Vikan


Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 31

Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 31
Plakatið SUZI QUATRO leggur nú alla áherslu á Bandaríkja markað Söngkonan og bassaleikarinn Suzi Quatro er bandarísk, en hefur ávallt átt mestu fylgi að fagna í Evrópu. Nú er hún samt að vonast til að geta lagt föðurlandið að fótum sér. LP plata hennar Rock Hard var I tekin þar upp síðastliðið haust. Þá kemur Suzi einnig fram á tvöfaldri plötu, sem nefnist Times Square og hefur að geyma tónlistina úr samnefndri kvikmynd. Upptökustjóri og aðallaga- höfundur Suzi og hljómsveitar hennar er Mike Chapman. Hann gerði garðinn frægan í Evrópu í mörg ár, en flutti fyrir nokkru til Banda- ríkjanna. Þar hefur honum vegnað mjög vel. Meðal annars sér hann um alla stjórn á plötunum hjá hljómsveitinni Blondie. Chapman ætti því að vera farinn að átta sig á því, hvað hentar Bandaríkjamönn- um best. Suzi Quatro varð þrítug í júnímánuði á síðasta ári. Hún er fædd í Detroit og er yngst fimm systkina. Faðir þeirra, Art Quatro, stjórnar jasstríói og systkinin fengu öll að Suzi Quatro er með eindæmum l'rfleg á sviði. Hér áður fyrr var hún jafnan klædd leðurfatnaði frá toppi til táar, en eftir að pönkarar og nýbylgju- menn tóku að klæðast leðri skipti hún um. spreyta sig þar. Til dæmis lék Suzi á unga aldri á trommur, píanó og gítar. Fjórtán ára stakk hún af frá skólanámi, tók að kalla sjálfa sig Suzi Soul og stofnaði rokkhljóm- sveitina Pleasure Seekers með systrum sínum Patti, Nancy og Arlene. Pleasure Seekers léku víða um Bandarikin, en þar kom að nafninu var breytt í Cradle. Undir því nafni fóru systurnar til Viet Nam og skemmtu bandarískum hermönnum þar. Einhverju sinni sem þær héldu hljóm- leika í Ðetroit heyrði enski plötuútgefandinn og upptöku- stjórinn Mickie Most í þeim. Hann féll alveg fyrir Suzi og bauð henni plötusamning í Englandi. Fyrsta plata Suzi Quatro á Englandsmarkaði nefndist Rolling Stone. Hún hlaut slæmar undirtektir. Þá var það að Mickie Most kvaddi til Mike Chapman og félaga hans Nicky Chinn (þeir eiga hljóm- plötufyrirtækið Dreamland sem gefur nú út plötur Suzi). Skemmst er frá því að segja að frami Suzi varð skjótur eftir að Chapman og Chinn tóku við. Þeir sem hlustuðu á enskt popp fyrir sjö til tíu árum kannast áreiðan- lega við lögin Can The Can, 48 Carsh, Daytona Demon, Devil Gate Drive og The Wild One frá þessum tíma. Um tíma hætti Suzi að syngja lög eftir Chinn og Chapman. Ekki var að sökum að spyrja að salan á lögum hennar hraðminnkaði, svo að hún kom aftur til baka. Suzi er hvað vinsælust á megin- landi Evrópu um þessar mundir. Einnig nýtur hún mikils fylgis meðal táninga í Japan, Ástralíu og víðar. Ekki er hún alveg óþekkt nafn á bandarískum vinsældalistum.Til dæmis varð lagið Stumblin’ In með henni og Chris Norman mjög vinsælt þar fyrir i m nokkrum árum. 1" 5. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.