Vikan


Vikan - 19.03.1981, Blaðsíða 14

Vikan - 19.03.1981, Blaðsíða 14
3. hluti Framhaldssaga Hallar, en hann sneri aftur og fékk sér sæti. Tilly andvarpaði og reyndi að láta ekki framkomu lögreglufulltrúans hafa alltof mikil áhrif á sig. — Hvar á ég að byrja? spurði hún. — Það veist þú betur en ég, svaraði Ola. — Ég veit harla lítið um þig eftir fimmtán ára aldur. — Þá byrja ég þar. Það var árið, sent þú fórst aðheiman. Ola kinkaði kolli. — Ég heyrði samtal- ið milli þín og blaðakonunnar, þegar hún hringdi frá hótelinu. Hún var sér- lega óforskömmuð, fannst mér. Trúðu mér, Linda, gjöfin þín prýðir nú einn vegginn á heimili mínu skammt utan við Osló. Mér hefur verið sagt, að þetta veggstykki sé mikils virði, en ég hef af- tekið að selja það. Gleðin lýsti upp andlit hennar. en svo roðnaði hún og stamaði: — Taktu ekki mark á því, sem hún sagði. að ég hefði sagt henni .. . hvað ég hefði verið ást fangin af þér og grenjað út af þér vikunt saman og ... ó, nei! Rödd hennar dó út i hvísli. Ola hló og skildi vandræði hennar. — Ég heyri bara það, sem sagt er I símanum, Linda. Þetta hafði ég ekki heyrt fyrr. En það var jafn- andstyggilegt af henni, þótt ég heyrði það ekki, og hafðu ekki áhyggjur af því, að ég taki svona lagað of hátíðlega. Þú varst nú ekki nema fimmtán ára. Þú mættir reyndar taka það hátíðlega, hugsaði hún, en upphátt sagði hún að- eins: — Þú skildir eftir þig vandfyllt skarð, Ola. Svo vandfyllt, að ntér varð á mikil yfirsjón. — Fleiri en ein. sagði Hallar þurr lega. — Hvaða yfirsjón var það? spurði Ola og lét sem hann heyrði ekki athuga- semd lögreglufulltrúans. Hún hikaði. — Jú, sjáðu, ég var að skjóta mig i strákum. eins og ungra stúlkna er vandi. En það vildi enginn líta við mér. Ég skildi ekki hvers vegna, sagði hún aumingjalega. — Það skil ég vel, sagði Ola alvar- legur I bragði. — Þú ert alltof góð, Linda, Fíngerð. viðkvæm og góð. Það EITRI BLANDIN AST þorði enginn að nálgast þig, vegna þess að þú varst eiginlega hátt yfir okkur hafin. Þú hafðir heldur ekki sömu áhugamál og hinir krakkarnir. Þú varst listræn, og listrænir unglingar eru oft svolítið utangátta í æsku. — Hrokafull, tautaði lögreglufulltrú- inn. — Nei, sagði Ola. — Hrokafull var Linda alls ekki. En oft er hlédrægni, ein- manaleiki og óttinn við að falla ekki öðrum i geð tekinn fyrir hroka. En hvað hann er skilningsgóður, hugs- að hún. Svo hélt hún áfram frásögninni: — Skyndilega skaut upp kollinum ungur maður. Hann var á margan hátt líkur þér. Andlitsdrættirnir voru svipaðir, einnig fasið á margan hátt. Hárið var líkt á litinn, og augnatillit hans var opin- skátt líkt og þitt. Og ég gerði mér I hug- arlund, að ég væri ástfangin af honum. Seinna gerði ég mér grein fyrir, að ég hafði orðið ástfangin af skugga þínum. — Hvenær var þetta? — Fyrir þremur, fjórum árum. Ég var þá að sjálfsögðu orðin fullorðin og hefði átt að vita betur. Einkum og sér í lagi vegna þess, að hann var heldur vafa- samur pappír. — Hvaðáttuvið? — Hann átti bágt. Allir heima köll- uðu hann „aumingja strákinn”. Hann kom frá erfiðu heimili, eða kannski væri réttara að segja engu heimili, því hann hafði flækst á milli heimila, verið komið fyrir, eins og sagt er, verið tekinn fyrir smáhnupl sem krakki og reynt æ ofan I æ að koma fyrir sig fótunum, en árang- urslaust. Það sótti alltaf I sama horfið. allir voru á móti honum. Það var I það minnsta sú saga, sem hann bar á borð fyrir okkur heima. fyrir alla. sem vildu hlusta á hann. Og ég hlustaði á hann með tárin I augunum. Hann var afskap- lega hrífandi. Ola kinkaði kolli. — Það er eins gott að vera var um sig, þegar fólk fer að tala um, að allir séu á móti sér, sagði hann. — Þá er venjulega maðkur i mysunni. — Það er mér orðið ljóst núna af biturri reynslu. En hvað um það, Arild fór ekki dult með það, að honum fannst hann eiga bágt, allir vildu alltaf misskilja hann. Hann er einn þeirra, sem ætlast sífellt til alls af öðrum. „Hefði ég fengið sama tækifæri og þessi, þá hefði mér sko verið borgið,” sagði hann gjarna, ef eitthvert stórmennið bar á góma. Hann gerði hins vegar ekkert til að skapa sér tækifærin sjálfur. — Þú hefur þegar verið orðin fræg af þinum verkum og ágætlega efnuð. Og móðir þín einnig, ef ég man rétt. — Framtíðin var að minnsta kosti björt, hvað mig snerti. En ég hugsaði víst lítið um frama