Vikan


Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 32

Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 32
Texti: Borghildur Anna Ljósm.: Ragnar Th. Líklega kannast flestir lesendur við þá óþægilegu aðstöðu að óvænta gesti ber að garði: og ísskápurinn að sjálfsögðu næstum galtómur. Fæst heimili búa svo vel að eiga kökur og þess háttar nema við hátíð- legustu tækifæri og því eru góð ráð dýr. En ýmislegt má gera með nokkurri hugvitssemi og bakarinn Smári Stefánsson í Hressingarskálanum og matreiðslumeistararnir Ragnar Guðmundsson, Gunnlaugur Hreiðarsson og Úlfar Eysteins- son sýna okkur hvernig gera má gott — meira að segja mjög gott — úr öllu. Þeytikrem er efni sem fæstir nota og margir vita reyndar harla lítið um notagildi þess. Kremið er fáanlegt í flestum kjörbúðum og geymist ótrúlega vel I frysti. Þarna er um að ræða matvöru gerða úr lifrænum efnum og því ekki ástæða til að ætla þetta óhollari fæðu en margt annað. Kremið er bragð- laust og er því bragðbætt að vild eftir þvi sem við á hverju sinni. Yfirleitt er um að ræða 1/2 lítra pakkningar á kreminu, en ef ekki hentar að nota allt í einu má skera pokann í sundur og geyma afganginn til betri tíma. Sá hluti sem nota á er þíddur í köldu vatni og síðan þeyttur vel saman í hrærivél. Engin hætta er á því að allt fari sundur og að sögn þeirra félaga er meðferðin leikur einn. Þeytikremið hefur mun meira geymsluþol en rjómi og er reyndar líka talsvert ódýrara. Uppskriftirnar á næstu síðum eiga að geta bjargað miklu í slíkum neyðartilvikum og að sjálfsögðu er þarna aðeins um hugmyndir að ræða, sem hver og einn getur unnið að vild. Makkarónukökurnar í uppskriftunum fást í plast- pokum í flestum bakaríum og jafnvel næstu kjörbúð. Þær hafa talsvert geymsluþol og þola frystingu, sem á þó að vera óþörf. Kransakökumassa má líka fá í bakaríum og svamp- botnar fást bæði I bakaríum og kjörbúðum. En sem áður sagði — bindið ykkur ekki um of við uppskriftirnar — þær eiga að vera kveikjan að einhverju nýju og frumlegu hjá ykkur sjálfum. 32 Vikan 5*. tbl. Fölsk epli Jardarbe Fölsk epli Makkarónukökur muldar I glas og vættar með sólberjalíkjör. Bragðbætið þeytikrem með epla- mauki að vild og sprautið ofan á makkarónukökurnar. Setjið þerraða ferskju ofan á og penslið hana að ofan með rauðum matarlit. Skreyta má meðsúkku- laðistilk og marsipanblaði eða á annan máta. Smáratoppar 500 g kransakökumassi lOOgsykur 1-1 1/2 eggjahvíta Hnoðið saman og búið til litlar kúlur. Setjið á smurða bökunar- plötu og sléttið að ofan með hníf. Bakist við 180°-200° hita í ofni. Topparnir eiga að vera ljós- brúnir að utan og hráir að innan. Kælið og sprautið ofan á toppinn með smjörkremi bragð- bættu með sólberjavíni. Dýft I hjúpsúkkulaði og skreytt með appelsínusneið. Jarðarberja- bolla Þeytikrem er bragðbætt að vild með jarðarberjum og jarðar- berjaessens. Stingið út svamp- botn I hringlaga form, sprautið fieytikreminu ofan á og hjúpið með súkkulaði. Skreytt með marsipanlaufi og sultutoppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.