 3/4 bolli Cointreau 9 flöskur sódavatn sneiðar af appelsínum. sítrónum og ananasef vill. ' Öllu blandað saman, ísmolar settir i púnsskál og bollunni hellt yfir, síðast eru ávaxtasneiðarnar settar út í. Um 10 litrar, i að minnsta kosti 50 glös. Tommi og Jenni 12 egg. aðskilin hvita og rauða 6 msk. sykur steytt múskat 2 bollar romm 2 1/2 bolli viskí eða brandí heit mjólk eða sjóðandi vatn Þeytið eggjarauður og sykur í hrærivél þar til þlandan . er þykk og ljósgul, bætið við 1 tsk. múskat. Stífþeytið eggja- hvíturnar og setjið varlega saman við. Bætið rommi út í, hrærið í og kælið í nokkrar klukkustundir. Setjið í skál. Setjið um 1 msk. i heitar könnur, setjið skvettu af viskíi eða brandíi í hverja könnu og fyllið með sjóðándi mjólk eða heitu vatni. Hrærið í og setjið smávegis af steyttu múskati yfir. Fyrir 12. Ananasbolla 1 fl. vodka (kláravín) 2 fl. sætt hvítvin 2 1 síeíurananassafi sykur (ef vill) vatn (ef vill) Blandið saman vodka (kláravini), hvít- víni og ananassafa. Kælið í nokkrar klukkustundir. Ef óskað er eftir sætari drykk *má setja nokkrar msk. af sykri saman við. Hrært vel svo sykurinn leysist upp. Setjið vatn eða sódavatn saman við til þynningar ef vill. Borið fram með ísmolum og ananaskurli. Nægiríum 15-20 glös. Sangría 4 fl. rauðvín 4 glös brandi 4 glös portvýi 1 1 sítrónulímonaði (lemonade) nýir. brytjaðir ávextir — appelsinur. epli. perur, vinber Blandið öllu í stóran pott og blandið vel saman. Berið fram vel kælt með ísmolum. Nægir í 20-30 glös. Ávaxtabolla 4 flöskur hvítvín eða ávaxtavín 4 glös brandi 200gsykur sódavatn (ef vill) nýir, brytjaðir ávextir Setjið ávextina i skál og stráið sykri yfir og þá þrandii. Gerið þetta daginn áður en drekka á bolluna svo að ávextirnir marínerist í brandíinu í 12-24 klst. Bætið kældu víninu þá saman við. Þynnið með sódavatni ef vill. Borið fram ískalt. Nægirí 15-20 glös. Appelsínu-ananas- drykkur (óáfengur) 1/2 1 ananassafi 3 1 vatn 3 I hreinn appelsinusafi Öllu blandað saman, ísmolar og ávaxta- bitar settir saman við. Nægir í um 30 glös. Glögg (óáfengt) 6 dl sólberjasaft 6 dl eplamauk 1 dl rúsínur 20 afhýddar möndlur 2 stk. negulnaglar 1 stk. heill kanill sykur Blandið öllu saman i pott. Hitið og bragðbætið með sykri. Berið drykkinn fram með fleiri möndlum og rúsínum. í um 6 glös eða könnur. 52. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.