Vikan


Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 6

Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 6
Margt smátt Það er varla von að við skiljum íslenska efnahagslífið, fyrst sór- fræðingarnir úti i heimi geta ekki komist að niðurstöðu um það. DbL þríöjudagBin ft. daa. Tímarittö Economist umlsland: Bæði „bezta” og „versta” efnahags- stjóm í Evrópu ,,í hvaða landi í Evrópu er efna- hagsmélum bczi sijórnaft?” spyr brezka tímarilift Economist. „A ein- um mælikvarfta, atvinnuleysinu, er íslandi ótvírætt bezt stjórnað,” segir tímaritið. ,,|>ar hafa landsmenn haft fulla atvinnu ailan síftastaáratug.” „En í hvafta landi er efnahagsmál- um verst stjórnað?” spyr tímaritift aftur. „Miðaft vift annan mæli- kvarfta, verðbólguna, er svariö greinilega, að ísiandi sé verst stjórn- aft af Evrópnlöndum. . . ” segir timaritift. Tímarilið segir, aö þessi bversögn eigi rætur I því, hve háð lsland sé fiskveiftum. Hækkun fiskverfts á erlendum mörkuftum leiöi þegar í stað til launahækkana. Lækkun fisk- verftsins valdi yerri viftskiptakjörum, scm leifti ríi gengisfellingar krónunn- ar og verfthækkana. Þegar olíuhækk- un bætisl vift verfti afleiðingin suftur- amcrisk verftbólga. Economist getur skýrslu Efnahagssamvinnu og þróunarstofnunarinnar OECD og lii- lagna hennsr um aftgerftír í efnahags- ' málum, sem hér hefur verift getift I frélium, en segjr, aft litil bjartsýni r.iki á aftgerftir, þótt tillögurnar séu góftar. •HH Aukabragð að matnum rakið til plastfilmu I norsku neytendablaði er sagt frá tilfelli sem upp kom þegar neytandi kvartaði undan aukabragði að mat sem var rakið til plastumbúða. Sýnið af plastfilmunni var ekki nógu stórt til að hægt væri að útkljá málið, en norsku neytenda- samtökunum þótti ástæöa til að vekja athygli á þessu dæmi. Aðrir höfðu kvartað undan annarlegri lykt af mat sem pakkaður var inn í sams konar plastfilmu. Ekki var tilgreint hvaða tegund væri um að ræða og þvi ekki hægt að segja til um hvort þessi tegund er á markaði hér. Hins vegar er sjálf- sagt ;ið neytendur og innflytjendur hafi andvara á sér og kappkosti i sameiningu að halda íslenskri matvöru óskaðlegri. Úr Forbruker Rapporten HANN HITTI NAGLANN Á HÖHUÐIÐ Ja, hvað getur ekki gerst I henni Ameríku? Mörguni varð vist á að efast uni sannleiksgildi smáklausu í dagblaði um daginn. En hvað getur ekki gerst í henni Ameriku? Þar var sagt frá endeniis feginleik suðumannsins Reagan Carters frá Beaumont í Texas yfir því aðforseta- kosningarnar í Bandaríkjunum væru nú loks yfirstaðnar. Honum hafði víst verið stritt út af þessum úrvals nöfnum. Látum svo vera. Hins vegar var þess getið i framhjáhlaupi að starfsmennirnir í næsta húsi hefðu litla samúð haft með Carter. Ljótt af starfsmönnum Nixon Ford-vélafyrirtækisins að vera svona harðbrjósta. HÁLSMÁTTUR: „Eigi verður úr koppnum ausið þótt káliðsé komið í búðir." . . . og svo eru hérna tveir málshættir, handa fólki með áhyggjur af fitulagi: „Margt gott gerir eitt feitt." og „eina mínútu i munni, alla ævi á lærunum.” „Strœtisvagna- bílstjórinn sem neitaði" Það er sagt að þessi saga sé af strætis- vagnabilstjóra í Reykjavík. Oft á tíðum vinna strætisvagnabíl- stjórar tvo til þrjá mánuði á ári við annað til að „kúpla sig niður” eins og sagt er. Það henti einmitt einn vin okkar að hann fór að vinna á vinnustað þar sem menn máttu ráða hvort þeir ynnu fullan vinnudag með öllum þeim hléum og matar- og kaffitímum sem þeir ættu rétt á eða ynnu í stiklotu og væru búnir um tvöleytið. Strætisvagnabílstjórinn okkar harðneitaði að vinna í striklotu og kom þar með i veg fyrir að aðrir gætu hagaði sínum vinnudegi þannig. Vinnufélagarnir voru að vonum grút- fúlir út í hann og voru ekkert of hrifnir af því að þurfa að fylgja honum eftir í þessu efni. Þeir skildu heldur ekkert í þessu hjá honum. En þar kom að þeir fengu skýringu. Hann gat hreinlega ekki sett sig inn í þessa vinnutilhögun og útskýrði það með þessum orðum: „Hvað haldið þið eiginlega að fólk segði ef ég kæmi bara á morgnana og keyrði tuttugu hringi, vúmm, vúmm, i einni lotu og færi svo heim að sofa?” Hvar sem tveir efta þrír hittast og taka tal saman liður ekki á löngu áður en einn er farinn að miöla af reynslu sinni og hinir kom fljótlega á eftir. Það sam þarna heyrist er oft hinn hagnýt- asti fróflMkur og möig góð ráðin fljóta mað. Við emm enn afl biða eftir þvi að njóta góðs af þeim mikia alþýðlega fróðleik sem þannig hrekkur manna á milli með þvi að lesendur sendi okkur nokkur góð ráð og spaugilegar sögur. Að vísu er ekki iangt siðan þessum þœtti var hleypt af stokkunum og vissulega hafa okkur borist bréf. En við erum afl bíða eftir fleiri og meiri. Það má heita afl hvaðeina eigi heima á þessari opnu: Sögur af hnyttnum tilsvörum, hjákátlegum atvikum, spaugilegar myndir, góð ráfl og einfaldar lausnir á ýmsu því sem afl okkur steðjar í daglegu lífi — svo sem eins og sniðugar lausnir á afl hengja ruslapoka á viðeigandi staði, frá- gangur á gardinum og fatahengjum og ótal, ótal margt annað. Við vitum að ýmislegt þessu likt þrífst góðu lifi i umræðum manna á meflal — og því ekki að stinga niður penna og leyfa lesendum Vikunnar að vera mað? Það er til nokkurs að vinna. Hverju sinni verður nafn eins þeirra, sem efni á á opnunni, dregið út, og sá heppni fœr mánaðaráskrift að Vikunni ókeypis — sama hvort hann er áskrifandi eða ekki. Dragið ekki til morguns það sem hœgt er að gera í dag — dragið fram ritföng og bréfsefni og komist með í keppnina um ókeypis mánaflaráskrift. Það getur borgað sigl 6 Vikansz. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.