Vikan


Vikan - 29.01.1981, Síða 31

Vikan - 29.01.1981, Síða 31
Plakatið SUZI QUATRO leggur nú alla áherslu á Bandaríkja markað Söngkonan og bassaleikarinn Suzi Quatro er bandarísk, en hefur ávallt átt mestu fylgi að fagna í Evrópu. Nú er hún samt að vonast til að geta lagt föðurlandið að fótum sér. LP plata hennar Rock Hard var I tekin þar upp síðastliðið haust. Þá kemur Suzi einnig fram á tvöfaldri plötu, sem nefnist Times Square og hefur að geyma tónlistina úr samnefndri kvikmynd. Upptökustjóri og aðallaga- höfundur Suzi og hljómsveitar hennar er Mike Chapman. Hann gerði garðinn frægan í Evrópu í mörg ár, en flutti fyrir nokkru til Banda- ríkjanna. Þar hefur honum vegnað mjög vel. Meðal annars sér hann um alla stjórn á plötunum hjá hljómsveitinni Blondie. Chapman ætti því að vera farinn að átta sig á því, hvað hentar Bandaríkjamönn- um best. Suzi Quatro varð þrítug í júnímánuði á síðasta ári. Hún er fædd í Detroit og er yngst fimm systkina. Faðir þeirra, Art Quatro, stjórnar jasstríói og systkinin fengu öll að Suzi Quatro er með eindæmum l'rfleg á sviði. Hér áður fyrr var hún jafnan klædd leðurfatnaði frá toppi til táar, en eftir að pönkarar og nýbylgju- menn tóku að klæðast leðri skipti hún um. spreyta sig þar. Til dæmis lék Suzi á unga aldri á trommur, píanó og gítar. Fjórtán ára stakk hún af frá skólanámi, tók að kalla sjálfa sig Suzi Soul og stofnaði rokkhljóm- sveitina Pleasure Seekers með systrum sínum Patti, Nancy og Arlene. Pleasure Seekers léku víða um Bandarikin, en þar kom að nafninu var breytt í Cradle. Undir því nafni fóru systurnar til Viet Nam og skemmtu bandarískum hermönnum þar. Einhverju sinni sem þær héldu hljóm- leika í Ðetroit heyrði enski plötuútgefandinn og upptöku- stjórinn Mickie Most í þeim. Hann féll alveg fyrir Suzi og bauð henni plötusamning í Englandi. Fyrsta plata Suzi Quatro á Englandsmarkaði nefndist Rolling Stone. Hún hlaut slæmar undirtektir. Þá var það að Mickie Most kvaddi til Mike Chapman og félaga hans Nicky Chinn (þeir eiga hljóm- plötufyrirtækið Dreamland sem gefur nú út plötur Suzi). Skemmst er frá því að segja að frami Suzi varð skjótur eftir að Chapman og Chinn tóku við. Þeir sem hlustuðu á enskt popp fyrir sjö til tíu árum kannast áreiðan- lega við lögin Can The Can, 48 Carsh, Daytona Demon, Devil Gate Drive og The Wild One frá þessum tíma. Um tíma hætti Suzi að syngja lög eftir Chinn og Chapman. Ekki var að sökum að spyrja að salan á lögum hennar hraðminnkaði, svo að hún kom aftur til baka. Suzi er hvað vinsælust á megin- landi Evrópu um þessar mundir. Einnig nýtur hún mikils fylgis meðal táninga í Japan, Ástralíu og víðar. Ekki er hún alveg óþekkt nafn á bandarískum vinsældalistum.Til dæmis varð lagið Stumblin’ In með henni og Chris Norman mjög vinsælt þar fyrir i m nokkrum árum. 1" 5. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.