Vikan


Vikan - 25.12.1980, Side 32

Vikan - 25.12.1980, Side 32
Texti: Borghildur Anna Ljósm.: Ragnar Th. Líklega kannast flestir lesendur við þá óþægilegu aðstöðu að óvænta gesti ber að garði: og ísskápurinn að sjálfsögðu næstum galtómur. Fæst heimili búa svo vel að eiga kökur og þess háttar nema við hátíð- legustu tækifæri og því eru góð ráð dýr. En ýmislegt má gera með nokkurri hugvitssemi og bakarinn Smári Stefánsson í Hressingarskálanum og matreiðslumeistararnir Ragnar Guðmundsson, Gunnlaugur Hreiðarsson og Úlfar Eysteins- son sýna okkur hvernig gera má gott — meira að segja mjög gott — úr öllu. Þeytikrem er efni sem fæstir nota og margir vita reyndar harla lítið um notagildi þess. Kremið er fáanlegt í flestum kjörbúðum og geymist ótrúlega vel I frysti. Þarna er um að ræða matvöru gerða úr lifrænum efnum og því ekki ástæða til að ætla þetta óhollari fæðu en margt annað. Kremið er bragð- laust og er því bragðbætt að vild eftir þvi sem við á hverju sinni. Yfirleitt er um að ræða 1/2 lítra pakkningar á kreminu, en ef ekki hentar að nota allt í einu má skera pokann í sundur og geyma afganginn til betri tíma. Sá hluti sem nota á er þíddur í köldu vatni og síðan þeyttur vel saman í hrærivél. Engin hætta er á því að allt fari sundur og að sögn þeirra félaga er meðferðin leikur einn. Þeytikremið hefur mun meira geymsluþol en rjómi og er reyndar líka talsvert ódýrara. Uppskriftirnar á næstu síðum eiga að geta bjargað miklu í slíkum neyðartilvikum og að sjálfsögðu er þarna aðeins um hugmyndir að ræða, sem hver og einn getur unnið að vild. Makkarónukökurnar í uppskriftunum fást í plast- pokum í flestum bakaríum og jafnvel næstu kjörbúð. Þær hafa talsvert geymsluþol og þola frystingu, sem á þó að vera óþörf. Kransakökumassa má líka fá í bakaríum og svamp- botnar fást bæði I bakaríum og kjörbúðum. En sem áður sagði — bindið ykkur ekki um of við uppskriftirnar — þær eiga að vera kveikjan að einhverju nýju og frumlegu hjá ykkur sjálfum. 32 Vikan 5*. tbl. Fölsk epli Jardarbe Fölsk epli Makkarónukökur muldar I glas og vættar með sólberjalíkjör. Bragðbætið þeytikrem með epla- mauki að vild og sprautið ofan á makkarónukökurnar. Setjið þerraða ferskju ofan á og penslið hana að ofan með rauðum matarlit. Skreyta má meðsúkku- laðistilk og marsipanblaði eða á annan máta. Smáratoppar 500 g kransakökumassi lOOgsykur 1-1 1/2 eggjahvíta Hnoðið saman og búið til litlar kúlur. Setjið á smurða bökunar- plötu og sléttið að ofan með hníf. Bakist við 180°-200° hita í ofni. Topparnir eiga að vera ljós- brúnir að utan og hráir að innan. Kælið og sprautið ofan á toppinn með smjörkremi bragð- bættu með sólberjavíni. Dýft I hjúpsúkkulaði og skreytt með appelsínusneið. Jarðarberja- bolla Þeytikrem er bragðbætt að vild með jarðarberjum og jarðar- berjaessens. Stingið út svamp- botn I hringlaga form, sprautið fieytikreminu ofan á og hjúpið með súkkulaði. Skreytt með marsipanlaufi og sultutoppi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.