Vikan


Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 14

Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 14
Góðvinur Vikunnar I opnunni hér á undan sýnum við tvær af þeim fjölmörgu forsíðumyndum sem Halldór heitinn Pétursson myndlistar- maður teiknaði fyrir Vikuna. Lengst til vinstri er mynd af Halldóri Laxness, en í sama tölublaði var rithöfundinum lýst í þættinum „í aldarspegli". Þá kemur ein af mörgum glettnislegum forsíðumyndum eftir Halldór Pétursson, þar sjáum við hvernig allt fer á fullt í skólaportinu, þegar kennararnir eru að draga sig saman. Þriðja litmyndin er svo úr bókinni „Halldór Pétursson — myndir", og þar sjáum við nafna hans Laxness i öðm Ijósi. Bókin um Halldór Pétursson er meðal annars merkileg fyrir þá sök, að þar er rakið í myndum og máli allt ævistarf þessa mikilvirka listamanns. Myndirnar af hestunum neðst i opnunni hér á undan eru ALLAR eftir Halldór. Indriði G. Þorsteinsson ritaði textann í bókinni um 1 Halldór Pétursson, og við gefum honum orðið: „Sjaldgæfl er að listmálari leggi sig eftir ákveðnum fáunt fyrirmyndum, sem ganga eins og rauður þráður i gegnum öll hans verk. Engu að síður eru þess dæntin. Halldór Pétursson, sem andaðist enn í fullu starfsfjöri 16. mars 1977, átti glæsilegan feril sem teiknari, grafiker og rnálari, en minnisstæðastur mun hann vcrða og langlífastur I viðfangsefnum um nicnn og hesla. Landslag kentur yfir- lcitt ckki fyrir I myndum hans ncnia senl bakgrunnur við athöfn manns eða leik í stóði. Halldór var ntikill Islendingur að þessu leyti, enda eruni við rík af mann- lýsingum ekki siður en frásögnum af hestum. Allt frá því að áttfættur Sleipnir var á dögum til hinna velkembdu og fót- fimu gæðinga nútímans höfunt við farið i huganunt endilanga vetrarbrautina í tvimenning við Óðinn, eins og þeirri för cr lýsl hjá Grinti Thomsen. og skeiðað roðnar brautir regnbogans I ævintýra- kviðum fortíðar. Allt virtist þetta runnið Halldóri Péturssyni I merg og bein, svo auðvelt reyndist honum að setja manninn og hestinn í það sögulega samhengi, sem hugurinn girntist hverju sinni. Lengst af vann þó Halldór að þvi að myndskreyta bækur og timarit, eins og Spegilinn nteðan það rit lifði. og teikna mannamyndir og ntála, ýmist samkvæmt kurteisisvenjum, er gilda um verk er skulu hanga á veggjum I stofnunum eða á heimilum til dýrðar framámönnum. eða kintnimyndir, rissaðar upp á hné sér, kannski fyrir framan sjónvarpsskermi eða á glettinni stund. Allt var þetta honum meðfætt, og kom svo áreynslulaust á pappirinn, að ekki var laust við að það væri lista- manninunt áhyggjuefni. Halldór Pétursson fæddist 26. september 1916 aðTúngötu 38 i Reykja- vík. Loreldrar hans voru Pétur Halldórs- son, borgarstjóri og Ólöf Björnsdóttir kona hans. Auk Halldórs eignuðust þau hjón þrjú börn: Ágústu, Björn og Kristjönu. Á æskuárum Halldórs var Reykjavík mjög frábrugðin því sem nú er. Túngatan dró nafn sitt af Landakotstúninu, sem var miklu víðfeðmara en nú. Að sjálfsögðu var Vesturgatan á sínum stað, Bræðra- borgarstígurinn og Kaplaskjólsvegur. En það var engin Sólvallagata. og Melarnir voru ekki komnir á skipulagið. Landakotstúnið náði frá Öldugötu þangað sem Sólvallagatan er nú, og frá Garðastræti hérumbil að Bræðraborgar- stig. Og á þessu túni voru jafnan hestar. Þeir urðu miklir vinir Halldórs. Hann hafði þá fyrir augunum flesta daga á uppvaxtarárum sínum og nam linur þeirra. hreyfingar og þá innibyrgðu orku sem i þessum skepnum býr. Og ýmsir sérkennilegir einstaklingar borgarinnar urðu honum jafnframt svo minnisstæðir að hann gat siðar gert af þeim teikning ar. þar sem engu atriði var sleppt. hvorki fasi né fótaburði, handarhreyfingu eða höfði kerrtu sem birtist eins og í kvik- ntynd á líflausum pappirnum.” Eðvarð Sigurðsson 14 Vikan 52. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.