Vikan


Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 7

Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 7
I Vikan kynnir stórborgir Margur hefur það 6 titfinningunni að akýjakljúfamir s*u að ataypast ofan yflr þé — ains og myndavilin sýnir-þegar örfitið er leikið með linsur. umhverfis eyjuna en við getum ekki mælt með henni af eigin reynslu — óvíst að hún standi til boða í desemberbyrjun. Landakort og kreditkort Bílaleigubílar eru ekki dýrir þarna miðað við það sem gerist á Islandi og þykja góður ferðamáti, raunar því nær sjálfsagður ef til dæmis fjórir ferðast saman. Bensín er lika hlægilega ódýrt á íslenskan mælikvarða og veitir ekki af þvi margir bílaleigubilanna eru helvítis , bensínhákar, og bensín borgar leigutaki sjálfur. Hins vegar er ekkert aukagjald fyrir talsverðan mílnafjölda — einar 300 milur á dag. minnir mig — ef bíllinn er I tekinn til heillar viku í einu. Leitið fyrir ykkur um verð og kjör. ef þið ætiið að taka bílaleigubíl, það getur borgað sig betur en taka það fyrsta sem býðst. Það er okkur mikill ókostur i þessu sambandi sem og mörgum öðrum, að okkur er ekki trúað fyrir kreditkorti. og kemur fram i þvi að við verðum að leggja fram í reiðu fé talsvert háa tryggingu fyrir þvi að við skilum þilnum yfirleitt aftur. í stað þess að leggja kortnúmerið fram sem tryggingu, ef við á annað borð fáum nokkurn bíl. Því leigusalarnir spyrja: Hvernig eigum við að geta trúað þér fyrir bíl úr þvi enginn banki eða fjármálafyrirtæki trúir þér fyrir kredit- korti? Hafir þú nú samt náð þér I bílaleigubil og ætlir út að keyra er tvennt nauðsyn- legt: Fá sér gott kort og vera viss á áttunum. Jafnvel væri gott að hafa kompás I bílnum. því þótt götu- merkingar séu þýsna skýrai ig glöggar gefa þær oft upp stefnuna í áttun , og þá er eins gott að vita hvort maður ætlar austur eða vestur. Það skiptir eiginlega sköpum. Ef maður villist getur maður þurft að aka lengi til að komast á rétta leið aftur, og ekki þykir tiltökumál að vera svo sem klukkutima að villast — á allt að 50 milna hraða, sem er álika og 80 km hraði. Það borgar sig því að rann- saka kortið vel fyrirfram og skipuleggja hvert halda skal og hvernig á að komast þangað. Postulahestarnir í fullu gildi En þótt gott sé að kunna skil á þvi hvernig .komast má milli staða i New York almennt og Manhattan sérstaklega fer ekki milli mála að inni á eynni góðu verður langdrýgsta kynningin af því að ferðast á tveimur jafnfljótum. Það er auðveldara en margur hyggur og vega- lengdirnar ekki jafnhrikalegar og sýnist í fljótu bragði. Það er líka víðast auðvell að hvíla lúin bein ef með þarf, með því til dæmis að skjótast inn á vertshús og fá sér kaffisopa, bjór I glas, brauðsneið eða pizzu eða hamborgara eða eitthvað enn annað. Hvarvetna er líka gert ráð fyrir því að fólk þurfi að gera þarfir sínar svo enginn þarf að vera I spreng til lengdar. og við sáum hvergi óþrifaleg klósett eins og vill þó brenna við i sumum öðrum menningarlöndum. New York búar sjálfir virðast ólatir að skeiða bæjarleið á fæti. Fólksmökkurinn á götunum getur orðið öldungis ótrúlegur, ekki hvað síst á Fimmta eivenjú og Broadway niður á móts við Empire State Building og 34. stræti. Fólkið virðir gönguljósin á gatna- mótum ef því sýnist það skynsamlegt en vindur sig inn á milli þílanna ef því þykir ekki mikil ógn standa af þeim, en af fenginni reynslu má lýsa því yfir að það er ekkert gaman að vera staddur milli tveggja svo sem 30-40 metra langra vöruflutningatrukka sem aka sinn hvorum megin við linuna sem maður stendur á og taka sér allan rétt í krafti þess hvað þeir eru stórir og þess að ein- hvern tíma áðan lögðu þeir af stað yfir gatnamótin á grænu Ijósi sem orðið cr rautt áður en þeir komast yfir. Á næstu gatnamótum er öruggt að þú bíður eftir gönguljósinu sem segir WALK. en tekur ekki séns á að það sé alveg að koma. Að horfa upp Þarna er svo sannarlega margt að skoða. Hvort sem mönnum geðjast að skýjakljúfum eða ekki verður því ekki á móti mælt að þessar þyggingar eru mikilúðlegar og bera tækni og verk menningu vitni. Það er raunar sagt að skúrkar þekki undir eins úr hverjir eru grænir bak viðeyrun á Manhattan á þvi að þeir snúi nefinu beint upp og skoði skýjakljúfa eða hvimi eftir skiltum og merkjum, meðan New York búar lili aldrei upp heldur horfi beint niður fyrir sig til að stiga ekki ofan í hundaskít. Satt að segja er þetta orðum aukið með hundaskítinn, Itans urðuni viðaldrei vör á skónum okkar né annars staðar, þótt ekki sé rétt að sverja algerlega fyrir háls- ríg. enda hefur íslendingum aldrei þc'itt til skammar að vera háleitur. Aftur á móti sáum við viða skilti þess efnis að hundaeigendur sem ekki hirtu upp eftir hundinn sinn yrðu þegar I stað sektaðir 5. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.