Vikan


Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 23

Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 23
Fegrun minnst fimm skipti til að góður árangur néist. Annað undratæki og ekki siður merkilegt er notað til háreyðing- ar. Háreyðing með þessum út- búnaði er örugg og vita meinlaus. Helstu orsakir óæskilegs hár- vaxtar eru annars vegar ójafn- vægi í hormónastarfsemi og hins vegar aukið blóðstreymi til húðar. Óæskilegur hárvöxtur þarf engan veginn að vera óeðli- legur. Eðlileg röskun, ef svo má að orði komast, á hormónastarf- semi likamans á ýmsum umbrotatímum, svo sem á gelgjuskeiði, við meðgöngu eða á breytingaskeiði, veldur þessum aukna hárvexti. Einnig getur hárvöxtur í andliti eða á útlimum gengið í erföir og verið nokkurs konar ættareinkenni. Óæskilegur hárvöxtur er fyrst og fremst félagsleg skilgreining. Ekki þykir fint að kvenfólk hafi hárvöxt i andlíti. Aðrir ganga enn lengra og vilja fjarlægja hár af útlimum sinum. Hefðbundnar leiðir til að nema burt hár eru plokkun, rakstur og háreyðingar lyf. Rakstur hefur engin áhrif á Vilborg Aradóttir eyðir hárum. Kostnaður far eftir umfangi, frá 35 kr. upp f 100 kr. hárvöxt til eða frá, en plokkun og háreyðingarvax geta þvert á móti örvað hann. Það stafar af því að blóðstreymi eykst og rót og hárslíður styrkjast. Háreyðing með háreyðingarvél (thermolysis, diathermy) felst i því að lágur straumur framleiðir hátiðnibylgjur sem aftur mynda hita. Við þetta rofnar sambandið milli hárslíðurs og hárfruma annars vegar og héræðanets hins vegar. Háreyðing með raf- straumi er langtimameðferð. Hvert einstakt hár er meðhöndlað og sum hárin oftar en einu sinni. Sum eru við það að losna, önnur hafa nýskotið upp kollinum og enn önnur eru undir yfirborði húðarinnar og sjást því ekki. Vaxtartimi hára (annarra en höfuðhára) getur verið allt frá einum mánuði (þau grófustu)upp í nokkra mánuði. Það er þvi í fyrsta lagi að liðnum einum til tveimur mánuðum sem vænta má árangurs, sifellt færri hár vaxa aftur. En það er ekki aðeins háreyðing sem fengist er við á snyrtistofunum. Þar fer einnig fram hárígræðsla. Engum vélum er beitt, aðeins nákvæmum handahreyfingum. Hér er átt við nýjung í gerð gerviaugnhéra. Notuðeru finleg, handgerðaugn- hár og þau limd við eigin augn hár viðkomandi, eitt og eitt í senn. Augnhár þessi eru mjög eðlileg að sjá og endast jafnlengi og eigin augnhár eða i 4-6 vikur. Þau standast vel böð, sund og eðlilegt hnjask. Gerviaugnhár af þessari gerð henta vel þeim konum sem viðkvæmar eru fyrir augnháralit þvi ofnæmisáhrif eru mjög sjaldgæf. Allar upplýsingar eru frá Ingunni Þórðardóttur á snyrti- stofunni Ásýnd, Garðastræti 4 í Reykjavík, þar sem þessar aðgerðir standa til boða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.