Vikan


Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 51
Draumar Daudi skyldmenna Kæri draumráðandi Ég œtla að biðja þig að ráða þessa þrjá drauma sem allir fjalla um dauða fjölskyldu minnar (við erum bara fjögur). Það er þó nokkur tími liðinn milli draumanna. Ef það eru erfiðleikar, slys eða dauði fram- undan hjá mér þá vil ég að þú segir það. Ég hef beðið ýmsa draumráðendur að ráða drauminn og fengið ólík svör svo ég vildi gjarnan heyra þitt. Kær kveðja. Linda Dauði pabba: bað var stríð og drepa átti alla karlmenn. Fjöldamorðin voru framin í ræsinu. Pabbi, mamma, ég og bróðir minn fórum að einu ræsinu þar sem Pabbi fór niður. Við hin þrjú byrjuðum þá að gráta. Pabbi kom upp og sló okkur öll og fór svo niður aftur. Við fórum þá aftur að gráta og aftur kom Pabbi upp og sló okkur. / þriðja skiptið þegar við fórum að gráta kom pabbi ekki upp. Éið vissum að hann var dáinn. É/ann var brenndur. Karlmennirnir máttu velja um bvort þeir væru skotnir, bengdir, stungnir, brenndir eða t>eim væri drekkt. Dauði mömmu: bað er stríð og ísland er að sökkva. Ég spyr mömmu hvort við (pabbi, mamma, bróðir winn og ég) ættum ekki að fora með skipi til annarra landa bl °ð bjarga okkur, en hún Ueitar. Hún segir að skipið geti s°kkið og þá drukknum við hvort eð er. Eg fer þá niður að Ægissíðu og sé að sjórinn er kominn að götunni. Svolítið hrædd spyr ég mömmu hvort hún vilji þá ekki fara með flug- vél en hún neitar og segir að vélin geti hrapað og þá deyjum við eftir sem áður. Eg fer aftur niður að Ægissíðu og sé að sjórinn er kominn að húsunum. Inn I þetta birtist mynd af Htlum Ijóshærðum strák (sem ég þekki) og höndum sem taka hann upp. Hendurnar virtust koma frá himnum en ég vissi að þær tilheyrðu mömmu stráksins (strákurinn stóð rétt fyrir framan sjóinn og það var eins og hendurnar væru að bjarga honum). Mamma ákveður nú að við skulum svindla okkur inn íflugvél Þjóðverja. (Þeir voru óvinir okkar.) Við felum okkur bakvið mikinn farangur. Þegar flugvélin er komin á loft finna Þjóðverjarnir okkur. Þeir ræða um hvað gera skuli við okkur. Þeir ákveða að henda okkur út. Þeir opna hurðina og ætla að ýta mömmu út. Skyndilega kallar einhver að það eigi ekki að kasta okkur út. En þetta var of seint, það var búið að ýta mömmu út. Eg heyrði öskrið í henni sem smáfjaraði út. Við vorum yfir sjó. Dauði bróður míns: Eg stóð nálægt vatni. Eg sá hvar mamma reyndi að drekkja bróður mínum. Eg horfði á þetta furðu lostin. Þegar krafturinn og buslugangurinn fór að minnka hjá bróður mínum lagði mamma hvítan, síðan kvenslopp yfir hann til þess að hann fæktist I honum. Eg sá hvernig hann flaut undir sloppnum. Mig langaði að tala við pabba en hann var afundinn og vildi ekkert skipta sér af þessu. Þá ætlaði ég til vinkonu minnar, því mér fannst ég þurfa að tala við einhvern, en mundi að mamma hennar hafði drepið pabba hennar á svipaðan hátt. Það riæsta sem ég man er að ég beið eftir strætó á stoppistöð. Eg hafði ekki I strætó en ein- hver kona kom til mín og gaf mér smápeninga I strætó: Eg settist ein út í horn og starði bara fram fyrir mig. Vagninn varfullur af fólki. Allan tímann hugsaði ég: „Arnar er dáinn. ” Skyndilega kemur inn sálfræðingur. Hann rekur allt fólkið út og byrjar að tala við mig um dauða Arnars. Samtöl fólksins í vagninum heyri ég í fjarska. Gegnum allan drauminn birtist mynd af vini mínum. Hann bara stóð og horfði á, sagði aldrei neitt eða gerði. Engin svipbrigði sáust heldur á honum. Langflest táknin í draumunum eru þér og ættingjum þínum til góðs. Fyrst og fremst er rétt að taka fram að dauði ættingja þinna í draumunum er þeim fyrir langlífi, þó dauðdagi eins þeirra (bróður þíns) geti haft aukamerkingu fyrir þig. Lát hans getur vitað á sorg sem þú átt eftir að verða fyrir, en ekkert þó í líkingu við atburði draumsins. í stórum dráttum má rekja alla draumana eins, það er að stríðið í tveim þeirra og tákn í þeim þriðja vita á illdeilur, erjur eða hættur, jafnvel veikindi, en í hverjum draumi fyrir sig eru sterk tákn sem benda til þess að þessir erfiðleikar verði yfirunnir. Þessir hlutir eiga líklega helst við þig sjálfa. Gráturinn er fyrir miklum fögnuði og sannast sagna benda löðrungarnir til þess að þú munir fá a.m.k. tvö bónorð sem þú hafnar. Tekur líklega því þriðja. Teiknin í draumnum um mömmu þína eru helst á þann veg að þú munir hljóta upphefð. Teiknið frá himnum styður það og veit á mikla gleði. Það að mömmu þinni var kastað út yfir sjó er einnig gott tákn. Buslið í vatninu bendir til veikinda á heimili þínu. En hvíti sloppurinn er afskaplega gott tákn og bendir sterklega til þess að þau hverfi. Minni teikn má nefna, dauðdaginn sem faðir þinn kaus sér bendir til peninga. Ræsið getur verið viðvörun um að fara varlega og taka ekki óþarfa áhættu í fjármálum og viðskiptum. Vera má að faðir þinn verði fyrir einhverjum áföllum í einhverjum slíkum málum, tveim smávægilegum, þriðja verra. En hann getur sigrast á því. Dráp eru einnig stundum túlkuð sem fjárhags- legur ávinningur. Nokkur teikn eru líka þess eðlis að þér berist fréttir af fjarlægum slóðum og ferðalög geta einnig komið inn í þessa drauma en eru ekki aðalatriði. Þetta eru mjög skýrir og merkingarríkir draumar og engin furða að þú fáir margar og ólíkar túlkanir á þeim, en aðal- atriðin eru samt sem áður lang- lífi ættingja þinna og velgengni þín, þrátt fyrir byrjunarerfið- leika. Skop Kölnardómkirkju úr 125 þúsund bjórflðskuiiettiM!!!! Sl. tbl. Vlkan si
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.