Vikan


Vikan - 19.03.1981, Blaðsíða 16

Vikan - 19.03.1981, Blaðsíða 16
Linda. En áður en við höldum áfram með söguna langar mig að spyrja: Viltu að ég kalli þig Tilly eða Lindu? Hún hugsaði sig um. — Ég hef aldrei almennilega vanist nafninu Tilly. Að vísu get ég ekki lagt það á hilluna strax, en samt finnst mér að þú ættir að kalla mig Lindu. Þú tilheyrir þeim hluta lifs míns, sem er bundinn því nafni. — Verðurðu aldrei aftur Linda lnges-, vik? — Ó, ég vona svo innilega, að það geti orðið. En ég veit það ekki. Ég veit ekki, hversu lengi ég þarf að vera í felum. Kannski eru endalokin að nálg- ast. Hann fann til ónota við þessi orð. Átti hún við endalok feluleiksins? Eða endalok alls? Hún andvarpaði. — Mér er svo illt í höfðinu. Áttu nokkuð verkjatöflu handa mér? Hann fálmaði i vasa sina. — Nei. Átt þú nokkrar, Johannes? Lögreglufulltrúinn reis treglega á fætur, tók upp öskju með töflum og kom með hana í átt að rúminu. Tilly horfði upp til hans. Hann var strangur á svip og fráhrindandi. Hún varð að viðurkenna, að hann var karlmannlegur og myndarlegur, en það bætti hann ekk- ert I hennar augum. Því hún vissi, hversu ógeðfelldur hann gat verið. — Hún er sterk, sagði hann stuttlega og rétti henni eina töflu. Ylurinn af hendi hans kom henni á óvart. Hún hafði haldið, að hann ætti ekki til slíkan yl. Ósjálfrátt kippti hún EITRI BLANDIN AST að sér hendinni, kannski óþarflega hvat- skeytlega. — Takk, tautaði hún, enda þótt henni fyndist hann ekki eiga neinar þakkir skildar. Tilly horfði framan í opinskátt, traust- vekjandi andlit Ola. — Svo að þú varst þarna síðasta daginn, þegar Arild hlaut sinn dóm og hreytti í mig biturlegum hótunarorðum sínum? — Já, ég heyrði, hvað hann sagði, því ég stóð nálægt. „Þú skalt fá að sjá eftir þessu, Linda,” hvæsti hann þegar hann gekk framhjá þér. „Alla þína ævi skaltu iðrast þessa. Og sú ævi skal ekki verða löng. Ég skal finna þig, hvar sem þú verður.” Ég er viss um, að hann meinti þessi orð. Hrollur fór um hana. — Ég hef verið svo hrædd, Ola. Ég hef kviðið þeim degi, þegar hann losnaði úr fangelsinu. Þess vegna varð ég að láta mig hverfa. Þess vegna varð ég að skipta um nafn og hætta að vefa, því ég hefði auðveldlega þekkst á vefnaðinum. Ó, hvað ég hef þráð að fá að vefa. Og ég hef forðast að kynnast karlmönnum náið. Því ennþá er ég gift Arild og get ekki sótt um skilnað, án þess að koma fram i dagsljósið. Þetta er allt svo vonlaust... Svipur hans lýsti einlægri vorkunn. — Arild er dáinn, Linda. Hann er löngu dáinn. — Hvaðertuaðsegja? — Einhver smyglaði inn til hans eiturlyfjum, blönduðum lífshættulegu efni. Nokkur stund leið, áður en hún áttaði sig á merkingu orða hans. — Arild dá- inn? Það gat ég ekki vitað. Ég hafði ekki samband við neinn heima. En þá ... Rödd Ola var lágvær og róandi. — Þú veist, að hann var ekki einn í þessu. Tveir aðrir komu þar við sögu. — Já, sagðiTilly vesældarlega. Hún mundi vel þennan skelfilega dag. Þann sama morgun hafði Hallar lög- reglufulltrúi gengið hart að henni. „Hvers vegna viltu ekki gefa stráknum eitt tækifæri enn?” hafði hann hvæst milli samanbitinna tannanna. „Það finnst ekki ein einasta sönnun fyrir þvi, aö hann hafi haft nokkurn skapaðan hlut með eiturlyf að gera hér í þessu byggðarlagi, og hann sver við allt, sem honum er heilagt, að hann sé saklaus. Hvers vegna er þér svo í mun að koma yfir hann refsingu?” Tilly hafði verið gráti næst, en hún Öll vitum viö aö ostur er bragðgóöur' ©ra hann er líkahollur því að í honum eru öll næringarefni mjólkurinnar og flest í mun ríkara mæli. Próteiniö- byggingarefni líkamans Daglegur skammtur af því er nauðsynlegur til uppbyggingar og viðhalds frumum líkamans. Ostur er mun próteinríkari en t. d. kjöt eða fiskur. Dagleg þörf af próteini er áætluð um 45—65 g en í 100 g af osti eru 27—32 g af próteini. Mjólkurostur er bestikalkgjafiim í venjulegu fæði. En kalkið á mestan þátt í myndun og viðhaldi tanna og beina. Af því þurfa börnin mikið og allir eitthvað. Auk þess er í osti gnægö annarra steinefna og vitamina «em auka orku og létta lund. I* Vikan IX. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.