minn á lista- brautinni, þegar ég uppgötvaði að Arild var orðinn hrifinn af mér. Ég varð bara yfir mig hamingjusöm, að einhver skyldi loks kæra sig um mig. Og hann sótti það fast, að við giftum okkur sem fyrst. — Já, já, ætli maður þekki ekki manngerðina. Hann hefur ætlað að hagnast á frægð þinni og góðum efnum. Tilly fannst ákaflega auðmýkjandi að tala um þetta allt saman, og ekki bætti nærvera Johannes Hallar úr skák. Hún varð að herða sig upp til að geta haldið áfram sögu sinni. — Þetta varð mikið grát- konubrúðkaup. Þarna var stolt bæjarins, textíllistakonan, sem menn unigengust eins og ókunna manneskju og sögðu víst ýmislegt um. sem ég mátti teljast lánsöm að heyra ekki, þarna var hún að giftast vandræðastráknum, sem allir aumkuðu. Kirkjan var full af kerlingum með vasaklúta, sem úthelltu tárum af hjartans lyst. Þær komu ekki til að sjá mig, heldur hann. Því hann var mjög myndarlegur og aðlaðandi og hafði tök á konum. Stelpurnar voru skotnar í honum og móðureðlið sagði til sín hjá eldri konunum. Hann hafði lag á að vekja meðaumkun þeirra. Hann gerði sér meira að segja upp lítilsháttar helti i þvi skyni. Og það tókst ágætlega. Sá kunni að leika á okkur allar saman. Johannes Hallar ræskti sig. — Hvað höfðuð þið verið lengi gift. áður en. .. áður en þú. .. ? —Tvo mánuði, sagði hún. — Tvo mánuði, sem liðu I stöðugri niður- lægingu og biturleika. Og þó hafði ég ekki hugmynd um það þá, að hann gekk á milli manna og klagaði mig, sagði að ég væri andstyggileg við sig, köld og smásmuguleg. læsti inni alla peningana mína og ég veit ekki hvað. Um þetta vissi ég ekki. En með hverjum deginum sem leið varð ég sannfærðari um, hvílík reginmistök þetta hjónaband var. Hann vildi alls ekki ... nei fjárinn hafi það. þetta skiptir raunar engu máli. En þótt sannleikurinn væri mér löngu orðinn ljós, gerði ég þó ekkert I málunum, fyrr en ég fann svolítið niðri í kjallaranunt heima. — Þú ákærðir eiginmann þinn fyrir að útvega unglingunum I byggðarlaginu fíknilyf. Og allir urðu æstir og reiðir. Við þig! Því að svo vel hafði hann undirbúið jarðveginn, að flestir litu á hann sem fórnarlamb erfiðra aðstæðna, en alls engan glæpamann. — Einmitt! En hvernig veist þú þetta allt saman? — Ég kynnti mér þetta eftir á. Auk þess var ég í Siljar síðasta dag réttar- haldanna. Ég ætlaði að ná tali af þér daginn eftir, en þá varstu horfin. Ég átt- aði mig kannski betur á hlutunum en heimafólkið, sem leit fremur á málin frá sjónarhóli Arilds og var undir áhrifum frá honum. Hún þrýsti hönd hans. — Þakka þér fyrir, Ola. Þessi orð þótti mér vænt um að heyra. Allir heima, og þá fyrst og fremst. . . (hún renndi augunum til lög- reglufulltrúans og lagði enn frekari áherslu á orð sín) .. . fyrst og fremst þeir í lögreglunni héldu, að ég væri að hefna mín á Arild fyrir að hafa verið i tygjum við eina stúlkuna í bænum. En ég hafði ekki hugmynd um það, ekki fyrr en það kom fram I réttarhöldunum. Það var alls ekki þess vegna, sem ég lagði fram kæru á hendur honum. — Blöðin sögðu, að þú værir miskunnarlaus, já, kannski ekki hreint út. en það var vissulega gefið I skyn. Ennfremur að þú gerðir úlfalda úr mýflugu. Það var almennt álitið, að þú hefðir ekki þurft að hafa svona hátt um þetta mál, þér hefði verið nær að tala við manninn þinn og reyna að hafa bæt- andi áhrif á hann i kyrrþey I stað þess að æpa um sekt hans yfir alla. Já, ég man öll þessi skrif, og ég man, hvað ég fann til með þér. — Og þarna vitnar þú I eina blaðið. sem komst eitthvað nálægt því að trúa framburði minurn. sagði Tillv biturt. — Öll hin blöðin, og sjálfsagt allur al- menningur, virtist halda að ég hefði skáldað upp þessar sakargiftir í hefndar- skyni. Það var kannski engin furða. því sannanirnar skorti algjörlega. — Þú hélst því fram, að þú gerðir þetta til þess að bjarga unglingununt. En þeir neituðu allir sem einn. að Arild hefði reynt að pranga inn á þá eitur- lyfjum. Enginn vildi staðfesta framburð þinn. — Nei, og það var einmitt það. sem magnaði upp óvildina gegn mér: Að ég skyldi reyna að sverta mannorð unglinganna. Ég var að reyna að bjarga þeim. Ola. Og ég held, að mér hafi tekist það. — Jafnvel þótt það kostaði þig æruna, atvinnuna og allt. Ég trúi þér. blaðsöiustað Geríst áskrífendur í síma 27022 14 Vikan íz. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.