Vikan


Vikan - 22.01.1981, Page 23

Vikan - 22.01.1981, Page 23
Að handan um hann. En myndin hélt áfram og þegar kom aö aftöku Lady Jane var Dorothy ekki lengur Dorothy. Hún var hirðmær Lady Jane, og þessi mynd sagði alls ekki rétt frá. Hún mundi vel eftir þöðlinum. hann leit allt öðruvisi út. og hvar voru breiðu, svörtu böndin sem reyrð voru um úlnliði hans? Og Lady Jane var ekki svona forhert — hún fór að titra og hélt dauðahaldi í hana, Dorothy ... En hún var miskunnarlaust leidd á pallinn og — og — þá virðist hafa liðið yfir hirðmeyna ungu. Empire News sagði frá þessum atburði á sinum tíma og á vegum blaðsins var gerð könnum á æviferli stúlkunnar, ef vera kynni að saga hennar væri meðvitaður uppspuni og tilraun til að vekja athygli á sér. Niður- staða blaðsins var sú að stúlkan væri hlédræg að eðlisfari og síst fyrir að vilja láta á sér bera og ekki var unnt að finna að hún hefði sérstakan áhuga á sögu né umtalsverða söguþekkingu. og hún hafði enga hugmynd um hinar ýmsu kenningar um endurholdgun. En fleiri sögur má segja. Ein gerðist í heimsstyrjöldinni síðari. Tuttugu og eins árs gamall nasistaforingi fékk fyrirmæli um að setjast að með herflokk í þorpi í Rínardalnum, á frönsku landsvæði. Þegar hann kom til þorpsins og gekk fram hjá skólahúsinu hafði hann allt í einu ákaflega eindregið á tilfinningunni að hann hefði sem lítill drengur gengið i þennan skóla og í sama bili stóð honum Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum bemsku- heimilið, bak við litla og þrönga sælgætisbúð. Einhver hvöt í undirvitundinni knúði hann áfram eftir leið sem hann ekki þekkti að litlu og ekki of þrifalegu húsi. Roskin kona opnaði fyrir honum þegar hann kvaddi dyra. Hann reyndi á bjagaðri frönsku að segja það. sem eins og ósjálfrátt ruddist fram á varir hans, að i húsinu væri lítill afkimi og í þessum afkima væri litill brúnn skápur með alls konar leikföngum. „Litill. brúnn rugguhestur stendur hjá stórum. stoppuðum hundi...” Fyrst varð franska konan öldungis hlessa en siðan greip hana einhver geigur. Hvernig gat þýskur liðsforingi. ókunnugur á þessum slóðum, lýst herbergi uppi á lofti sem. hann hafði aldrei komiðí? En sú franska gekk á undan honum i þetta litla herbergi, sem hann kallaði afkima. og rétt eins og hann hafði sagt var þar brúnn skápur fullur af leikföngum og brotinn rugguhestur við hliðina á stórum, stoppuðum hundi. „Það var sonur ntinn sem átti þetta." sagði hún. „Hann var níu ára. þegar hann dó fyrir tuttugu og einu ári, og ég hef enn ekki fengið mig til að breyta herberginu hans.” „Hvaða dag dó drengurinn þinn?” spurði Þjóðverjinn. Undir lok borgarastríðsins i Banda- ríkjunum varð alls konar hlaupalýður til þess að fara I kjölfar herjanna, kannski í mitjsf-'sjn val fangnum búninpn, og vfnwa þantdg dn « s-a.t mfwnii 4. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.